Aðeins þeir hugrökkustu geta unnið Þríkrúnuna – Alonso vill vera næstur

Fernando Alonso ætlar að sleppa kappakstrinum í Mónakó og keppa í Indy 500 2017 í eltingaleik við goðsagnakenndan titil.

Graham Hill er sá eini sem hefur unnið þríkrúnuna. Fernando Alonso hyggist feta í fótspor hans.
Graham Hill er sá eini sem hefur unnið þríkrúnuna. Fernando Alonso hyggist feta í fótspor hans.
Auglýsing

Hvað ætli sé mesta afrek öku­þórs í kappakstri? Eru það sjö heims­meist­aratitlar Mich­ael Schumacher í For­múlu 1? Níu heims­meist­aratitlar Sebastien Loeb í rallakstri í röð eða níu heims­meist­aratitlar Val­entino Rossi á mót­or­hjóli? Þetta eru stór­kos­leg afrek sem verða hugs­an­lega aldrei bætt. En það er til afrek sem stundum gleym­ist þegar fólk telur titla og verð­laun. Þessi afrek falla öll í skuggan á þrí­krún­unni.

Það eru þrjú mót í heim­inum sem alla öku­menn dreymir um að vinna. Það eru Mónakó kappakst­ur­inn, sól­ar­hringsakst­ur­inn í Le Mans og Indi­ana­polis 500-­kappakst­ur­inn. Allt eru það stærstu við­burð­irnir í hverri móta­röð fyrir sig. Aðeins einum hefur tek­ist að vinna öll þrjú mótin á sinni lífs­leið; titil sem yfir­leitt er kall­aður Þrí­krún­an.

Þessi þrjú mót eru ein­stök hver á sinn hátt og gríð­ar­lega ólík. Þau bera hins vegar öll upp um þetta leyti árs, í lok maí og byrjun júní. Núna á sunnu­dag þræða For­múlu 1-öku­menn strætin í Mónakó og ofur­hugar handan Atl­ants­hafs­ins aka 200 sinnum yfir múr­stein­ana í Indi­ana­polis á tæp­lega 400 km/h. Helg­ina 13.-14. júní verður svo keppt í þolakstri í Le Mans í Frakk­landi.

Auglýsing

Það er þess vegna sem aðeins einn öku­þór hefur unnið Þrí­krún­una. Sá hét Gra­ham Hill, síð­hærður Breti sem ávalt bar þunnt yfir­vara­skegg, svona eins og til að halda í upp­runann. Hann bjó yfir þeim sér­staka hæfi­leika að geta beislað þrjósku sína og drif­kraft til að vinna sig ein­fald­lega upp á topp­inn. Þeir sem þekktu Gra­ham töldu hann alls ekki vera neinn nátt­úruta­lent þó hann hafi haft burði til að standa í hár­inu á Jim Clark og Jackie Stewart, sem báðir voru góð dæmi um menn sem fengu hæfi­leik­ana í vöggu­gjöf.

Hill sést hér á ferð niðri við höfnina í Mónakó á sjöunda áratugnum. Hill vann kappaksturinn alls fimm sinnum á ferlinum.

Á þeim tíma sem Hill ók (1958 til 1975) þótti það alls ekk­ert til­töku­mál þó bestu öku­menn heims, sem kannski kepptu í For­múlu 1, tækju þátt í öðrum móta­röð­um. Þessir menn höfðu það að atvinnu að aka kappakst­urs­bílum hraðar en aðr­ir, og það gerðu þeir nær allar helg­ar. Tími Hill var jafn­framt sá tími þar sem öryggi var aðeins smá­mál. Framan af þekkt­ist það varla bíl­arnir væru búnir örygg­is­belt­um.

Hann var aldrei tal­inn vera bestur eða lík­leg­astur til að vinna, þvert á móti var hann oft aðeins hepp­inn. Fyrsta heims­meist­ara­tit­il­inn í For­múlu 1 vann hann, þvert á allar spár, eftir að Jim Clark féll úr leik í síð­ustu keppn­inni.

Og Le Mans-­kappakst­ur­inn átti hann alls ekki að vinna, þegar hann tók þátt í þetta eina skipti árið 1972. Matra Simca-liðið skráði tvo bíla til leiks og vildi að heima­mað­ur­inn og ungst­irnið François Cevert ynni kappakst­ur­inn. Illa fór hins vegar fyrir Cevert þegar bíll­inn laskað­ist mikið undir hádegi í lok móts­ins, svo Hill vann.

Alonso heill­aður

Það var við þessar aðstæður sem Gra­ham Hill vann öll þrjú mót­in. Það þurfti hins veg­ar, rétt eins og í dag, ekki aðeins heppni heldur líka ákveðna aðlög­un­ar­hæfni. Mótin þrjú sem mynda þrí­krún­una eru í grunnin mjög ólíkar keppn­ir. En hvað er svona sér­stakt?

For­múlu 1 öku­þór­inn Fern­ando Alonso til­kynnti á dög­unum að hann myndi ekki taka þátt í For­múlu 1-kappakstr­inum í Mónakó í ár vegna þess að hann ætlar að keppa í Indy500-­mót­inu sama dag vestan Atlands­hafs­ins. Alonso er tvö­faldur heims­meist­ari í For­múlu 1 og hefur unnið Móna­kó­kappakst­ur­inn tvisvar á ferl­in­um, árin 2006 og 2007.

„Ég er búinn að vinna Móna­kó­kappakst­ur­inn tvisvar og það er eitt af mínum mark­miðum í kappakstri að vinna Þrí­krún­una,“ var haft eft­ir Alonso í Autosport á mið­viku­dag­inn.

„Það er gríð­ar­leg áskor­un, en ég er klár í þetta. Ég veit ekki hvenær ég ætla að taka þátt í Le Mans, en einn dag­inn langar mig að gera það. Ég er bara 35 ára. Ég hef nægan tíma.“

Alonso hefur ekið fyrir McLaren undanfarin ár og verið í basli, enda er bílvélin ekki góð.

Spán­verj­inn Alonso ekur fyrir McL­aren-liðið í For­múlu 1 en und­an­farin ár hefur liðið ekki átt góðu gengi að fagna. Honda-­vélar liðs­ins hafa verið gall­aðar og Alonso hefur kvartað sáran yfir því að þurfa að berj­ast um síð­asta stiga­sætið í kappök­strum í stað sig­urs.

Það þykir mjög óvana­legt að For­múlu 1-öku­þór skuli geta sagt sig frá keppni í einu móti – án þess að hann sé slas­aður – til þess eins að taka þátt í ann­ari móta­röð. Styrkt­ar­samn­ingar í öllum íþrótta­greinum eru orðnir gríð­ar­lega yfir­grips­miklir og hamlandi hvað þetta varð­ar.

Alonso hefur gripið tæki­færið til þess að smella einni rós til við­bótar í hatt­inn; Indy500 kappakst­ur­inn fer fram 28. maí 2017, sama dag og kappakst­ur­inn í Mónakó. Sól­ar­hringsakst­ur­inn fer svo fram í Le Mans um miðjan júní.

Monte Car­lo, Mónakó - 28. maí 2017

Brautin í Mónakó er enn gríðarlega erfið. Gagnrýnisraddir spurja hvers vegna slík braut sé enn á dagskrá í Formúlu 1, enda uppfyllir hún hvergi þær kröfur sem gerðar eru til nútíma kappakstursbrauta. Hér sést Kimi Räikkönen á hægja ferðina fyrir Rascasse-beygjuna í kappakstrinum í fyrra. (Mynd: EPA)

Í Mónakó gildir fágun öku­þórs­ins og geta hans til að sigra vegrið­in. Ein mis­tök geta ekki þýtt annað en árekstur við girð­ing­arnar sem umlykja þröng strætin í Monte Car­lo. Í tíð Gra­ham Hill áttu öku­menn jafn­vel hættu á alvar­legum áverkum yrðu þeir fyrir óláni.

Fyrir þá sem fá tæki­færi til að keppa í Mónakó bíður þess vegna ekki auð­velt verk. Umstangið í kringum hið árlega For­múlu 1-mót er slíkt að öku­menn stíga oft örþreyttir upp í bíl­ana, eftir kok­teil­boð, tísku­sýn­ingar og mynda­tökur með kvik­mynda­stjörnum og boð í partí um borð í snekkj­unum í höfn­inni. Í kappakstr­inum sjálfum bíður enn meiri raun; Þeir þurfa að hend­ast á hátt í 300 km/h fram hjá lúx­us­hót­elum og snekkju­læg­inu, þar sem fólk stendur svo nálægt og veifar að öku­menn geta kannski greint andit þeirra.

Gra­ham Hill vann þetta mót fimm sinn­um, sem var met allt þar til Ayrton Senna vann sinn sjötta sigur í Mónakó 1993. Hill þótti hafa svo mikla yfir­burði í fursta­dæm­inu að hann var stundum kall­aður Mr. Monaco í bresku press­unni sem hafði (auð­vit­að) dálæti á hon­um.

Kappakst­ur­inn í Mónakó hefur verið hald­inn ár hvert síðan árið 1929, að stríðs­ár­unum und­an­skild­um. Brautin hlykkj­ast enn um sömu strætin þó þau hafi hnikast aðeins til með tíð og tíma.

Indy 500, Indi­ana­polis - 28. maí 2017

Indy 500-kappakstrinum er stundum líkt við Super Bowl-úrslitaleikinn í amerískum ruðningi vegna þess hversu stór sjónvarpsviðburður mótið er ár hvert.

Gríð­ar­legur fjöldi fólks sækir Indi­ana­polis 500-­kappakstr­ur­inn ár hvert. Vest­an­hafs er mótið stundum kallað Super Bowl kappakst­urs­ins, enda lang stærsti sjón­varps­við­burður árs­ins þar sem sýnt er frá kappakstri.

Í Indi­ana­polis er vítt til veggja, umhverfis spor­öskju­laga braut þar sem allar beygj­urnar eru til vinstri. Þar keppa líka mun fleiri en í Mónakó (á ráslín­unni árið 2015 voru 33 bílar) svo það eitt að lenda ekki í sam­stuði getur reynst flók­ið, sér­stak­lega fyrstu hring­ina.

Keppnin sjálf varir eins lengi og fremsta manni tekst að kom­ast yfir 500 míl­ur. Það gera nákvæm­lega 200 ferðir yfir múr­steina­röð­ina frægu þar sem köflótta flaggið fell­ur. Kappakst­ur­inn í ár mun að öllum lík­indum vara í tæpa þrjá klukku­tíma, svo það er auð­velt að sjá að öku­menn verða að temja ein­beit­ing­una sér­stak­lega umhverfis þessa ein­hæfu braut.



Gra­ham Hill keppti þrisvar í Indi­ana­polis en tókst aðeins einu sinni að klára. Það var í frumraun­inni þegar hann kom fyrstur í mark 1966. Strax í ræs­ingu varð mikið slys og stöðva þurfti kappakst­ur­inn í nokkra stund áður en öku­mönnum var gert að herða hug­ann og keppa. Á mín­útu 10 í mynd­band­inu hér að ofan má sjá slys­ið.

Keppt hefur verið umhverfis braut­ina í Indi­ana­polis nær óslitið síðan 1911, að stríðs­ár­unum und­an­skild­um. Fyrsta mótið stóð í tæpar sjö klukku­stund­ir.

Circuit de la Sarthe, Le Mans - 17. til 18. júní 2017

Le Mans-kappaksturinn er stærsti viðburður ársins í þolakstri í heiminum. Alla bílaframleiðendur dreymir um að koma bíl sínum fyrstum í mark í þessum kappakstri. (Mynd: EPA)

Sól­ar­hringsakst­ur­inn í Le Mans er mikil þol­raun fyrir öku­menn. Þar er ekið sér­smíð­uðum götu­bílum eftir þjóð­vegum í norð­an­verðu Frakk­landi. Mark­miðið er að koma sama bílnum fyrstum í mark þegar 24 klukku­stundir eru liðnar en það geta allt að þrír öku­þórar deilt sama bílnum í kappakstr­in­um.

Það getur því verið flókið fyrir kappakst­ursöku­þór sem er vanur því að sitja einn að sínum bíl að þurfa að deila tæk­inu með öðr­um. Til þess þarf hann að taka til­lit til hinna við upp­still­ingu og und­ir­bún­ing fyrir mót­ið, sem getur reynst erfitt.

Þegar Gra­ham Hill var ráð­inn til að aka fyrir Matra Simca árið 1972 var þar fyrir franskur öku­þór að nafni Henri Pescarolo sem leist alls ekki vel á þetta breska „snobb­hæsn“. Og það var stirt milli þeirra innan liðs­ins til að byrja með, en Hill tókst með frá­bærum og hetju­legum akstri í myrkri nótt­inni að sann­færa Pescarolo um ágæti sitt.



Akst­ur­inn í myrkr­inu er nefni­lega það sem hefur oft skorið úr um hver eigi eftir að vinna í Le Mans. Brautin liggur eftir löngum og ójöfnum vegi áður en Mulsann­e-beygj­urnar birt­ast skyndi­lega í ljós­skímunni frá bílnum sem nær aldrei nógu langt þegar ekið er á meira en 300 km/h.

Í mynd­band­inu hér að ofan má sjá braut­ina með augum öku­manns árið 1977, áður en henni var breytt líti­lega til að minnka hraða. Þegar ein mín­úta er liðin af mynd­band­inu er ekið eftir veg­inum til Mulsanne og þegar tæpar tvær mín­útur eru liðnar birt­ast Mulsann­e-beygj­urnar óvænt. Ímynd­aðu þér að aka þetta í myrkri.

Verður afrekið end­ur­tek­ið?

Það er ljóst af þessu að afburða hug­rekki þarf til að geta unnið Þrí­krún­una. Hug­rekkið þarf ekki aðeins að vera um borð í bílnum heldur einnig í ákvörð­un­ar­töku, því sé maður sig­ur­sæll í einni móta­röð er ekki þar með sagt að lukkan leiki við mann ann­ar­stað­ar.

Fleiri For­múlu 1-öku­menn tóku þátt í Indy 500 á tímum Gra­ham Hill. Hæfi­leika­menn eins og Clark og Stewart kepptu þar en þrátt fyrir það liðu nærri 40 ár þar til nokkrum öðrum tókst að vinna bæði Indy 500 og í Mónakó.

Það þykir hins vegar vera óvinn­andi verk fyrir nútíma öku­þór að vinna þrí­krún­una í dag. Mik­ill vöxtur varð í „open-wheel­er“ kappakstri vest­an­hafs á níunda og tíunda ára­tugn­um. Til marks um það sagði Nigel Mansell skilið við For­múlu 1 eftir að hafa orðið heims­meist­ari 1992 og keppti í IndyCar-­móta­röð­inni í Banda­ríkj­unum og varð meist­ari þar líka árið 1993.

Árið 1996 varð hins vegar klofn­ingur meðal þátt­tak­enda í IndyCar með þeim afleið­ingum að vin­sældir mótar­að­ar­innar og styrk­leiki minnk­aði gríð­ar­lega. Í dag hefur móta­röð­unum verið steypt aftur saman en sú nýja er alls ekki talin jafn öflug og áður. Það er því ólík­legt að öku­þór í IndyCar-­móta­röð­inni fái samn­ing hjá sig­ur­sælu liði í For­múlu 1, eins og málin standa nú.

Þá er auð­vitað ótalin sú stað­reynd að kappakstur nútím­ans er orð­inn of mark­aðsvæddur og flók­inn, auk þess sem sam­keppnin er orðin mun harð­ari en áður þekkt­ist. Það skal þó aldrei segja aldrei. Enn keppir einn öku­þór sem unnið hefur tvö mót af þrem­ur.

Juan Pablo Montoya varð meistari í IndyCar í Bandaríkjunum árið 2000. Það ár vann hann Indy 500-kappaksturinn en flaug til Evrópu árið 2001 til að keppa í Formúlu 1 fyrir Williams-liðið. Hann vann svo Mónakó kappaksturinn árið 2003. Hann snéri aftur til Bandaríkjanna tveimur árum síðar eftir að hafa brennt margar brýr að baki sér handan Atlantshafsins.

Það er Juan Pablo Montoya frá Kól­umbíu sem vann Indy 500-­kappakst­ur­inn í sinni fyrstu atrenu árið 2000. Árið 2003 vann hann í Móna­kó, þegar hann ók fyrir Willi­ams-liðið í For­múlu 1. Hann keppir nú í IndyCar og tekur þátt í Indy 500-­mót­inu á morg­un.

Fern­ando Alonso hefur tek­ist að brjóta mark­aðsvæð­ingu kappakst­urs­ins á bak aftur og nýtir sér aug­lýs­inga­samn­inga beggja vegna Atl­ants­hafs­ins til þess að láta draum­inn verða að veru­leika. Hann hefur hins vegar aðeins unnið einn kappakstur af þrem­ur. Það er því verk að vinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None