Síðdegisblundur fyrir blóðþrýstinginn

Síðdegisblundur getur gert mikið gagn samkvæmt nýlegri rannsókn sem grískur rannsóknarhópur mun kynna í komandi viku.

svefn
Auglýsing

Við könnumst mörg við það að verða sybbin um miðjan daginn, oft skömmu eftir hádegið. Víða í heiminum er þetta svo viðurkennt fyrirbæri að nær allir í samfélaginu fá sér síðdegisblund um þetta leyti.

Slíkt hefur forfeðrum okkar Íslendinga líklega ekki þótt mjög hagstætt. Enda ómögulegt að eyða þeim örfáu birtustundum sem við fáum hér á veturna í að sofa.

Síðdegisblundur er þó alls ekki alltaf slæm hugmynd, og raunar mjög góð hugmynd ef marka má rannsókn sem grískur rannsóknarhópur mun kynna á ráðstefnu ACC (American College of Cardiolgy) í næstu viku.

Auglýsing

Samkvæmt þeim niðurstöðum sem teknar eru saman í ágripinu fyrir ráðstefnuna getur síðdegisblundur lækkað blóðþrýsting marktækt um 3 – 5 mm Hg. Slík lækkun er í sumum tilfellum það sem lyfjameðferð skilar fólki sem greinist með of háan blóðþrýsting, svo það munar um minna.

Alls tóku 212 sjálfboðaliðar þátt í rannsókninni. Þeim var skipt í tvo sambærilega hópa, annar hópurinn tók sér síðdegisblund meðan hinn hópurinn var notaður sem viðmiðunarhópur til að skoða hvort blundurinn hefði áhrif á líðan þátttakenda.

Sjálfboðaliðarnir svöruðu löngum spurningalista um heilsu sína og líðan ásamt því að skilgreina lífsstíl sinn, mataræði og hreyfingu fyrir rannsakendum. Til að fylgjast með blóðþrýstingi þátttakenda voru þeir látnir ganga með sírita, svo mælingin var ekki einungis tekin einu sinni á dag heldur með reglulegu millibili.

Helstu niðurstöðurnar voru sem fyrr segir að síðdegisblundur, sem varði að meðaltali í 50 mínútur lækkaði blóðþrýsting þátttakenda. Munurinn á hópunum var marktækur um að meðaltali 3-5 mm Hg.

Enn á eftir að staðfesta niðurstöðurnar með því að endurtaka rannsóknina í nýjum og jafnvel stærri hópi. Þangað til, getur varla skaðað að leggja sig í um það bil hálftíma á dag, hafi maður á annað borð tækifæri til þess.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk