Apple kynnir uppfærslur

Atli Stefán Yngvason fjallar um nýjustu uppfærslur Apple en þó svo að end­an­leg sölu­vara séu tækin frá fyrirtækinu eða þjón­usta sem tækin nýta, þá eru stýri­kerfin mik­ill áhrifa­þáttur í kaupá­kvörðun við­skipta­vina Apple.

Mynd: Apple
Auglýsing

Apple mun hefja tækni­ráð­stefn­una WWDC í dag með lyk­il­ræðu um hvað sé í vændum í stýri­kerfum Apple. World Wide Developers Con­fer­ence tækni­ráð­stefnan hóf göngu sína árið 1987 í Santa Clara í Kali­forníu og hefur hún verið haldin árlega síð­an. Ráð­stefnan leiðir saman Apple og þau sem þróa hug­búnað fyrir vörur og þjón­ustu Apple. Ráð­stefnan er nokkrir dag­ar, en lyk­il­ræðan fyrsta dag­inn er þar sem feit­ustu bit­arnir eru kynnt­ir.

Stýri­kerfin skipta máli

Þó svo að end­an­leg sölu­vara séu tækin frá Apple eða þjón­usta sem tækin nýta, þá eru stýri­kerfin mik­ill áhrifa­þáttur í kaupá­kvörðun við­skipta­vina Apple. Apple fram­leiðir í dag stýri­kerfin macOS, iOS, WatchOS og tvOS. Vin­sælasta stýri­kerfið þeirra er án efa iOS sem er notað af iPhone og iPad snjall­tækj­un­um. Á kynn­ingu Apple í vor kom fram að iOS stýri­kerfið sé í notkun á millj­arð tækja (billion pockets) dag hvern.



Hvað er í vænd­um?

iOS 13

Næsta útgáfan af iOS er óhappa­talan 13 og er margt bita­stætt búið að leka. iOS13 verður í boði fyrir bæði iPhone og iPad. Apple er alltaf dug­legt að upp­færa eldri tæki og talið er að iPhone 6S og nýrri fái iOS13. iPad mini 3 og iPad Air 2 og nýrri fá einnig iOS13.

Dekkra við­mót fyrir iPhone

Stýri­kerfið MacOS fékk dökkt við­mót á síð­asta ári með Mojave upp­færsl­unni. Frá því hefur „dark mode” farið um eins og eldur í sinu og nú er komið að iPhone og iPad. Allt sem áður var hvítt í stýri­kerf­inu getur nú verið dökkt, sem sumir vilja meina að sé betra fyrir aug­un. Ekki nóg með það, heldur getur það náð niður raf­magns­þörf ef sím­inn er með OLED skjár (iPhone X og iPhone XS) því þeir skjáir ná að slökkva á svörtum dílum ólíkt LCD skjám.



Mynd: Apple





Hljóð­styrkur fær­ist til hliðar

Þegar það er hækkað og lækk­að, þá kemur stór flötur á miðjan skjá­inn til að sýna styrk hljóðs og blokkerar það er á skján­um. Nú loks­ins, eftir mörg ár af því að betri iOS öppin for­riti sér aðrar leiðir fyrir hljóð­styrk (Twitter til dæm­is), ætlar Apple að færa hljóð­styrk­inn til hliðar og rétt svo að minnka flöt­inn.



Mynd: Apple

Finndu ... eitt­hvað?

Mynd: AppleFind my Phone eig­in­leik­inn fer loks­ins að tala um að finna aðra hluti, sem hann hefur reyndar fundið lengi vel. Find my Phone og Find my fri­ends munu renna saman í eitt, og bjóða upp á Find network eig­in­leika sem opnar á að stað­setja tæki þó svo það sé sam­bands­laus.

Betri svefn

Bed­time eig­in­leik­inn í Clock app­inu á að fá tals­verða upp­færslu og á iPhone að fá eitt­hvað sem heitir sleep mode eða svefn­still­ingu. Svefn­still­ingin á að kveikja á Do not dist­urb, slökkva á öllum til­kynn­ingum og dimma skjáin þegar hann er læst­ur.

Auglýsing

Nýtt útlit á flest Apple öpp

Mail, Messa­ges, Rem­ind­ers, Maps og Health munu öll fá ný við­mót og slatta af nýj­ung­um. Messa­ges fá prófíl-­mynd, Maps fer að nýta mest not­aða staði bet­ur, verk í Rem­ind­ers verður raðað betri máta, og Health fer að fylgj­ast með tíð­ar­hring og lyfja­töku.

iPad verður meiri tölva

Sagan segir að iPad hafi átt að fá stóra upp­færslu í fyrra en átti að koma spjald­tölv­unni nær því að vera far­tölva, en hafi verið frestað til að ein­blína á afköst og villur í iOS12. En núna á veru­lega að upp­færa iPad með nýju við­móti, ein­hvers konar glugga-við­móti, stuðn­ingi við geymslu­pláss og tölvu­mýs.

Meira heil­brigði í WatchOS 6

Apple Watch snjallúrið mun einnig fá ást og fær nýja útgáfu af WatchOS. Úrið fær sína eigin app-versl­un, og ný öpp frá App­le: Voice Memos, Calculator og Books. Health appið er svo með nýja eig­in­leika sem virka í úrinu fyrir tíðir og áminn­ingar fyrir að taka lyf. Það’ verður nokkuð af nýjum skífum fyrir úrið: Gradi­ent, Cali­fornia dial, X-L­arge og ný Sol­ar-­skífa. Skíf­urnar fá líka nýja eig­in­leika (complications) til að nýta sér: staðan á hljóð­bók­um, staða á raf­hlöðu heyrna­tækja, umhverf­isi­há­vaða­mæl­ing og regn­fall.

MacOS ekki gleymt

MacOS fær fleiri Marzip­an-öpp, sem eru hönnuð til að virka á iPho­ne, iPad og Mac-­tölv­um. Screen time, Siri shortcuts, Rem­ind­ers og Book öppin af iPhone munu koma yfir á Mac. Þetta er þróun sem mun halda áfram næstu árin, þar sem mest af hug­bún­að­ar­þróun mun verða fyrir iPhone og iPad. Með þessu móti verður hægt að samnýta tals­vert af vinn­unni við að smíða öpp­in.

Verða ein­hver App­le-tæki kynnt?

Það er ekki úr mynd­inni að ein­hver tæki verði kynnt. Apple hefur oft kynnt tæki á WWDC, en þá aðal­lega Mac og iPa­d-­tölv­ur. Fræg­asta kynn­ingin er reyndar iPhone 4 sem þurfti að flýta vegna þess að starfs­maður týndi frum­gerð af sím­anum á bar sem end­aði höndum fjöl­miðla. Talið er að Apple muni svipta hul­unni af Mac pro borð­tölv­unni sem hefur lengi verið í þró­un. Mac pro eru mjög öfl­ugar tölvur með fyr­ir­tæki í huga eins og kvik­mynda­fram­leið­end­ur, tölvu­leikja­fram­leið­endur eða AR/VR­-efn­is­fram­leið­end­ur. Sam­hliða því verður skjár kynnt­ur, fyrir Mac pro tölvur (og í þeim verð­flokki). Skjár­inn er tal­inn vera 31,6 tommur og með 6K upp­lausn. Hann verður EKKI ódýr.



Mynd: Apple

Heim­ild­ir:

https://9to5mac.com/2019/05/28/i­os-13-screens­hots-d­ark-mode-more/

https://9to5mac.com/2019/05/31/wwdc-2019-roundup/



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk