Hægt að sporna við lífsstílstengdum sjúkdómum með fræðslu áður en í óefni er komið

Sandra Sigurðardóttir safnar á Karolina Fund fyrir Berglindi Heilsumiðstöð. Markmið verkefnisins er að auka heilsulæsi almennings, að almenningur nái sem bestu lífsgæðum út lífið og að fjölga heilbrigðum æviárum Íslendinga.

Sandra Sigurðardóttir
Sandra Sigurðardóttir
Auglýsing

Sandra Sig­urð­ar­dóttir er íþrótta- og heilsu­fræð­ingur að mennt með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Sandra hefur meðal ann­ars unnið við þjálfun, kennslu og end­ur­hæf­ingu, en hug­myndin að Berg­lindi Heilsu­m­ið­stöð kvikn­aði einmitt þegar hún vann við end­ur­hæf­ingu og sá með eigin augum hversu fljótt ein­stak­lingar áttu það til að missa niður góðan árangur sem náð­ist í mark­vissu heilsu­átaki undir stjórn fag­fólks. Hug­mynd­ina vann hún síðan jafnt og þétt sam­hliða MBA-­námi sínu og er nú til­búin með hana á mark­að.

Berg­lind Heilsu­m­ið­stöð er fyr­ir­tæki sem veitir fjar­heil­brigð­is­ráð­gjöf sem felur í sér skimun, fræðslu og for­varn­ir. Þeim sem vilja styðja við verk­efnið er bent á að fara inn á karolina­fund.com.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin kvikn­aði þegar ég sá ein­stak­linga koma í end­ur­hæf­ingu eða mark­vissa þjálfun hjá fag­að­ilum og ná undra­verðum fram­för­um. Þegar sömu ein­stak­lingar komu síðan aftur í með­höndlun ári síðar voru margir þeirra því miður komnir í sama far­ið, eða voru jafn­vel í verra standi. búnir að missa niður þennan árangur og oft í verra standi heldur en áður en þeir komu inn. Ég sá að þarna var stór hópur fólks sem vant­aði stuðn­ings­net og eft­ir­fylgni til að aðlaga breyttar venjur að sínu dag­lega lífi. Ég sá það alltaf betur að það vantar að grípa ein­stak­linga fyrr, áður en í óefni er komið og vinna að því að fræða og vera með fleiri fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir.

Við Íslend­ingar erum heppnir að búa við jafn gott heil­brigð­is­kerfi og raun ber vitni, en við vitum að við getum gert bet­ur. Til að minnka álag á heilsu­gæslur lands­ins verðum við að vinna betur í for­vörnum og fræðslu til almenn­ings. Hægt er að sporna við frek­ari lífs­stílstengdum sjúk­dómum með skimun og fræðslu áður en í óefni er kom­ið. Það sem var svo vendi­punkt­ur­inn var COVID-19. Þá þurftum við allt í einu að hugsa öðru­vísi og í lausn­um. Skyndi­lega kunnu all flestir á fjar­funda­búnað og þá kom þessi loka­af­urð, fjar­heil­brigð­is­ráð­gjöf.“

Hvert er mark­mið verk­efn­is­ins?

„Mark­mið verk­efn­is­ins er að auka heilsu­læsi almenn­ings, að almenn­ingur nái sem bestu lífs­gæðum út lífið og við náum að fjölga heil­brigðum ævi­árum Íslend­inga. Það er svona grunn­ur­inn og það sem hug­mynda­fræðin gengur út á í stórum drátt­um. Við veitum fjar­heil­brigð­is­ráð­gjöf þar sem við­skipta­vinir hitta okkur í gegnum fjar­funda­búnað Kara Conn­ect. Við bjóðum upp á þrjár þjón­ustu­leið­ir. Skimun og ráð­gjöf, tíma­bundna eft­ir­fylgni og svo áskrift­ar­leið. Við­skipta­vin­ur­inn fær fullan aðgang að sínum per­sónu­lega ráð­gjafa á áskrift­ar­tíma­bil­inu. Við sendum út spurn­inga­lista sem við­skipta­vin­ur­inn skilar til okkar raf­rænt fyrir fyrsta við­talið og vinnum svo úr spurn­inga­list­anum áður en við­talið fer fram. Í við­tal­inu er ski­mað fyrir frek­ari áhættu­þáttum út frá svörun spurn­inga­list­ans með sam­tals­með­ferð. Nið­ur­stöður eru svo sendar að loknu við­tali og þeim fylgt eftir á fjög­urra vikna fresti með við­tali, sé áskrift­ar­leið val­in. Í nið­ur­stöðum er meðal ann­ars að finna ábend­ingar um þjón­ustu og með­ferð­ar­að­ila, ef þurfa þyk­ir, ásamt ráð­legg­ingum og ábend­ingum um þjón­ustu- og stuðn­ings­úr­ræði sem við­kom­andi kann að eiga rétt á. Með þessu erum við ekki ein­ungis að þjón­usta höf­uð­borg­ar­svæðið heldur allt land­ið.

Ótrú­legt en satt þá er meðal ævi­lengd Íslend­inga 82,5 ár, en með­al­ævi­lengd Íslend­inga við góða heilsu er ekki nema 69 ár. Þarna sjáum við að við lifum rúm 13 ár við slæma heilsu, árin sem við erum einmitt að hætta að vinna, fara á líf­eyri og njóta lífs­ins. Við þurfum eitt­hvað að breyta þessu, það er alveg klárt mál. Lýð­heilsu­stöð hefur einnig skoðað hreyf­ing­ar­leysi og gerði rann­sókn þar sem fram kom að beinn kostn­aður Íslenska rík­is­ins vegna kyrr­setu nemur um 4,7 til 4,9 millj­örðum árlega.

Berg­lind Heilsu­m­ið­stöð er með teymi sem hefur fundið lausn og vill leggja lóð sín á vog­ar­skál­arnar og aðstoða fólk. Við brennum fyrir lýð­heilsu almenn­ings og viljum aðstoða fólk að ná og við­halda góðri lík­am­legri-, and­legri- og félags­legri heilsu.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk