Karolina Fund: Önnur sólóplata Heiðu

Heiða Ólafsdóttir ætlar að gefa út nýja sólóplötu, 14 árum eftir að sú fyrsta, og síðasta, kom út. Hún safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Auglýsing
heiða ólafsdóttir

Heiðu Ólafsdóttur þekkja margir síðan hún lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit árið 2005 en síðan þá hefur hún starfað sem söngkona og lærði leiklist í New York, þaðan sem hún útskrifaðist 2009. Tónlistin hefur þó alltaf verið aðalstarfið og 2015 sendi hún frá sér sitt fyrsta frumsamda lag. Stefnan var sett á að senda frá sér plötu. 

Fyrsta sólóplatan kom út 2005 fyrir tæpum 14 árum síðan, og kominn tími á nýja plötu. 

Á plötunni verða lög eftir Heiðu í bland við lög eftir nokkra af hennar uppáhalds íslensku lagahöfundum í nýjum útgáfum Heiðu og upptökustjórans Snorra Snorrasonar, en þau eru búin að ráða einvalalið tónlistarmanna til þess að spila á plötunni.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég hef alltaf ætlað mér að þora meiru varðandi tónlistarsköpun mína og hef alltaf haft þörf fyrir að semja sjálf ásamt því að hafa þörf fyrir að túlka önnur lög með mínu nefi. En þegar maður starfar sem söngkona þá auðvitað fer oftast mesti tíminn í það að syngja og æfa lög sem maður er beðinn um að syngja á giggum heldur en að gera akkúrat það sem mann langar mest, þó auðvitað sé alltaf gaman að syngja og vinna við fjölbreytt verkefni.

Auglýsing
Ég hugsaði með mér að með tilkomu Karolina Fund væri komin tilvalin leið til þess að geta gert plötu án þess að taka alltof mikinn séns en kosturinn við Karolina Fund er auðvitað þessi snilld að selja vöruna fyrirfram til þess að geta síðan kostað framkvæmdina. Landslagið er svo breytt í tónlistarútgáfu þannig að það hefur orðið miklu erfiðara að gera heila plötu en að senda bara frá sér eitt og eitt lag en þar sem þema plötunnar er svo skýrt í mínum huga að þá fannst mér að þetta yrði að vera í einni heild og þá kom Karolina Fund svo sterkt inn.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Platan mun innihalda eingöngu lög sem fjalla um ást, von, hlýju og yl. Tónlist er nefnilega svo öflug og getur breytt líðan á svipstundu, farið með mann upp og niður og allt þar á milli. Árið 2018 var einmitt þannig fyrir mér, upp og niður, út og suður, vegna þess að í byrjun árs lenti ég í bílslysi sem tók toll líkamlega og andlega og náði svo hápunkti með brjósklosi. 

Það er eitthvað svo hrikalega glatað að geta ekki gert allt sem manni finnst að maður eigi að geta og missa þannig stjórn en það er þó allavega eitt sem ég get og það er að syngja og skapa tónlist en það er jafnframt það sem er hvað mest læknandi fyrir mig. Og akkúrat það sem ég hef svo oft látið sitja á hakanum, yfirleitt út af sjálfsefa og skorti á tíma. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að vinna núna bara að lögum sem færa hugann í átt að fegurðinni sem er allt í kringum okkur og tónlist sem lætur fólki mest megnis líða vel og gefur von.


Eins og ég sagði fyrr hér að þá er landslagið virkilega breytt og sumum finnst maður kannski galinn að vera að gefa út plötu á þessum tíma Spotify, Youtube og smáskífa en þessi miðlar eru frábærir og mun tónlistin mín auðvitað halda áfram að rata þangað. En ég vona samt svo heitt og innilega að tónlistarmenn haldi áfram að gera heilar plötur því að til dæmis ég sem hlustandi elska að setja plötu í gang og hlusta frá upphafi til enda. Það slítur stundum í sundur upplifunina af tónlistinni að einhverju leyti að þurfa alltaf að vera að leita að næsta lagi og næsta lagi, að mínu mati. Þannig að ég er virkilega spennt fyrir verkefninu en svo ætlum við að fagna útgáfunni með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi 23. mars. 

Ég hlakka líka svo mikið til að vinna með þessum snillingum sem ég er búin að raða í kringum mig en útsetningar og upptökustjórn verður í höndum Snorra Snorrasonar, Helgi Hannesar spilar á píanó, Pétur Valgarð á gítar, Ólafur Þór Kristjánsson á bassa og trommurnar lemur Benni Brynleifs. Hönnun umslags sér svo listakonan Ynja Mist um. 

Fyrsta lagið sem hefur fengið að hljóma af plötunni er hið fallega lag KK, Kærleikur og tími, en útsetningin sem Snorri gerði af þessu lagi sýnir vel hljóðheiminn sem platan mun geyma.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk