Glæpur í höfði manns, skattar, Davíð, Trump og klefamenning sem verndar ofbeldismenn

Árið 2021 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.

leiðararársins2021old.jpg
Auglýsing

5. Glæpur í höfði Páls Vil­hjálms­sonar

„Til að taka af allan vafa: það er eng­inn blaða­­maður til rann­­sóknar fyrir að hafa reynt að drepa skip­­stjóra, né fyrir að stela sím­­anum hans. Þetta er hug­­ar­­burður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaða­­mönnum sem komu að umfjöllun Kjarn­ans og Stund­­ar­innar um „skæru­liða­­deild­ina“ og RÚV fyrir að hafa opin­berað Namib­­íu­­mál Sam­herja fyrir rúmum tveimur árum. [...] Stað­­reyndir eru ekki teygj­an­­legt hug­­tak. Það má ein­fald­­­lega ekki segja hvað sem er, um hvern sem er, hvar sem bara vegna þess að ein­hver raðar röngum álykt­unum saman í fjar­­stæð­u­­kennda atburða­rás. Nauð­­syn­­legt er að finna stað­hæf­ingum sínum stað í raun­veru­­leik­an­­um.

Þar eiga stað­hæf­ingar Páls Vil­hjálms­­sonar engan sama­­stað.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

4. Ástæða þess að það er óvenju­legt þegar ríkur maður velur að greiða skatta á Íslandi

„Þess vegna er það svo óvenju­legt þegar maður eins og Har­aldur Þor­leifs­son ákveður í tíu sek­úndna sím­tali við eig­in­konu sína að borga alla skatt­anna sína til sam­fé­lags­ins sem hann telur sig skulda fyrir mennt­un, heil­brigð­is­þjón­ustu og annan stuðn­ing.

Skatt­arnir fara nefni­lega í að reka það sam­fé­lag og gefa fólki eins og Har­aldi, sem raun­veru­lega skap­aði verð­mæti en færði ekki bara pen­inga frá A til Tortóla, tækifæri.

Auglýsing

Við værum á mun betri stað ef fleiri nálg­uð­ust veru­leik­ann á sama hátt og hann.“

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

3. Fulln­að­ar­sigur skattsvik­ara

„Á meðan að við búum við allar þær gloppur sem til­greindar hafa verið hér, og þá sögu sem við eig­um, þá ætti öllu skyn­sömu fólki að vera ljóst að það þurfi að styrkja eft­ir­lits­stofn­an­ir, ekki veikja þær. Til­gang­ur­inn er að stuðla að jafn­ræði og auka traust almenn­ings á kerfum sam­fé­lags­ins. [...] Það er sann­ar­lega ekki ómerki­legur til­gang­ur. Þótt það sé rétt að fæstir séu óheið­ar­leg­ir, þá liggur fyrir að sumir eru það. Og það er barna­legt að halda öðru fram.“ 

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

2. Rit­stjóri sem elskar for­seta sem elskar múg sem elskar grunn­stoðir lýð­ræðis

Dag­inn eftir að Trump stýrði með upp­­lognum ásök­unum – sem stafa af sjúk­­legri sjálf­hverfu og særðu stolti en algjöru skeyt­ing­­ar­­leysi fyrir frelsi og lýð­ræði – endar leið­­ara­höf­undur Morg­un­­blaðs­ins skrif dags­ins á eft­ir­far­andi orð­um: „Sko hann.““

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

1. Klefa­menn­ing sem hyllir og verndar ofbeld­is­menn

„Guðni Bergs­son er ekki vanda­málið þótt hann hafi unnið hjá því í nokkur ár. Vanda­málið er ömur­leg klefa­menn­ing sem hyllir ofbeld­is­menn, lítur niður á konur og upp­hefur eitr­aða karl­mennsku. Hún hefur við­geng­ist í ára­tugi og á henni ber Guðni Bergs­son ekki einn ábyrgð. For­ysta íslenskrar knatt­spyrnu­hreyf­ingar í heild á stóra hlut­deild í henn­i.“ 

Lesið leiðar­ann í heild sinni hér. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk