Samantekt af WWDC 2019

Atli Stefán Yngvason fer yfir lykilræðuna á tækniráðstefnunni WWDC.

WWDC 2019
WWDC 2019
Auglýsing

Apple mun upp­færa stýri­kerfi sín í haust, í kjöl­far sölu á nýjum sím­um. Haldin var yfir tveggja tíma lyk­il­ræða í vik­unni til að sýna hverju stýri­kerfin eiga von á. Þrjár stærstu frétt­irnar eru inn­skrán­ing með App­le, Mac Pro tölvan og Dark Mode.

iOS 13 - Dökkt við­mót og app upp­færslur

Apple kynning vor 2019iOS er nú stýri­kerfi iPhone síma og iPod touch (sem var verið að upp­færa), en ekki lengur fyrir iPad spjald­tölv­ur. Stærsta breyt­ingin er undir húdd­inu og verður iOS13 mun hrað­ara en iOS12. FaceID til dæmis verður 30% hrað­ara en áður. Tæki frá iPhone 6S og iPad Air 2 munu upp­færslu í iOS13.

Næst stærsta breyt­ingin er að hægt verður að velja á milli tveggja við­móta: Það klass­íska ljósa og hið nýja dökka við­mót. Dökk við­mót hafa verið vin­sæl og í fyrra bauð Apple upp á „dark mode“ fyrir Mac-­tölv­ur. Mörgum finnst dekkri við­mót vera þægi­legri fyrir augun og með OLED-skjám er hægt að ná niður raf­magns­notkun tæk­is­ins með dekkri pixlum ólíkt LCD-skjám.



Auglýsing


iOS öpp frá Apple fá veg­legar upp­færsl­ur. Rem­ind­ers fær nýtt við­mót þannig hægt er að for­gangs­raða verkum betur með tíma og flögg­un. Maps fá mun nákvæm­ari kort og betri götu­sýn (vitum ekki hvort Ísland fái það).

Apple kynning vor 2019

Mail fær loks­ins að breyta letri og sniði pósta og mun styðja Rich Text Formatt­ing. Notes fær nýtt yfir­lit yfir glósur fyrir betri yfir­sýn. Safari getur svo stillt sig fyrir hvern vef og fær nú fullar útgáfur af vefjum á iPad. iMessage fer enn nær Whatsapp og nú verður hægt að setja prófíl-­mynd.

Memoji stickers

Apple kynning vor 2019Þau sem nota Memoji (svipað Bit­moji) með iPhone X eða iPhone XS, fá nú sjálf­krafa lím­miða­pakka.

Skaut­aðu á lykla­borð­inu

Það verður loks­ins hægt að skauta („swipe-a“) orð á lykla­borð­inu með Quick­Path, sem hefur lengi verið í boði með Swift­Key eða GBo­ard lykla­borð­un­um. Þannig er hægt að mynda orð á skjótan máta með því að draga putt­ann yfir þá stafi sem mynda orð­ið. Lykla­borðið giskar svo á hvaða orð þú reyndir að draga út frá sam­hengi og fyrri notk­un. Nokkuð snið­ugt, og mjög hratt.



iPa­dOS nú sér­stakt stýri­kerfi

Apple kynning vor 2019

iPad spjald­tölv­urnar hafa verið að fá aukna áherslu frá Apple og er Pro-línan þeirra hægt og rólega að nálg­ast far­tölvur í getu. Apple ætlar greini­lega að leggja enn meiri áherslu á iPad og fá spjald­tölv­urnar nú sitt eigið stýri­kerfi: iPa­dOS. Nýj­ungar í ár eru mikið til á skjá­borðum (sc. Það verður loks­ins í boði að setja tól (wid­get) á skjá­borð).

Apple kynning vor 2019

Slide-over eig­in­leik­inn kemur öppum til hliðar í nettri stiku til að auð­velda fjöl­verk­un.

Apple kynning vor 2019

Penn­inn fær nýja tólastiku með nýju útliti og töl­um. En lasso-tólið fékk að fjúka.

Apple kynning vor 2019

Með Side car verður hægt að varpa skjánum af Mac-­tölvum yfir á iPad og nota spjald­tölv­una sem teikni­borð með App­le-penn­an­um.

Undo, redo, copy og paste fá snertiflýti­að­gerðir sem virka alls staðar í stýri­kerf­inu. Not­ast er við þriggja fingra snertiflýti­að­gerð til að fram­kvæma þær aðgerð­ir. Það verður hægt að draga bendil­inn á auð­veld­ari máta, og velja svo texta með því að draga yfir hann með putt­anum (þarft ekki lengur að halda putt­anum yfir og bíða eftir stækk­un­ar­gler­in­u). Það verður líka hægt að velja eitt orð með því að ýta tvisvar á það og velja setn­ingu með því að ýta þrisvar á hana.

Þetta er risa­stór upp­færsla fyrir iPad sem gerir spjald­tölv­urnar enn öfl­ugri. Stýri­kerfið fær flýti­lykla í gegnum það allt, mun styðja allar let­ur­gerðir og skrá­ar­kerfið (fi­les) verður tekið á næsta stig.

WatchOS 6 bætir heil­brigði



Apple heldur áfram með „in­telli­g­ent guar­di­an“-hug­takið og bætir við nýjum eig­in­leikum til að fylgj­ast með og bæta heilsu. Ný öpp koma fyrir tíð­ar­hringi (Cycles) og lyfja­inn­töku (Dos­e). Hávaða­mælir verður í boði sem varar þig hávaða sem getur skemmt heyrn. En stærsta fréttin hér er að Apple Watch fær nú sína eigin app-versl­un. Apple hefur líka gert mikið til að auð­velda þriðja aðila að þróa fyrir úrið og fara nú von­andi almenni­leg öpp að koma frá Spotify eða Audi­ble.

Apple kynning vor 2019

Apple TV fyrir alla fjöl­skyld­una



tvOS stýri­kerfið mun loks­ins styðja marga not­endur innan heim­il­is, eins og við þekkjum af Net­fl­ix. Apple TV mun geta tengst Xbox og Playsta­tion 4 fjar­stýr­ingum fyrir tölvu­leikja­spil­un. Það verður svo haugur af nýjum bak­grunn­um, meðal ann­ars einn neð­an­sjáv­ar.

Apple kynning vor 2019

MacOS fær fleiri öpp af iOS og iTu­nes deyr

Apple kynning vor 2019

MacOS Catal­ina fær fullt af nýjum öpp­um, en eitt hætt­ir. Umdeilda appið iTu­nes fær að fjúka, og koma ný öpp í stað­inn. Apple Music fyrir tón­list, TV appið fyrir vidjó­leig­una, Podcast appið fyrir hlað­varp og Finder tekur að sér það sem teng­ist iPhone eða iPad. Not­es, Rem­ind­ers og Safari fá upp­færslur í takt við iOS13 upp­færsl­una. Screen time kemur svo á MacOS til að hjálpa þér að skilja notkun þína í tölv­unni. Apple Watch mun geta veitt heim­ildir eins og lyk­il­orð með því að tvísmella á hlið­ar­takk­ann á úrinu. Radd­stýr­ing fær svo risa­stóra upp­færslu fyrir þau sem eiga erfitt með að nota lykla­borð eða mýs.

Ný Mac Pro tölva og skjár

Mac Pro eru tölvur í dýr­ari kant­inum sem hafa verið hugs­aðar fyrir þá sem þróa flókin kerfi eða smíða hágæða efni (mynd­ir, mynd­bönd, tölvu­leik­ir). Apple gaf út síð­asta Mac Pro árið 2013, og er talið að hann hafi floppað sökum lélegrar hita­los­un­ar. Tölvan varð ein­fald­lega of heit og skjá­kortin brunnu reglu­lega yfir. Lítið var hægt að eiga við tölv­una, breyta og bæta. Nýja Mac Pro er allt öðru­vísi tölva og fer aftur ára­tug í hönnun í tölvu­turn­inn. Þetta er svaka­lega öflug tölva sem verður hægt að upp­færa í mörg ár með nýju inn­volsi. Tölvan mun lík­lega kosta í kringum milljón hér á landi og er hugsuð fyrir atvinnu­fólk.

Apple kynning vor 2019

Dis­play Pro XDR - besti skjár­inn?

Apple kynning vor 2019

Apple er ekk­ert að grín­ast með þennan skjá. Við­miðið þegar lagt var af stað var 43.000 doll­ara skjár frá Sony fyrir kvik­mynda­iðn­að­inn. Skjár­inn er með 6K upp­lausn, 1000-1600 NITS-birtu­stig, 1.000.000:1 í birtu­skilum og 32” skjá­flöt. Hann er skarp­ur, bjartur og stór. Hann sýnir bestu mögu­legu útgáfu af HDR af öllum skjám á mark­að­in­um. Bara stand­ur­inn kostar 999 doll­ara og skjár­inn kostar frá 4.990 doll­ara, eða nálægt milljón á Íslandi. Þessi skjár er fyrir mjög sér­hæfðan mark­hóp.

Inn­skrán­ing með Apple

Apple kynning vor 2019

Það hefur lengi verið hægt að skrá sig inn í öpp, vef­síður og önnur kerfi með Face­book eða Google. Apple leggur gríð­ar­lega mikla áherslu á per­sónu­vernd, og munu not­endur fá að velja hvort net­fangið þeirra fari áfram til þess aðila sem er verið að skrá sig. Einnig mun verður hægt að nota TouchID eða FaceID til að skrá sig inn á þeim tækjum sem bjóða upp á þær leið­ir.

Heim­ildir

https://www.apple.com/i­os/i­os-13-previ­ew/

https://www.theverge.com/2019/6/3/18644510/app­le-wwdc-2019-recap-top-­news-i­os-13-mac-pro-os-catal­ina-x­dr-ipa­dos-ann­ouncem­ents-sum­mar­y-up­dates

https://www.apple.com/ipa­dos/ipa­dos-previ­ew/

https://www.apple.com/­news­room/2019/06/t­vos-13-power­s-t­he-most-per­sona­l-cinemat­ic-ex­perience-ever/

https://9to5mac.com/2019/06/03/­sign-in-wit­h-app­le-requirem­ent/

https://www.apple.com/macos/catal­ina-previ­ew/

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar