Blöðrur drepa fjölda sjófugla á ári

Það eru ekki öll dýr jafn heppin og álftin í Garðabænum sem bjargað var frá Red Bull dósinni.

orange-698534_1280.jpg
Auglýsing

Í vikunni fjölluðu fjölmiðlar um álft sem sást í Garðabænum með Red Bull dós fasta á goggnum. Í þessu tilfelli fór allt vel að lokum og tókst starfsfólki Náttúrufræðistofnunar að fjarlægja dósina.

Ekki eru öll dýr jafn heppin og álftin í þessu tilfelli. Staðreyndin er sú að sorp frá mannfólki veldur fjölda villtra dýra skaða á hverju ári og getur í mörgum tilfellum leit til dauða þeirra. Meðal þeirra dýra eru albatrosar sem eiga þann vafasama heiður að vera sá hópur fugla sem innbyrðir hvað mest af rusli.

Í grein sem birtist í tímaritinu Scientific Reports nýlega er fjalla um það hvaða áhrif það hefur á dánartíðni albatrosa að innbyrða plast. 

Auglýsing

Mjúkt plast líklegra til að draga fugla til dauðan

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhópsins voru 20% líkur á dauða fugla ef þeir átu eitt plaststykki. Ef plaststykkin voru níu voru líkurnar 50% en 100% þegar stykkin voru orðin 93.

Við skoðun á dauðum fuglum var ljóst að algengast var að þeir innbyrtu hart plast. Mjúkt plast hafði aftur á móti verri afleiðingar fyrir fuglana.

Mjúkt plast taldi aðeins um 5% plaststykkja sem fuglarnir borðuðu en olli 40% dauðsfallanna. Þar á meðal voru blöðrur versti sökudólgurinn. Þær leiddu til dauða hjá nær einum af hverjum fimm fugli sem innbyrti þær.

Það sem gerir mjúkt plast á borð við blöðrur verra til inntöku en hart plast er sú staðreynd að það á ekki eins greiða leið í gegnum meltingarveginn. 

Meðal fuglanna sem skoðaðir voru var algengasta ástæða dauða stífla í meltingarvegi. Þar á eftir komu sýkingar og önnur vandamál tengt stíflum í meltingarvegi.

Nauðsynlegt að draga úr plastmengun

Höfundar greinarinnar segja þessar niðurstöður skýrt merki um mikilvægi þess að draga úr plastmengun í hafinu. Sé ekkert að gert er hætt við því að viðkvæmar tegundir, á borð við albatrosa, tapist fyrir fullt og allt.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk