Hægt að sporna við lífsstílstengdum sjúkdómum með fræðslu áður en í óefni er komið

Sandra Sigurðardóttir safnar á Karolina Fund fyrir Berglindi Heilsumiðstöð. Markmið verkefnisins er að auka heilsulæsi almennings, að almenningur nái sem bestu lífsgæðum út lífið og að fjölga heilbrigðum æviárum Íslendinga.

Sandra Sigurðardóttir
Sandra Sigurðardóttir
Auglýsing

Sandra Sig­urð­ar­dóttir er íþrótta- og heilsu­fræð­ingur að mennt með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Sandra hefur meðal ann­ars unnið við þjálfun, kennslu og end­ur­hæf­ingu, en hug­myndin að Berg­lindi Heilsu­m­ið­stöð kvikn­aði einmitt þegar hún vann við end­ur­hæf­ingu og sá með eigin augum hversu fljótt ein­stak­lingar áttu það til að missa niður góðan árangur sem náð­ist í mark­vissu heilsu­átaki undir stjórn fag­fólks. Hug­mynd­ina vann hún síðan jafnt og þétt sam­hliða MBA-­námi sínu og er nú til­búin með hana á mark­að.

Berg­lind Heilsu­m­ið­stöð er fyr­ir­tæki sem veitir fjar­heil­brigð­is­ráð­gjöf sem felur í sér skimun, fræðslu og for­varn­ir. Þeim sem vilja styðja við verk­efnið er bent á að fara inn á karolina­fund.com.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin kvikn­aði þegar ég sá ein­stak­linga koma í end­ur­hæf­ingu eða mark­vissa þjálfun hjá fag­að­ilum og ná undra­verðum fram­för­um. Þegar sömu ein­stak­lingar komu síðan aftur í með­höndlun ári síðar voru margir þeirra því miður komnir í sama far­ið, eða voru jafn­vel í verra standi. búnir að missa niður þennan árangur og oft í verra standi heldur en áður en þeir komu inn. Ég sá að þarna var stór hópur fólks sem vant­aði stuðn­ings­net og eft­ir­fylgni til að aðlaga breyttar venjur að sínu dag­lega lífi. Ég sá það alltaf betur að það vantar að grípa ein­stak­linga fyrr, áður en í óefni er komið og vinna að því að fræða og vera með fleiri fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir.

Við Íslend­ingar erum heppnir að búa við jafn gott heil­brigð­is­kerfi og raun ber vitni, en við vitum að við getum gert bet­ur. Til að minnka álag á heilsu­gæslur lands­ins verðum við að vinna betur í for­vörnum og fræðslu til almenn­ings. Hægt er að sporna við frek­ari lífs­stílstengdum sjúk­dómum með skimun og fræðslu áður en í óefni er kom­ið. Það sem var svo vendi­punkt­ur­inn var COVID-19. Þá þurftum við allt í einu að hugsa öðru­vísi og í lausn­um. Skyndi­lega kunnu all flestir á fjar­funda­búnað og þá kom þessi loka­af­urð, fjar­heil­brigð­is­ráð­gjöf.“

Hvert er mark­mið verk­efn­is­ins?

„Mark­mið verk­efn­is­ins er að auka heilsu­læsi almenn­ings, að almenn­ingur nái sem bestu lífs­gæðum út lífið og við náum að fjölga heil­brigðum ævi­árum Íslend­inga. Það er svona grunn­ur­inn og það sem hug­mynda­fræðin gengur út á í stórum drátt­um. Við veitum fjar­heil­brigð­is­ráð­gjöf þar sem við­skipta­vinir hitta okkur í gegnum fjar­funda­búnað Kara Conn­ect. Við bjóðum upp á þrjár þjón­ustu­leið­ir. Skimun og ráð­gjöf, tíma­bundna eft­ir­fylgni og svo áskrift­ar­leið. Við­skipta­vin­ur­inn fær fullan aðgang að sínum per­sónu­lega ráð­gjafa á áskrift­ar­tíma­bil­inu. Við sendum út spurn­inga­lista sem við­skipta­vin­ur­inn skilar til okkar raf­rænt fyrir fyrsta við­talið og vinnum svo úr spurn­inga­list­anum áður en við­talið fer fram. Í við­tal­inu er ski­mað fyrir frek­ari áhættu­þáttum út frá svörun spurn­inga­list­ans með sam­tals­með­ferð. Nið­ur­stöður eru svo sendar að loknu við­tali og þeim fylgt eftir á fjög­urra vikna fresti með við­tali, sé áskrift­ar­leið val­in. Í nið­ur­stöðum er meðal ann­ars að finna ábend­ingar um þjón­ustu og með­ferð­ar­að­ila, ef þurfa þyk­ir, ásamt ráð­legg­ingum og ábend­ingum um þjón­ustu- og stuðn­ings­úr­ræði sem við­kom­andi kann að eiga rétt á. Með þessu erum við ekki ein­ungis að þjón­usta höf­uð­borg­ar­svæðið heldur allt land­ið.

Ótrú­legt en satt þá er meðal ævi­lengd Íslend­inga 82,5 ár, en með­al­ævi­lengd Íslend­inga við góða heilsu er ekki nema 69 ár. Þarna sjáum við að við lifum rúm 13 ár við slæma heilsu, árin sem við erum einmitt að hætta að vinna, fara á líf­eyri og njóta lífs­ins. Við þurfum eitt­hvað að breyta þessu, það er alveg klárt mál. Lýð­heilsu­stöð hefur einnig skoðað hreyf­ing­ar­leysi og gerði rann­sókn þar sem fram kom að beinn kostn­aður Íslenska rík­is­ins vegna kyrr­setu nemur um 4,7 til 4,9 millj­örðum árlega.

Berg­lind Heilsu­m­ið­stöð er með teymi sem hefur fundið lausn og vill leggja lóð sín á vog­ar­skál­arnar og aðstoða fólk. Við brennum fyrir lýð­heilsu almenn­ings og viljum aðstoða fólk að ná og við­halda góðri lík­am­legri-, and­legri- og félags­legri heilsu.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk