Vinnur að heimildarmynd um baráttumanninn Hauk Hilmarsson

Leikstjóri heimildarmyndar um baráttumanninn Hauk Hilmarsson segist hafa ráðist í hópfjármögnun á verkinu vegna þess að hann sé ekki tilbúinn að samþykkja neina ritskoðun vegna útgáfu þess. Margt sem komi fram í myndinni sé umdeilt.

Sigguson poster.jpg
Auglýsing

Jón Grétar Sig­ríð­ar­son er kvik­mynda­gerð­ar­maður sem farið hefur lítið fyrir síðan hann útskrif­að­ist úr Kvik­mynda­skóla Íslands. Hann vinnur að heim­ild­ar­mynd í fullri lengd og fjallar um Hauk Hilm­ars­son og safnar fyrir gerð hennar á Karol­ina Fund.

Haukur var þekktur á Íslandi sem bar­áttu­maður fyrir rétt­indum hæl­is­leit­enda og sem ástríðu­fullur and­stæð­ingur fas­isma. Haukur er tal­inn hafa fallið í Sýr­landi í febr­úar árið 2018 þar sem að hann var að berj­ast fyrir Kúrda. 

Stefnt er á að hefja tökur í júní 2022 og ljúka þeim í ágúst sama ár. Áætlað er að myndin verði til­bú­inn í nóv­em­ber 2022 en myndin verður ein­göngu aðgengi­leg þeim sem styrktu söfn­un­ina á Karol­ina Fund fyrstu þrjá mán­uð­ina frá útkomu.

Jón Grétar segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað þegar hann gerði skóla­verk­efni hausti 2014. „Ég setti saman lista af fólki sem hafði haft mest áhrif á mig í líf­inu án þess að vera tengd mér fjöl­skyldu­böndum og var Haukur efstur á þeim lista. Eftir það var ekki aftur snúið og það kom ekk­ert annað til greina hjá mér en að gera stutta mynd um Hauk. Haukur hafði engan áhuga á því að vera mynd­aður eða að ég myndi gera ein­hvers­konar stutta mynd um hann í fyrstu en ein­hvern veg­inn náði ég að sann­færa hann um að gera þetta með mér. Við tókum þá ákvörðun mjög snemma að reyna að gera eitt­hvað meira en úr þessum tök­um. Hauki fannst það áhuga­verð hug­mynd að gera mynd sem fylgdi honum eftir og spann­aði ein­hverja ára­tug­i.“

Auglýsing
Hann segir erfitt að það hafi verið erfitt fyrir sig að gera þessa mynd um Hauk. „Ég byrj­aði ekki að alvöru fyrr en rúmi ári eftir frétt­irnar af frá­falli Hauks. Það er ekki síðan fyrr síð­asta sumar sem að ég loks­ins tókst að klára hand­ritið af mynd­inni. Þetta er mynd sem að mun svara fullt af ósvöruðum spurn­ingum um Hauk. Þrátt fyrir að ég hafi tekið upp við­tölin við hann rúm­lega þremur árum áður en hann hverfur í Sýr­landi að þá kemur það skýrt fram frá honum sjálfum af hverju hann fet­aði þennan far­veg og hvað það var sem brann innra með hon­um.“

Að sögn Jóns Grét­ars er helst ástæða þess að hann vill hóp­fjár­magna verk­efnið sú að hann er ekki til­bú­inn að sam­þykkja neina rit­skoðun þegar að kemur af því að gefa út þetta verk. „Haukur var alltaf gríð­ar­lega umdeildur og margt af því sem mun koma fram í mynd­inni er umdeilt. Ég hef þegar lagt allt sem ég get undir til þess að gera þessa mynd. Mér þykir gríð­ar­lega vænt um Hauk og myndin mun verða minn­is­varði frá mér til Hauks.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk