Maður sem vildi borga skatta, félagsskipti fjölmiðlamanns, kynferðisbrot, bruni og veira

Mest lesnu fréttir ársins 2021 sýndu fjölbreytt áhugasvið lesenda. Kórónuveiran á fulltrúa en er ekki jafn fyrirferðamikil og árið á undan. Flestar mest lesnu fréttirnar eiga það sameiginlegt að þær snúast um hluti sem einhver gerði, ákvað eða fann fyrir.

fréttirársins2021old.jpg
Auglýsing

5. Seldi fyr­ir­tækið sitt til Twitter og ætlar að greiða alla skatta af söl­unni á Íslandi

Har­aldur Þor­­leifs­­son, stofn­andi Ueno, seldi fyr­ir­tækið til Twitter í byrjun árs. Skömmu síðar greindi hann frá því að allir skattar sem greiddir yrðu vegna söl­unnar yrðu greiddir á Ísland­i. 

Har­aldur sagði að hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að.“

Lestu frétt­ina í heild hér.

4. Aðal­steinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnu­staður fyrir mig eins og stend­ur“

Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, sem hafði verið lyk­il­­maður í teym­inu sem stendur að frétta­­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV, ákvað í apríl að hætta störfum hjá rík­is­miðl­in­um. Hann sagði að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að RÚV væri „ekki vinn­u­­staður fyrir mig eins og stend­­ur.“

Aðal­­­steinn sagð­ist ekki vera að fara í neinu fússi heldur að vand­­lega athug­uðu máli. „Löng­unin til að gera góðar fréttir er sann­­ar­­lega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjöl­miðlar sem geta veitt mér vett­vang til þess.“

Hann réð sig í kjöl­farið til starfa á Stund­inni.

Lestu frétt­ina í heild hér.

3. Gylfi Þór sagður til rann­sóknar fyrir meint kyn­ferð­is­brot gegn barni

Í júlí var greint frá því að Gylfi Þór Sig­­urðs­­son, skærasta knatt­­spyrn­u­­stjarna Íslands og leik­­maður Everton í ensku úrvals­­deild­inni, væri til rann­­sóknar hjá lög­­regl­unni í Manchester á Englandi vegna meints kyn­­ferð­is­brots gegn barni.

Auglýsing
Knatt­spyrnu­fé­lagið Everton stað­­festi að leik­­maður liðs­ins væri til rann­­sóknar og hefði verið sendur í leyfi frá lið­inu á meðan lög­­­reglu­rann­­sókn stæði yfir, en breskir fjöl­miðlar höfðu ekki nafn­­greint leik­­mann­inn og vísa til laga­­legra ástæðna.

Rann­sókn á máli Gylfa stendur enn yfir.

Lestu frétt­ina í heild hér.

2. „Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðslu­borð­ið“

Kjarn­inn ræddi við Vasile Tibor And­or, sem lifði elds­voð­ann á Bræðra­borg­ar­stíg af, í júní. Til­efnið var að dag­inn eftir átti að kveða upp dóm í mann­dráps­máli yfir mann­inum sem bar eld að hús­in­u. 

Tibor missti allt sitt í elds­voð­an­­um. Hann missti heim­ili sitt. Hann hlaut reyk­eitrun og bruna­sár. Það eru hins vegar afleið­ingar á hans and­­legu líðan sem hann glímdi enn við. 

Lestu frétt­ina í heild hér. 

1. Far­ald­ur­inn tekur U-beygju í Suð­ur­-Am­er­íku

Á fyrri hluta árs­ins var far­aldur COVID-19 einna verstur í Suð­­ur­-Am­er­íku. Í sumar og snemma í haust hafði hins vegar tek­ist að bólu­­setja stóra hluta margra þjóða álf­unnar og bæði smit og dauðs­­föll af völdum sjúk­­dóms­ins voru á hraðri nið­­ur­­leið. 

Bólu­­setn­ingin ein og sér skýrði það ekki og vís­inda­­menn klór­uðu sér í koll­inum um hver ástæðan væri.

Lestu frétt­ina í heild hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk