Maður sem vildi borga skatta, félagsskipti fjölmiðlamanns, kynferðisbrot, bruni og veira

Mest lesnu fréttir ársins 2021 sýndu fjölbreytt áhugasvið lesenda. Kórónuveiran á fulltrúa en er ekki jafn fyrirferðamikil og árið á undan. Flestar mest lesnu fréttirnar eiga það sameiginlegt að þær snúast um hluti sem einhver gerði, ákvað eða fann fyrir.

fréttirársins2021old.jpg
Auglýsing

5. Seldi fyr­ir­tækið sitt til Twitter og ætlar að greiða alla skatta af söl­unni á Íslandi

Har­aldur Þor­­leifs­­son, stofn­andi Ueno, seldi fyr­ir­tækið til Twitter í byrjun árs. Skömmu síðar greindi hann frá því að allir skattar sem greiddir yrðu vegna söl­unnar yrðu greiddir á Ísland­i. 

Har­aldur sagði að hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að.“

Lestu frétt­ina í heild hér.

4. Aðal­steinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnu­staður fyrir mig eins og stend­ur“

Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, sem hafði verið lyk­il­­maður í teym­inu sem stendur að frétta­­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV, ákvað í apríl að hætta störfum hjá rík­is­miðl­in­um. Hann sagði að eftir margra mán­aða umhugsun hafi hann kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að RÚV væri „ekki vinn­u­­staður fyrir mig eins og stend­­ur.“

Aðal­­­steinn sagð­ist ekki vera að fara í neinu fússi heldur að vand­­lega athug­uðu máli. „Löng­unin til að gera góðar fréttir er sann­­ar­­lega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjöl­miðlar sem geta veitt mér vett­vang til þess.“

Hann réð sig í kjöl­farið til starfa á Stund­inni.

Lestu frétt­ina í heild hér.

3. Gylfi Þór sagður til rann­sóknar fyrir meint kyn­ferð­is­brot gegn barni

Í júlí var greint frá því að Gylfi Þór Sig­­urðs­­son, skærasta knatt­­spyrn­u­­stjarna Íslands og leik­­maður Everton í ensku úrvals­­deild­inni, væri til rann­­sóknar hjá lög­­regl­unni í Manchester á Englandi vegna meints kyn­­ferð­is­brots gegn barni.

Auglýsing
Knatt­spyrnu­fé­lagið Everton stað­­festi að leik­­maður liðs­ins væri til rann­­sóknar og hefði verið sendur í leyfi frá lið­inu á meðan lög­­­reglu­rann­­sókn stæði yfir, en breskir fjöl­miðlar höfðu ekki nafn­­greint leik­­mann­inn og vísa til laga­­legra ástæðna.

Rann­sókn á máli Gylfa stendur enn yfir.

Lestu frétt­ina í heild hér.

2. „Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðslu­borð­ið“

Kjarn­inn ræddi við Vasile Tibor And­or, sem lifði elds­voð­ann á Bræðra­borg­ar­stíg af, í júní. Til­efnið var að dag­inn eftir átti að kveða upp dóm í mann­dráps­máli yfir mann­inum sem bar eld að hús­in­u. 

Tibor missti allt sitt í elds­voð­an­­um. Hann missti heim­ili sitt. Hann hlaut reyk­eitrun og bruna­sár. Það eru hins vegar afleið­ingar á hans and­­legu líðan sem hann glímdi enn við. 

Lestu frétt­ina í heild hér. 

1. Far­ald­ur­inn tekur U-beygju í Suð­ur­-Am­er­íku

Á fyrri hluta árs­ins var far­aldur COVID-19 einna verstur í Suð­­ur­-Am­er­íku. Í sumar og snemma í haust hafði hins vegar tek­ist að bólu­­setja stóra hluta margra þjóða álf­unnar og bæði smit og dauðs­­föll af völdum sjúk­­dóms­ins voru á hraðri nið­­ur­­leið. 

Bólu­­setn­ingin ein og sér skýrði það ekki og vís­inda­­menn klór­uðu sér í koll­inum um hver ástæðan væri.

Lestu frétt­ina í heild hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk