Plast sem má endurvinna endalaust

Mögulega er til leið sem gerir okkur kleift að endurvinna allt plast, endalaust.

plast
Auglýsing

Þó plast sé neikvætt í þeim skilningi að það safnast upp í umhverfinu okkar hefur það góð áhrif á öðrum vígstöðvum. Sem dæmi leiðir plastpökkun matvæla til lengri endingartíma sem þýðir minni matarsóun og þar af leiðandi minni orkunotkun í að framleiða vöru sem verður aldrei nýtt.

Matvæli sem eru pökkuð í plast eru létt til flutninga samanborið við t.d. gler, sem á sama hátt þýðir minni orku sem fer í að flytja matvæli milli landa. En allt þetta einnota plast sem við notum í þessum tilgangi safnast svo upp eftir að hafa þjónað tilgangi sínum.

Til að sefa umhverfiskvíðann innra með okkur getum við endurunnið allt þetta einnota plast sem fellur til. Það er vissulega betra en að setja plastið beint í ruslið, en leysir þó ekki vandann. Einnota plast er enn framleitt í allt of miklu magni vegna þess að það er notað í allt of miklu magni.

Auglýsing

Þegar plast er endurunnið er yfirleitt ekki hægt að nýta nema 30% af því til að búa til nýjan hlut úr plasti. Líftími plastsins er líka stuttur í þeim skilningi að það er ekki hægt að endurvinna það oft. Til að fá sem mest útúr jákvæðum eiginleikum plastsins væri því best að geta endurunnið plastið 100% og endalaust.

Plast er samsett úr samfléttuðum kolvetniskeðjum. Til að gefa plastinu svo ákveðna eiginleika eins og sveigjanleika eða lit eru aukahópar hengdir á kolvetnissameindirnar.

Ástæða þess að við nýtum svo lítið hlutfall plastsins við endurvinnslu er vegna allra þeirra auka sameinda sem eru hengd á keðjurnar. Þær eru mismunandi og því erfitt að losa sameindirnar frá kolvetninu.

Rannsóknarhópur við Lawrence Berkeley National Laboratory birti nýlega rannsókn í Nature þar sem þau lýsa smíði plasteininga sem auðvelt er að meðhöndla með tilliti til endurvinnslu. Hugmyndin er að allir þessir aukahópar sem gefa plastinu ákveðna eiginleika hanga á kolvetniskeðjunni með efnatengjum sem er auðveldara að aftengja.

Efnatengin eru þannig að keðjurnar losna auðveldlega við aukahópana og í sundur þegar plastið er lagt í sýru. Öfugt við önnur plastefni sem notuð eru í heiminum er auðvelt að losa kolvetniskeðjurnar við aukahópana og þegar það hefur verið gert er auðvelt að móta keðjurnar með nýjum aukahópum til að búa til nýja gerð af plasti.

Mögulega verður hægt að endurvinna allt plast sem búið er til með þessum hætti, endalaust. Ef það verður að veruleika getum við notið þeirra jákvæðu eiginleika sem plastið gefur okkur, minni matarsóun, léttari vörur o.s.fr. án þess að plastið safnist upp í umhverfinu okkar.

Fréttin birtist fyrst á Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk