Karolina Fund: Stuttmynd um gróf mannréttindabrot í Tyrklandi

Kvikmyndin Islandia er byggð á sögu Eydísar Eirar Brynju- Björnsdóttur. Söfnun fyrir dreifingu hennar stendur yfir á Karolina Fund.

20773651_10155222392457713_1638264304_o.jpg
Auglýsing

Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri. Hún skrifaði handrit af stuttmynd sem er byggð á hennar eigin reynslu, þegar hún upplifði gróf mannréttindabrot í Tyrklandi. Starfsmaður á hóteli sem Eydís dvaldi á braust inn á herbergi hennar um miðja nótt og braut á henni. Í kjölfarið var hún kærð fyrir skemmdarverk á hótelinu og færð í fangelsi. 

Myndin var tekin upp á Spáni en Eydís má ekki stíga fæti aftur inn fyrir landamæri Tyrklands. Myndin þráir nú áhorfendur og söfnun hefur farið af stað fyrir áframhaldandi dreifingu hennar en 20% af söfnuninni mun renna til Elfusjóðs sem aðstoðar konur að leita réttar síns í ofbeldismálum hér á Íslandi sem Sigrún Jóhannsdóttir héraðsdómslögmaður stendur fyrir.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Hugmyndin af myndinni vaknaði eftir ákveðna úrvinnslu og skrif um það sem gerðist. Það kom svona „aha” augnablik þegar ég var að skoða skrifin mín, um þær manneskjur sem ég hitti í þessum rússíbana, atvik sem voru lyginni líkust og hugarástand mitt þegar ég hélt ég myndi ekki lifa af. Þetta var auðvitað fast í mér lengi á eftir. 

Auglýsing
Ég hafði ekki verið tengd kvikmyndagerð lengi, en ég vissi alltaf að ég ætti heima þar. Ég ákvað því bara að breyta þessari þjáningu minni í listaverk, eins og alvöru listamenn gera. Þetta var held ég óumflýjanlegt, hvernig sem þú tjáir þinn sársauka, verður þú að gera það á endanum. Ég verð að viðurkenna þetta er stór saga sem erfitt er að setja í litlar 20 mínútur, en þetta er mitt tjáningarform, í bili.

Eins og staðan er núna hjá okkur fór allt okkar fjármagn í framleiðsluna og þess vegna ákváðum við að fara þessa leið, þar sem það var tímabært að dreifa sögunni almennilega og af fullum krafti. Það er mikill plús fyrir mig, eða ég er að átta mig akkúrat á þessu augnabliki að það er mikilvægt fyrir mig að ræða söguna opinberlega. Því það er auðvitað engu líkt að geyma sögu eins og þessa inn í sér. Eins og Maya Angelou sagði „There is no greater agony than bearing an untold story inside you”. 

Ég veit að margir fara þessa leið til að fjármagna útgáfu listrænna verkefna sinna. Eins og flestir vita þá er ekki arðbært að gera stuttmyndir og ég held við höfum gefið allt í þetta, blóð, svita, tár og okkar eigin laun. Þess vegna er okkur mikilvægt að fá sem flesta áhorfendur! Enginn tilgangur að gera kvikmynd ef enginn fær að sjá hana. Það eru margir að biðja um að fá að sjá myndina, en þetta er einmitt kjörið tækifæri fyrir þá að fá hana sem gjöf og um leið styðja við dreifingu hennar. Það er möguleiki í söfnuninni að styrkja og fá hlekk á myndina og boð á frumsýninguna ef það vill það frekar sjá hana á stóru tjaldi með góðu hljóði sem ég mæli frekar með.“

Stuttmyndir eru öðruvísi en stærri kvikmyndir því þær mega ekki fara í almenna sýningu fyrr en þær hafa ferðast ákveðin hátíðarhring annars eru þær ekki gjaldgengar inn á hátíðir. Þessi söfnun mun því flýta mjög fyrir þann prósess. Við gerðum í raun rosalega stóra litla mynd. Tókum upp erlendis, vorum með fjölþjóðlegt kvikmyndagerðafólk, listamenn frá Íslandi, Tyrklandi, Spáni, Kanada, Frakklandi og Danmörku. Stór og góður hópur. Ævintýraleg lífsreynsla.Úr Islandia.   

Þegar ég var kynnt fyrir Elfusjóði og fyrir hvað hann stendur fyrir, hitti það mig í hjartastað og ég ákvað að vekja athygli á sjóðnum með þessari fjáröflun. Þetta er ómetanlegt samfélagsverkefni sem þarf að líta dagsins ljós sem allra fyrst því ég hef verið í þeirri stöðu að eiga erfitt með að leita réttar míns og það eru óteljandi konur hér á landi í sömu stöðu.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þemað snýst auðvitað um samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Við þurfum að standa saman, konur þurfa að hafa hátt um sögur sínar og fá réttláta málsmeðferð eftir ofbeldi. Mögulega er kannski smá hliðarþema samstaða með konum í kvikmyndagerð. Konur þurfa að fá að segja sínar sögur og láta ljós sitt skína á þessum magnaða miðli sem kvikmyndagerð er. Ég var heppin sem einstaklingur að lifa af og er nú í þeirri forréttindastöðu að geta sagt mína sögu af ofbeldi og mannréttindabroti, það er ekki á allra færi. Þess vegna er svo mikilvægt að þessi saga fái að heyrast.

Við viljum greiða öllum leið að styðja verkefnið og hjálpa okkur að ná markmiðinu. Auðvitað eru sumir ekki með kreditkort en greiðslur eru gjaldfærðar af kortum eftir að fjáröflunartíma lýkur og einungis ef fjáröflunin markmiðinu. Við höfum því ákveðið að hafa þann möguleika að styrktaraðilar geta lagt beint inn á reikning og við myndum svo leggja inn á söfnunina fyrir þeirra hönd! Viðkomandi getur svo sent okkur póst á arcus@arcusfilms.com með bankaupplýsingum svo við getum endurgreitt ef við náum ekki settu takmarki en við vonum og trúum því innilega að okkur takist vel til.

Ef þú vilt láta gott af þér leiða þá er þetta tilvalið verkefni til þess að styrkja.“

Hægt er að styrkja verkefnið hér, fylgjast með því á Facebook hér og síða Elfusjóðsins er hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk