Peningabólan, það sem gerist í glóandi hrauni og deilur um hvort tilgangurinn helgi meðalið

Kjarninn rekur einn dýnamískasta umræðuvettvang landsins þar sem ýmiskonar pistlar og skoðanagreinar birtast á hverju ári. Hér eru þeir tíu sem voru mest lesnir á árinu 2021.

pistlar2021old.jpg
Auglýsing

10. Hækkum rána: Rýnt í rök Við­ars

„Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.”  

Eiríkur Ari Eiríks­son svar­aði grein Við­ars Hall­dórs­sonar birt­ist í Kjarn­anum í febr­ú­ar.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

9. Rang­færslur Áslaugar Örnu um skatta

„Nið­­ur­­staðan er öll á sama veg og verið hafði frá 1993 til 2015. Skatt­­byrði lægstu og milli tekju­hópa stórjókst en skatt­­byrði þeirra allra tekju­hæstu lækk­­aði. [...] Þetta er hin raun­veru­­lega skatta­­stefna Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í fram­­kvæmd. Skatta­­lækkun fyrir hina ríku og skatta­hækkun hjá öllum þorra almenn­ings – mest hjá þeim tekju­lægst­u.“

Stefán Ólafs­son skrif­aði í sept­em­ber að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ein­ungis lækkað skatta á hátekju­fólk á árunum 1990 til 2019.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

8. Ein­vera barns – ómann­úð­leg fram­koma við barn

„Mikið væri nú ágætt ef for­eldrar eða starfs­­fólk sem ekki vill láta svona verk­lag yfir börnin ganga þyrfti ekki að heyja bar­áttur við skóla­yf­­ir­völd. Við viljum geta treyst því að sér­­­kennslu­­stjór­­ar, skóla­­stjór­­ar, deild­­ar­­stjórar og allir sem koma að því að fræða for­eldra og starfs­­fólk leik­­skóla og skóla til að styrkj­­ast í hlut­verki sínu leiti ávallt að virð­ing­­ar­­rík­­­ustu og best rann­­sök­uðu leið­inni sem fær er hverju sinni. Við erum nú þegar búin að ákveða með lögum að börn eiga að njóta vafans. Tökum það alla leið, sem sam­­fé­lag sem hlúir að og gætir hags­muna barna á mik­il­væg­­ustu ævi­árum þeirra.“

Auglýsing
Guðrún Inga Torfa­dóttir og Perla Haf­þórs­dóttir skrif­uðu við­bragð við áætl­unum sér­kennslu­stjóra í fleiri en einum leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um með­höndlun nafn­greinds barns í júní.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

7. … uns sek er sönnuð

„Al­menn­ings­á­litið og opin­ber umræða um ein­­stök mál er sann­­ar­­lega ekki heppi­­leg máls­­með­­­ferð en nú er svo komið að margir brota­þolar og aðstand­endur þeirra sjá ekki aðra leið færa. #metoo frá­­sagnir eru í raun neyð­­ar­­réttur fólks sem kerfið og sam­­fé­lagið allt hefur brugð­ist.“

Mar­grét Tryggva­dóttir sagð­ist í júlí vilja lifa í sam­fé­lagi þar sem eng­inn sé fund­inn sekur uns sekt er sönnuð en þá verði líka að taka kyn­ferð­is­brot alvar­lega.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

6. Leigj­andi er sá sem kaupir íbúð fyrir annað fólk

„Leig­u­­mark­að­­ur­inn hefur þannig öll ein­­kenni okur­lána­­mark­að­­ar. Þetta er vett­vangur þar sem fólk auð­g­­ast á veikri stöðu með­­bræðra sinna. Og hið opin­bera blessar ástandið með því að vernda kerf­ið. Helstu aðgerðir þess eru að gefa leig­u­­sölum helm­ings afslátt af fjár­­­magnstekju­skatti og að greiða út hús­næð­is­bætur sem í reynd nið­­ur­greiða okur­­leig­una. Það eru hins vegar engin tak­­mörk á því hversu há leigan má vera, hversu mikið okrið er og hversu hart er gengið að lífs­af­komu leigj­enda.“

Guð­mundur Hrafn Arn­gríms­son og Yngvi Ómar Sig­hvats­son skrif­uðu grein í nóv­em­ber um hvað það þýðir að vera leigj­andi á Íslandi í dag.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

5. Af gervi­-­ör­yrkjum

„„Fjár­mála­ráð­herra veit nátt­úr­lega alveg af þessum gervi­-­ör­yrkjum og hefur því varað fólk við þeim sí og æ enda við­sjár­verð­ir,“ skrifar María Pét­urs­dóttir sem skiptar fyrsta sæti á lista Sós­í­alista­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. „Fólk getur verið á örorku en samt labbað upp að eld­fjall­inu, jafn­vel uppá Esj­una! Sumir benda meira að segja á þetta á Face­book en átta sig þó ekki á því endi­lega að það sé kannski allt í lagi með fæt­urna á fólki með geð­hvörf.“

María Pét­urs­dóttir skrif­aði grein í júlí um flókna stöðu öryrkja við þær aðstæður sem núver­andi kerfi skap­ar.

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

4. Svar við bréfi Við­ars

„Við­­ar, þér urðu á mis­­tök. Öllum verða á mis­­tök. Í þess­­ari grein viljum við bara benda þér á þessi mis­­tök sem þú gerðir sem fræð­i­­mað­­ur. Stundum er hægt að leið­rétta þau en það er alltaf hægt að læra af þeim. Dóttir okkar er sér­­fræð­ingur í mis­­tök­um, hún veit að næsta skrefið er að við­­ur­­kenna þau fyrir sjálfum sér.“

Auglýsing
Enn var grein Við­ars Hall­dórs­son­ar, pró­fess­ors í félags­fræði, um heim­ild­ar­mynd­ina Hækkum rána, til­efni skrifa. For­eldrar stúlku sem æfði körfu­bolta hjá Brynj­ari Karli Sig­urðs­syni í nokkur ár svör­uðu henni í febr­ú­ar.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

3. Hvað ger­ist ef þú fellur í gló­andi hraun?

„​​En þó gló­andi hraunið gleypi þig ekki með húð og hári er harla ólík­­­legt að þú sleppir frá því lif­andi. Í stað þess að sökkva í hraunið kviknar ein­fald­­lega í þér. Gló­andi hraun er allt að 1250° heitt – meira en 10 sinnum heit­­ara en sjóð­andi vatn - og því munu vít­iseldar umvefja þig á örskots­stundu með þeim afleið­ingum að þú fuðrar upp. Það eina sem eftir stendur verður aska sem svo bráðnar og rennur saman við gló­andi hraun­ið. Game over.“

Eig­endur Icelandic Lava Show skrif­uðu hraun­mola á Kjarn­ann í kjöl­far þess að eld­gos hófst við Fagra­dals­fjall. 

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

2. Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið? 

„Það eru sumir sem eru þeirrar skoð­unar að börn í nútíma­­sam­­fé­lagi lifi í of mik­illi bómull, séu veik­­geðja og það þurfi að herða þau upp. Þrátt fyrir að sú skoðun geti verið rétt­­mæt þá er úrsér­­­gengin hug­­mynda­fræði um ein­hverja töffara­hörku og gam­al­­dags karl­­mennsku ekki rétta svar­ið. Það er vafa­­samt að gera til­­raunir á við­­kvæmum hópum eins og börn­­um. Börn eiga ekki að vera til­­rauna­­dýr fyrir slíkar hug­­mynd­­ir. Að taka upp þessar gömlu og úreltu þjálf­un­­ar­að­­ferðir í íþrótta­­þjálfun barna er í mínum huga eins og að for­eldrar myndu byrja að rass­skella börnin sín á nýjan leik til að halda uppi aga. Er þetta virki­­lega stefnan sem við viljum taka?“ 

Ein umdeildasta grein árs­ins á Kjarn­anum var skrifuð af Við­ari Hall­dórs­syni, pró­fessor í félags­fræði, um heim­ild­ar­mynd­ina Hækkum rána.

Lestu grein­ina í heild sinni hér. 

1. Er stærsta pen­inga­bóla allra tíma að springa?

„Stóra spurn­ingin er ekki hvort heldur hvenær nið­­ur­­sveiflan kem­­ur. Verður hún lítil eða mikil eða mesta hrun allra tíma? Hversu lengi mun vöru­skort­­ur, umfram­eft­ir­­spurn og aðgerðir rík­­is­­stjórna og seðla­­banka duga til að halda þessu gang­andi og hvað þýðir þetta fyrir almenn­ing á Ísland­i. 

Þurfum við að verja okkur og getum við varið okk­­ur? 

Eða eigum við bara að sitja á hlið­­ar­lín­unni og bíða og sjá hvað ger­ist og vona það besta þegar kemur að því að deila út björg­un­­ar­bát­um, spenna greipar og vona að hags­muna­tengd stjórn­­völd setji fólkið í fyrsta sæti, í fyrsta sinn í sög­unni?

Eigum við að bíða og vera svo jafn jar­m­andi hissa á þessu öllu sam­an, jafn hissa og stjórn­­­mála­­fólkið og sér­­fræð­ingar fjár­­­mála­­kerf­is­ins verða þegar yfir­­vof­andi skellur dynur yfir? Og sætta okkur enn og aftur við að vera sett aft­­ast í röð­ina eftir björg­un­­ar­vestum sem verða allt of fá þegar frekasti og rík­­­asti minn­i­hlut­inn hefur tekið sitt?“

Mest lesna aðsenda grein árs­ins á Kjarn­anum var skrifuð af Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­manni VR, og birt­ist í byrjun nóv­em­ber. 

Lestu grein­ina í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk