Heimildarmynd um fallna bróðurinn Fjölni Tattú

Fjölnir Geir Bragason, betur þekktur sem Fjölnir Tattú, lést seint á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Nú er unnið að gerð heimildarmyndar um hann sem hefur fengið nafnið „Better to be a Viking king!“ Safnað er fyrir gerð myndarinnar á Karolina Fund.

Fjölnir Geir Bragason
Auglýsing

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn og ljós­mynd­ar­inn Gaui H hefur verið að mynda síðan að hann var níu ára gam­all og fór í að gera tón­list­ar­mynd­bönd og heim­ild­ar­myndir fyrir fjórum árum síð­an. Hann er búsettur í Fær­eyjum ásamt unn­ustu sinni Marit­u,  og eiga þau saman fyr­ir­tækið Faroe Ice prod­uct­ions.  

Hann vinnur nú að gerð heim­ild­ar­myndar um ferðir Fjölnis Geirs Braga­son­ar, Fjölnis Tattú, til Fær­eyja í tengslum við FO Tatt­fest húð­flúr­há­tíð­ina sem kom á lagg­irnar þar í landi. Fjölnir lést í des­em­ber 2021 aðeins 56 ára að aldri. 

Auglýsing
Gaui H segir hug­mynd­ina á bak­við verk­efnið hafa kviknað árið 2018 þegar Fjölnir hringdi og bar undir hann hvort þeir ættu ekki að ráð­ast í verk­efn­ið. Útgangs­punkt­ur­inn var að horfa til þess hvernig hátíðin hefur breytt menn­ing­unni í Fær­eyj­um. „Við byrj­uðum að skjóta þá mynd 2018 og ætl­uðum að klára í ár. En svo féll hann frá og ég ákvað að breyta um stefnu og gera mynd sem heiðrar Fjölnir og það sem hann stóð fyrir með klippum sem ég á frá okkar ferða­lögum og einnig taka við­töl við vini og vanda­menn.“

Þema verk­efn­is­ins er ein­falt: ferða­lag Fjölnis í gegnum líf­ið. „Það var á pörtum ansi skraut­legt og alveg magnað hvað hann tók sér fyrir hend­ur. Mig hlakkar mikið til að setj­ast niður með fólki sem var honum næst og rifja upp sögur og festa þær á filmu!“

Gaui H segir að hann og Fjölnir hafi verið afar nánir vinir og frá árinu 2018, þar til Fjölnir lést í lok síð­asta árs, hafi þeir eytt ómældum tíma saman í að bralla og plana. „Hann kynnti mig fyrir núver­andi unn­ustu minni og eigum við saman lít­inn gaur sem að Fjölni hlakk­aði mikið til að hitta. En það tókst ekki þar sem að Fjölnir lést fljót­lega eftir fæð­ingu hans. En ég get sýnt syni mínum þessa mynd þegar að hann verður eldri og sagt honum sögur af þessum mikla manni sem að gerði svo mikið fyrir mig og fleiri. 

Mér finnst ég ekki geta hvílst fyrr en að þessi mynd er orðin að veru­leika, ekki bara fyrir mig heldur alla sem þekktu hann og elsk­uðu. Og það voru ansi marg­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk