Peningabólan, það sem gerist í glóandi hrauni og deilur um hvort tilgangurinn helgi meðalið

Kjarninn rekur einn dýnamískasta umræðuvettvang landsins þar sem ýmiskonar pistlar og skoðanagreinar birtast á hverju ári. Hér eru þeir tíu sem voru mest lesnir á árinu 2021.

pistlar2021old.jpg
Auglýsing

10. Hækkum rána: Rýnt í rök Við­ars

„Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.”  

Eiríkur Ari Eiríks­son svar­aði grein Við­ars Hall­dórs­sonar birt­ist í Kjarn­anum í febr­ú­ar.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

9. Rang­færslur Áslaugar Örnu um skatta

„Nið­­ur­­staðan er öll á sama veg og verið hafði frá 1993 til 2015. Skatt­­byrði lægstu og milli tekju­hópa stórjókst en skatt­­byrði þeirra allra tekju­hæstu lækk­­aði. [...] Þetta er hin raun­veru­­lega skatta­­stefna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í fram­­kvæmd. Skatta­­lækkun fyrir hina ríku og skatta­hækkun hjá öllum þorra almenn­ings – mest hjá þeim tekju­lægst­u.“

Stefán Ólafs­son skrif­aði í sept­em­ber að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ein­ungis lækkað skatta á hátekju­fólk á árunum 1990 til 2019.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

8. Ein­vera barns – ómann­úð­leg fram­koma við barn

„Mikið væri nú ágætt ef for­eldrar eða starfs­­fólk sem ekki vill láta svona verk­lag yfir börnin ganga þyrfti ekki að heyja bar­áttur við skóla­yf­­ir­völd. Við viljum geta treyst því að sér­­­kennslu­­stjór­­ar, skóla­­stjór­­ar, deild­­ar­­stjórar og allir sem koma að því að fræða for­eldra og starfs­­fólk leik­­skóla og skóla til að styrkj­­ast í hlut­verki sínu leiti ávallt að virð­ing­­ar­­rík­­­ustu og best rann­­sök­uðu leið­inni sem fær er hverju sinni. Við erum nú þegar búin að ákveða með lögum að börn eiga að njóta vafans. Tökum það alla leið, sem sam­­fé­lag sem hlúir að og gætir hags­muna barna á mik­il­væg­­ustu ævi­árum þeirra.“

Auglýsing
Guðrún Inga Torfa­dóttir og Perla Haf­þórs­dóttir skrif­uðu við­bragð við áætl­unum sér­kennslu­stjóra í fleiri en einum leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um með­höndlun nafn­greinds barns í júní.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

7. … uns sek er sönnuð

„Al­menn­ings­á­litið og opin­ber umræða um ein­­stök mál er sann­­ar­­lega ekki heppi­­leg máls­­með­­­ferð en nú er svo komið að margir brota­þolar og aðstand­endur þeirra sjá ekki aðra leið færa. #metoo frá­­sagnir eru í raun neyð­­ar­­réttur fólks sem kerfið og sam­­fé­lagið allt hefur brugð­ist.“

Mar­grét Tryggva­dóttir sagð­ist í júlí vilja lifa í sam­fé­lagi þar sem eng­inn sé fund­inn sekur uns sekt er sönnuð en þá verði líka að taka kyn­ferð­is­brot alvar­lega.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

6. Leigj­andi er sá sem kaupir íbúð fyrir annað fólk

„Leig­u­­mark­að­­ur­inn hefur þannig öll ein­­kenni okur­lána­­mark­að­­ar. Þetta er vett­vangur þar sem fólk auð­g­­ast á veikri stöðu með­­bræðra sinna. Og hið opin­bera blessar ástandið með því að vernda kerf­ið. Helstu aðgerðir þess eru að gefa leig­u­­sölum helm­ings afslátt af fjár­­­magnstekju­skatti og að greiða út hús­næð­is­bætur sem í reynd nið­­ur­greiða okur­­leig­una. Það eru hins vegar engin tak­­mörk á því hversu há leigan má vera, hversu mikið okrið er og hversu hart er gengið að lífs­af­komu leigj­enda.“

Guð­mundur Hrafn Arn­gríms­son og Yngvi Ómar Sig­hvats­son skrif­uðu grein í nóv­em­ber um hvað það þýðir að vera leigj­andi á Íslandi í dag.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

5. Af gervi­-­ör­yrkjum

„„Fjár­mála­ráð­herra veit nátt­úr­lega alveg af þessum gervi­-­ör­yrkjum og hefur því varað fólk við þeim sí og æ enda við­sjár­verð­ir,“ skrifar María Pét­urs­dóttir sem skiptar fyrsta sæti á lista Sós­í­alista­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. „Fólk getur verið á örorku en samt labbað upp að eld­fjall­inu, jafn­vel uppá Esj­una! Sumir benda meira að segja á þetta á Face­book en átta sig þó ekki á því endi­lega að það sé kannski allt í lagi með fæt­urna á fólki með geð­hvörf.“

María Pét­urs­dóttir skrif­aði grein í júlí um flókna stöðu öryrkja við þær aðstæður sem núver­andi kerfi skap­ar.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

4. Svar við bréfi Við­ars

„Við­­ar, þér urðu á mis­­tök. Öllum verða á mis­­tök. Í þess­­ari grein viljum við bara benda þér á þessi mis­­tök sem þú gerðir sem fræð­i­­mað­­ur. Stundum er hægt að leið­rétta þau en það er alltaf hægt að læra af þeim. Dóttir okkar er sér­­fræð­ingur í mis­­tök­um, hún veit að næsta skrefið er að við­­ur­­kenna þau fyrir sjálfum sér.“

Auglýsing
Enn var grein Við­ars Hall­dórs­son­ar, pró­fess­ors í félags­fræði, um heim­ild­ar­mynd­ina Hækkum rána, til­efni skrifa. For­eldrar stúlku sem æfði körfu­bolta hjá Brynj­ari Karli Sig­urðs­syni í nokkur ár svör­uðu henni í febr­ú­ar.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

3. Hvað ger­ist ef þú fellur í gló­andi hraun?

„​​En þó gló­andi hraunið gleypi þig ekki með húð og hári er harla ólík­­­legt að þú sleppir frá því lif­andi. Í stað þess að sökkva í hraunið kviknar ein­fald­­lega í þér. Gló­andi hraun er allt að 1250° heitt – meira en 10 sinnum heit­­ara en sjóð­andi vatn - og því munu vít­iseldar umvefja þig á örskots­stundu með þeim afleið­ingum að þú fuðrar upp. Það eina sem eftir stendur verður aska sem svo bráðnar og rennur saman við gló­andi hraun­ið. Game over.“

Eig­endur Icelandic Lava Show skrif­uðu hraun­mola á Kjarn­ann í kjöl­far þess að eld­gos hófst við Fagra­dals­fjall. 

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

2. Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið? 

„Það eru sumir sem eru þeirrar skoð­unar að börn í nútíma­­sam­­fé­lagi lifi í of mik­illi bómull, séu veik­­geðja og það þurfi að herða þau upp. Þrátt fyrir að sú skoðun geti verið rétt­­mæt þá er úrsér­­­gengin hug­­mynda­fræði um ein­hverja töffara­hörku og gam­al­­dags karl­­mennsku ekki rétta svar­ið. Það er vafa­­samt að gera til­­raunir á við­­kvæmum hópum eins og börn­­um. Börn eiga ekki að vera til­­rauna­­dýr fyrir slíkar hug­­mynd­­ir. Að taka upp þessar gömlu og úreltu þjálf­un­­ar­að­­ferðir í íþrótta­­þjálfun barna er í mínum huga eins og að for­eldrar myndu byrja að rass­skella börnin sín á nýjan leik til að halda uppi aga. Er þetta virki­­lega stefnan sem við viljum taka?“ 

Ein umdeildasta grein árs­ins á Kjarn­anum var skrifuð af Við­ari Hall­dórs­syni, pró­fessor í félags­fræði, um heim­ild­ar­mynd­ina Hækkum rána.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

1. Er stærsta pen­inga­bóla allra tíma að springa?

„Stóra spurn­ingin er ekki hvort heldur hvenær nið­­ur­­sveiflan kem­­ur. Verður hún lítil eða mikil eða mesta hrun allra tíma? Hversu lengi mun vöru­skort­­ur, umfram­eft­ir­­spurn og aðgerðir rík­­is­­stjórna og seðla­­banka duga til að halda þessu gang­andi og hvað þýðir þetta fyrir almenn­ing á Ísland­i. 

Þurfum við að verja okkur og getum við varið okk­­ur? 

Eða eigum við bara að sitja á hlið­­ar­lín­unni og bíða og sjá hvað ger­ist og vona það besta þegar kemur að því að deila út björg­un­­ar­bát­um, spenna greipar og vona að hags­muna­tengd stjórn­­völd setji fólkið í fyrsta sæti, í fyrsta sinn í sög­unni?

Eigum við að bíða og vera svo jafn jar­m­andi hissa á þessu öllu sam­an, jafn hissa og stjórn­­­mála­­fólkið og sér­­fræð­ingar fjár­­­mála­­kerf­is­ins verða þegar yfir­­vof­andi skellur dynur yfir? Og sætta okkur enn og aftur við að vera sett aft­­ast í röð­ina eftir björg­un­­ar­vestum sem verða allt of fá þegar frekasti og rík­­­asti minn­i­hlut­inn hefur tekið sitt?“

Mest lesna aðsenda grein árs­ins á Kjarn­anum var skrifuð af Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­manni VR, og birt­ist í byrjun nóv­em­ber. 

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk