Hrund Hlöðversdóttir hefur átt þann draum frá því að hún var lítil að skrifa bók. Nú þegar
ævin er líklegast nokkurn vegin hálfnuð fannst henni kominn tími til að láta drauminn rætast.
Safnað er fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.
Hrund segir að hugmyndin að verkefninu hafi fyrst vaknað fyrir sjö árum síðan eða árið 2014, þegar hún fór ásamt nemendum og starfsfólki Hrafnagilsskóla í
göngu upp að Hraunsvatni í Öxnadal. „Þar er mikil náttúrufegurð þar sem Hraundrangarnir
tróna yfir manni. Á þessum tíma hafði ég verið að kynna mér þjóðsögur og lesið um álfa,
huldufólk, skrímsli og aðrar kynjaskepnur.
Eftir ferðina að Hraunsvatni fékk ég þá hugmynd að skrifa ungmennabók sem gerðist í
þessu ævintýralega umhverfi. Mig langaði til að nýta þjóðsagnaarfinn, ævintýraheiminn
sem hefur gengið mann fram af manni og tengja hann venjulegu fólki í raunheimum.
Bókin var skrifuð með hléum á tveggja ára tímabili en síðan þá hefur hún verið endurrituð
og betrumbætt nokkrum sinnum.“
sem margir trúa enn dag að séu til. „Barátta huldufólksins og skugga er barátta góðs og ills
sem er að finna víðsvegar um heiminn og einnig í sérhverri manneskju.
Bókin fjallar um Svandísi sem er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í
land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki
beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt
á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það
sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum
sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.“
Hrund segir að sagan sé líka óður til náttúrunnar, tónlistar og íslenskrar
þjóðmenningar. „Hún tengir saman nýja og gamla tíma, yngri kynslóðir við þær eldri. Hún
spennandi ævintýrasaga sem ungir jafnt sem gamlir ættu að hafa gaman að.“