Apple mun hefja tækniráðstefnuna WWDC í dag með lykilræðu um hvað sé í vændum í stýrikerfum Apple. World Wide Developers Conference tækniráðstefnan hóf göngu sína árið 1987 í Santa Clara í Kaliforníu og hefur hún verið haldin árlega síðan. Ráðstefnan leiðir saman Apple og þau sem þróa hugbúnað fyrir vörur og þjónustu Apple. Ráðstefnan er nokkrir dagar, en lykilræðan fyrsta daginn er þar sem feitustu bitarnir eru kynntir.
Stýrikerfin skipta máli
Þó svo að endanleg söluvara séu tækin frá Apple eða þjónusta sem tækin nýta, þá eru stýrikerfin mikill áhrifaþáttur í kaupákvörðun viðskiptavina Apple. Apple framleiðir í dag stýrikerfin macOS, iOS, WatchOS og tvOS. Vinsælasta stýrikerfið þeirra er án efa iOS sem er notað af iPhone og iPad snjalltækjunum. Á kynningu Apple í vor kom fram að iOS stýrikerfið sé í notkun á milljarð tækja (billion pockets) dag hvern.
Hvað er í vændum?
iOS 13
Næsta útgáfan af iOS er óhappatalan 13 og er margt bitastætt búið að leka. iOS13 verður í boði fyrir bæði iPhone og iPad. Apple er alltaf duglegt að uppfæra eldri tæki og talið er að iPhone 6S og nýrri fái iOS13. iPad mini 3 og iPad Air 2 og nýrri fá einnig iOS13.
Dekkra viðmót fyrir iPhone
Stýrikerfið MacOS fékk dökkt viðmót á síðasta ári með Mojave uppfærslunni. Frá því hefur „dark mode” farið um eins og eldur í sinu og nú er komið að iPhone og iPad. Allt sem áður var hvítt í stýrikerfinu getur nú verið dökkt, sem sumir vilja meina að sé betra fyrir augun. Ekki nóg með það, heldur getur það náð niður rafmagnsþörf ef síminn er með OLED skjár (iPhone X og iPhone XS) því þeir skjáir ná að slökkva á svörtum dílum ólíkt LCD skjám.
Hljóðstyrkur færist til hliðar
Þegar það er hækkað og lækkað, þá kemur stór flötur á miðjan skjáinn til að sýna styrk hljóðs og blokkerar það er á skjánum. Nú loksins, eftir mörg ár af því að betri iOS öppin forriti sér aðrar leiðir fyrir hljóðstyrk (Twitter til dæmis), ætlar Apple að færa hljóðstyrkinn til hliðar og rétt svo að minnka flötinn.
Finndu ... eitthvað?
Find my Phone eiginleikinn fer loksins að tala um að finna aðra hluti, sem hann hefur reyndar fundið lengi vel. Find my Phone og Find my friends munu renna saman í eitt, og bjóða upp á Find network eiginleika sem opnar á að staðsetja tæki þó svo það sé sambandslaus.
Betri svefn
Bedtime eiginleikinn í Clock appinu á að fá talsverða uppfærslu og á iPhone að fá eitthvað sem heitir sleep mode eða svefnstillingu. Svefnstillingin á að kveikja á Do not disturb, slökkva á öllum tilkynningum og dimma skjáin þegar hann er læstur.
Nýtt útlit á flest Apple öpp
Mail, Messages, Reminders, Maps og Health munu öll fá ný viðmót og slatta af nýjungum. Messages fá prófíl-mynd, Maps fer að nýta mest notaða staði betur, verk í Reminders verður raðað betri máta, og Health fer að fylgjast með tíðarhring og lyfjatöku.
iPad verður meiri tölva
Sagan segir að iPad hafi átt að fá stóra uppfærslu í fyrra en átti að koma spjaldtölvunni nær því að vera fartölva, en hafi verið frestað til að einblína á afköst og villur í iOS12. En núna á verulega að uppfæra iPad með nýju viðmóti, einhvers konar glugga-viðmóti, stuðningi við geymslupláss og tölvumýs.
Meira heilbrigði í WatchOS 6
Apple Watch snjallúrið mun einnig fá ást og fær nýja útgáfu af WatchOS. Úrið fær sína eigin app-verslun, og ný öpp frá Apple: Voice Memos, Calculator og Books. Health appið er svo með nýja eiginleika sem virka í úrinu fyrir tíðir og áminningar fyrir að taka lyf. Það’ verður nokkuð af nýjum skífum fyrir úrið: Gradient, California dial, X-Large og ný Solar-skífa. Skífurnar fá líka nýja eiginleika (complications) til að nýta sér: staðan á hljóðbókum, staða á rafhlöðu heyrnatækja, umhverfisihávaðamæling og regnfall.
MacOS ekki gleymt
MacOS fær fleiri Marzipan-öpp, sem eru hönnuð til að virka á iPhone, iPad og Mac-tölvum. Screen time, Siri shortcuts, Reminders og Book öppin af iPhone munu koma yfir á Mac. Þetta er þróun sem mun halda áfram næstu árin, þar sem mest af hugbúnaðarþróun mun verða fyrir iPhone og iPad. Með þessu móti verður hægt að samnýta talsvert af vinnunni við að smíða öppin.
Verða einhver Apple-tæki kynnt?
Það er ekki úr myndinni að einhver tæki verði kynnt. Apple hefur oft kynnt tæki á WWDC, en þá aðallega Mac og iPad-tölvur. Frægasta kynningin er reyndar iPhone 4 sem þurfti að flýta vegna þess að starfsmaður týndi frumgerð af símanum á bar sem endaði höndum fjölmiðla. Talið er að Apple muni svipta hulunni af Mac pro borðtölvunni sem hefur lengi verið í þróun. Mac pro eru mjög öflugar tölvur með fyrirtæki í huga eins og kvikmyndaframleiðendur, tölvuleikjaframleiðendur eða AR/VR-efnisframleiðendur. Samhliða því verður skjár kynntur, fyrir Mac pro tölvur (og í þeim verðflokki). Skjárinn er talinn vera 31,6 tommur og með 6K upplausn. Hann verður EKKI ódýr.
Heimildir:
https://9to5mac.com/2019/05/28/ios-13-screenshots-dark-mode-more/
https://9to5mac.com/2019/05/31/wwdc-2019-roundup/