Vinnur að heimildarmynd um baráttumanninn Hauk Hilmarsson

Leikstjóri heimildarmyndar um baráttumanninn Hauk Hilmarsson segist hafa ráðist í hópfjármögnun á verkinu vegna þess að hann sé ekki tilbúinn að samþykkja neina ritskoðun vegna útgáfu þess. Margt sem komi fram í myndinni sé umdeilt.

Sigguson poster.jpg
Auglýsing

Jón Grétar Sig­ríð­ar­son er kvik­mynda­gerð­ar­maður sem farið hefur lítið fyrir síðan hann útskrif­að­ist úr Kvik­mynda­skóla Íslands. Hann vinnur að heim­ild­ar­mynd í fullri lengd og fjallar um Hauk Hilm­ars­son og safnar fyrir gerð hennar á Karol­ina Fund.

Haukur var þekktur á Íslandi sem bar­áttu­maður fyrir rétt­indum hæl­is­leit­enda og sem ástríðu­fullur and­stæð­ingur fas­isma. Haukur er tal­inn hafa fallið í Sýr­landi í febr­úar árið 2018 þar sem að hann var að berj­ast fyrir Kúrda. 

Stefnt er á að hefja tökur í júní 2022 og ljúka þeim í ágúst sama ár. Áætlað er að myndin verði til­bú­inn í nóv­em­ber 2022 en myndin verður ein­göngu aðgengi­leg þeim sem styrktu söfn­un­ina á Karol­ina Fund fyrstu þrjá mán­uð­ina frá útkomu.

Jón Grétar segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað þegar hann gerði skóla­verk­efni hausti 2014. „Ég setti saman lista af fólki sem hafði haft mest áhrif á mig í líf­inu án þess að vera tengd mér fjöl­skyldu­böndum og var Haukur efstur á þeim lista. Eftir það var ekki aftur snúið og það kom ekk­ert annað til greina hjá mér en að gera stutta mynd um Hauk. Haukur hafði engan áhuga á því að vera mynd­aður eða að ég myndi gera ein­hvers­konar stutta mynd um hann í fyrstu en ein­hvern veg­inn náði ég að sann­færa hann um að gera þetta með mér. Við tókum þá ákvörðun mjög snemma að reyna að gera eitt­hvað meira en úr þessum tök­um. Hauki fannst það áhuga­verð hug­mynd að gera mynd sem fylgdi honum eftir og spann­aði ein­hverja ára­tug­i.“

Auglýsing
Hann segir erfitt að það hafi verið erfitt fyrir sig að gera þessa mynd um Hauk. „Ég byrj­aði ekki að alvöru fyrr en rúmi ári eftir frétt­irnar af frá­falli Hauks. Það er ekki síðan fyrr síð­asta sumar sem að ég loks­ins tókst að klára hand­ritið af mynd­inni. Þetta er mynd sem að mun svara fullt af ósvöruðum spurn­ingum um Hauk. Þrátt fyrir að ég hafi tekið upp við­tölin við hann rúm­lega þremur árum áður en hann hverfur í Sýr­landi að þá kemur það skýrt fram frá honum sjálfum af hverju hann fet­aði þennan far­veg og hvað það var sem brann innra með hon­um.“

Að sögn Jóns Grét­ars er helst ástæða þess að hann vill hóp­fjár­magna verk­efnið sú að hann er ekki til­bú­inn að sam­þykkja neina rit­skoðun þegar að kemur af því að gefa út þetta verk. „Haukur var alltaf gríð­ar­lega umdeildur og margt af því sem mun koma fram í mynd­inni er umdeilt. Ég hef þegar lagt allt sem ég get undir til þess að gera þessa mynd. Mér þykir gríð­ar­lega vænt um Hauk og myndin mun verða minn­is­varði frá mér til Hauks.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk