CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería

Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?

dna.jpg
Auglýsing

Þeir sem láta sig vísindi varða hafa varla orðið varhuga af CRISPR/Cas erfðabreytingatækninni sem undanfarið hefur verið „sætasta stelpan á ballinu“ í hópnum aðferðir í sameindalíffræði.

CRISPR er upprunnið í bakteríum en með sameiningu hárnákvæmrar þáttapörunnar og núkleasavirkni kerfisins ásamt DNA viðgerðarferlum spendýrafrumna varð til erfðabreytingatól sem er mun nákvæmara og skilvirkara en þau sem við höfum áður notað.

Aðferðin hefur notið ákveðinnar sérstöðu. Má þá t.d. telja að matvælaeftirlit Bandaríkjanna tilkynnti á síðasta ári að erfðabreytingar sem unnar eru á matvælum, þar sem CIRSPR aðferðin er notuð, lúta ekki jafn ströngum reglugerðum og önnur erfðabreytt matvæli.

Auglýsing

Þróun með CRISPR aðferðina hafa nú leitt hana aftur til upprunans, í bakteríurnar. CRISPRi, sem stendur fyrir „clustered regulated interspaced palindromic repeats interference“, er tól þar sem CRISPR er nýtt til að hindra tjáningu á ákveðnum genum.

Vegna þess hve nákvæm þáttapörun CRISPR flókans er við mark-erfðaefnið, þóttu vísindamönnum í Kaliforníu við hæfi að nýta aðferðina til að hindra tjáningu gena. Hindrunin fer einfaldlega þannig fram að CRISPR flókinn situr á erfðaefninu svo prótínin sem sjá um tjáningu genanna (umritunarþættirnir) komast ekki að.

Þessi nýja aðferð hentar t.d. mjög vel þegar eintökin tvö af geninu sem eru til staðar í tvílitna frumu (eitt frá móður og eitt frá föður) eru mismunandi. Þá er hægt að nýta CRISPRi til að þagga tjáninguna á öðru geninu og sjá hvaða áhrif það hefur.

Rannsóknarhópur við University of Wisconsin-Madison nýtti aðferðina nýlega til að skoða hvaða gen það eru sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum. Hópurinn byggði sér genasafn sem hann gat svo prófað á fjölmörgum bakteríustofnum, bæði bakteríum sem valda sýkingum og þeim sem gera það ekki.

Hópurinn gerir sér vonir um að geta nýtt þá þekkingu sem skapast í slíkum tilraunum til að þróa betri sýklalyf þegar við skiljum betur hvaða þætti bakteríurnar nýta sér þegar meðhöndlun með sýklalyfjum á sér stað.

Fréttin birtist fyrst á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk