Ofbeldisborgin sem fékk strætó

Höfuðborg Kólumbíu, Bogota, hefur tekið gríðarlega miklum greytingum á undanförnum árum. Eitt sinn var borgin alræmd fyrir glæpi, en nú er öldin önnur.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Enrique Peñalosa
Auglýsing

Þið hafið heyrt um sjón­varps­s­er­í­una Narcos, er það ekki? ­Ger­ist í Kól­umbíu árið 1992; meg­in­stefin eru ofbeldi, eit­ur­lyf og almenn ­spill­ing. Í lok síð­ustu aldar voru þetta lyk­il­orðin sem flestir tengdu við landið Kól­umbíu. Höf­uð­borgin Bogota var gjarnan kölluð ein af verstu borgum í heimi. Mitt í allri spill­ing­unni stóðu hins vegar upp tveir óháð­ir ­stjórn­mála­menn sem áttu eftir að breyta ásýnd og anda borg­ar­inn­ar. Það byrj­að­i allt á því að háskóla­rektor sýndi 2000 stúd­entum rass­inn. Bók­staf­lega.       

Síð­ustu helgi var annar af þessum tveimur verið kjör­inn ­borg­ar­stjóri á ný og hefur sögu­legt tæki­færi til að breyta borg­inni til­ batn­að­ar. Nú er nefni­lega sterkur með­byr í frið­ar­við­ræðum Kól­umbíu­stjórnar við FARC-­skæru­lið­ana. Á mið­viku­dag­inn var sam­þykkti Juan Santos, for­seti Kól­umbíu, vopna­hlé við FARC-­skæru­lið­ana. Í sept­em­ber var gert sam­komu­lag um rann­sókn og refs­ingar fyrir stríðs­glæpi, eitt af mörgum lyk­il­skrefum í átt að var­an­leg­um friði. Vonir standa til að með vor­inu ljúki þessu lengsta skæru­liða­stríð­i ­Suð­ur­-Am­er­íku, sem hefur staðið í ríf­lega hálfa öld.

Auglýsing


Santos Kól­umbíu­for­seti von­ast til­ að frið­ar­samn­ingar verði und­ir­rit­aðir í mars á næsta ári.

And­legur faðir Jóns Gn­arr

Aftur til Bogotá. Árið er 1993. Ant­anas Mockus er rektor í Uni­versi­da­d Nacional de Colombia. Örvænt­ing yfir þjóð­fé­lags­málum og ástandi háskól­ans veldur stöð­ugum óeirðum í háskól­an­um. Mockus stendur á svið­inu í aðal­sal há­skól­ans en það heyr­ist ekk­ert í honum fyrir ólát­um. Stúd­ent­arnir ætla enn einu sinni að búa hann niður af svið­inu.

Til þess að fá þögn varð hann að koma þeim í opna skjöld­u. Um kvöldið sýndu allar sjón­varps­stöðvar hvernig hann greip fum­laust um belt­is­sylgj­una, leysti niður um sig bux­urnar og glennti beran aft­ur­end­ann út í há­skóla­sal­inn. Mockus neydd­ist til að segja af sér eftir þetta.

Svo leið að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 1995. Almenn­ingur var ­bú­inn að fá nóg af spilltum stjórn­mála­mönnum og kosn­inga­lof­orðum sem eru orð­in tóm. Fólk vildi fá “el loco Ant­anas” sem borg­ar­stjóra.

Í kosn­inga­bar­átt­unni leidd­ist hann út í hópslags­mál í miðj­u­m ­kapp­ræðum og hopp­aði um borg­ina í ofur­hetju­bún­ingi og tíndi rusl. Það var kannski einmitt þetta sem gerði að fólk treysti hon­um. Hann var bara venju­legur mað­ur­, ekki hluti af fág­aðri og spilltri stjórn­mála­el­ítu.



Narcos dregur upp mynd af eit­ur­lyfja­hringnum Medellin og höf­uð­paurnum Pablo Esc­obar, alræmdasta Kól­umbíu­manni fyrr og síð­ar. Margt hefur breyst til batn­aðar í Kól­umbíu síð­an hann var og hét.

Trúðs­læti með­ al­var­legum und­ir­tóni

Mockus er stærð­fræð­ingur að mennt, heim­spek­ingur af ástríð­u og kenn­ari í eðli sínu. Hann not­aði næstu fjögur árin í að breyta því hvernig borg­ar­búar hugsa og haga sér. Hann vildi að fólk gerði sér bet­ur ­grein fyrir því að land­lægt ofbeldi og mann­skæð umferð ætti að all­nokkru leit­i rætur í hegðan almenn­ings.

Til að kenna bætta hegðun í umferð­inni réði hann lát­bragðs­leik­ara til að stjórna umferð­inni, hrósa þeim sem hegð­uðu sér vel og hæð­ast að þeim sem brutu regl­urn­ar. Háð og spé hefur sterk­ari fæl­ing­ar­mátt í Bogotá en umferð­ar­sekt­ir, sagði hann. Á nokkrum árum fækk­aði dauða­slysum í um­ferð­inni um helm­ing. Þegar vatns­skortur svarf að borg­inni bauð hann ­sjón­varps­fólki með sér í sturtu og ráð­lagði fólki að skrúfa fyrir vatnið meðan það ­setti sjampó í hár­ið. Vatns­veita borg­ar­innar segir að vatns­notkun hafi minnk­að um 40% eftir að fólk fór að huga að vatns­notk­un­inni.

Gjörn­ingur sem vek­ur til umhugs­unar

Hann skar upp herör gegn ofbeldi, sér­stak­lega heim­il­is­of­beldi. Sjón­varps­mynda­vél­arnar sýndu hann gefa börnum og full­orðnum „bólu­setn­ingu við ofbeld­i”. Allir fengu nokkra salt­vatns­dropa á tung­una. Þetta k­ann að hljóma eins og barna­legur gjörn­ing­ur, en aðal­at­riðið var að ná athygl­i ­fólks. Sjón­varps­mynda­vél­arnar voru mættar á stað­inn og frétta­stof­urnar send­u líka út orðin sem hann beindi til full­orð­inna um að draga djúpt and­ann áður en ­til­finn­ing­arnar leiddu fólk til ofbeld­is.



Heim­ild­ar­myndin Cities on Speed – Bogota Change lýsir því hvern­ig Ant­anas Mockus náði að hrífa borg­ar­búa í Bogotá með sér, frá rassa­sýn­ingum til­ gul­róta­lag­anna og ofbeld­is­bólu­setn­inga. Seinni hluti mynd­ar­innar fjallar um ­arf­taka hans, Enrique Peña­losa, sem nú er nýend­ur­kjör­inn borg­ar­stjóri.

Eitt það síð­asta sem hann gerði í emb­ætti var að biðla til­ ­rík­ari íbúa Bogotá um að borga 10 pró­sent auka­skatt af fúsum og frjálsum vilja. Margir hn­ussuðu og höfðu enga trú á til­tæk­inu en þurftu að éta hatt­inn sinn. ­Pen­ing­arnir streymdu inn, um tvær millj­ónir Banda­ríkja­dala, til marks um vin­sældir og til­trú fólks á borg­ar­stjór­an­um.

Harka­legt en á­hrifa­ríkt

Árið 1998 var komið að næsta hug­sjóna­manni í borg­ar­stjóra­stóln­um. Enrique Peña­losa tók við góðu búi, bæði fjár­hags­lega og ­sam­fé­lags­lega, eftir vit­und­ar­vakn­ingu Mockus­ar. Peña­losa byggði líka á heim­speki með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi, en nú véku gjörn­ingar og hug­vekjur Mockusar fyrir áþreif­an­legri and­lits­lyft­ingu.

Peña­losa vildi að borg­ar­skipu­lagið gef­i öllum borg­ar­búum jöfn tæki­færi. Í fátækra­hverfum Bogotá skorti hreint vatn og raf­magn. Skól­arnir gátu ekki tekið á móti öllum börn­um. Hann réðst til­ verks. Hann hlaut gagn­rýni fyrir að taka lóðir eign­ar­námi og rífa nið­ur­ ­bygg­ingar í fátækra­hverf­unum með stuttum eða engum fyr­ir­vara til að byggja betra hús­næði.

Þó má segja honum til tekna að hann hélt síður en svo hlífi­skildi yfir rík­um. Í miðri Bogotá gátu rík­ustu borg­ar­bú­arnir áður feng­ið að­gang að flennistórum einka­garði sem til­heyrði rík­manna­klúbbi. Þann garð tók Peña­losa ­eign­ar­námi, reif niður girð­ing­arnar og setti upp leik- og íþrótta­svæði til að al­menn­ingur gæti notið grænna svæða í miðri Bogotá

Borg þar sem hin­ir ­ríku taka strætó

Ásýnd borg­ar­innar hafði ekki breyst mikið í valda­tíð Mockusar, en nú tók hún stakka­skipt­um. Stærsti þyrn­ir­inn í augum Peña­losa var bíla­um­ferð­in. Hinir fátæk­ustu treysta á til­vilj­ana­kenndar einka­rekn­ar ­stræt­ó­ferð­ir, sem taka langan tíma því umferðin er svo þung. Mark­mið hans er “ekki að hinir fátæku geti keyrt um í bíl­um, heldur að hinir ríku séu til í að ­taka strætó”.

Aðal­um­ferð­ar­æð­unum var deilt upp. Þar sem áður var margra akreina haf af einka­bílum voru tvær akreinar í miðj­unni teknar und­ir­ hrað­strætó­kerfið Transmi­lenio. Strætó­arnir sátu ekki fastir í umferð­inni og far­þegar svifu milli borg­ar­hluta. Ferð sem áður tók rúma tvo tíma stytt­ist nú um rúman helm­ing. Kerfið hefur æ síðan verið ákaf­lega vin­sælt og hefur sífellt ­sprengt utan af sér allar umbætur og við­bæt­ur, með allt að einni og hálf­ri milljón not­enda á dag.

Við hlið bíla­um­ferð­ar­innar komu hjóla­hrað­braut­ir. Og það voru ekki krampa­kenndar til­raun­ir, með 200 metra hjóla­stíga­bútum á stangli, eins og þekk­ist í sumum borg­um. Ónei. Hann gekk ákveðið til verks og lét á þremur árum leggja 300 kíló­metra af hjóla­stígum með­fram aðal­um­ferð­ar­æð­u­m ­borg­ar­inn­ar.

Til að draga úr umferð á háanna­tímum setti hann upp kerfi, Pico y placa, þar sem fólki var bannað að keyra á háanna­tíma tvo daga í viku, til­ ­skiptis eftir síð­asta tölu­staf í bíl­núm­er­inu. Enn þann dag í dag má til dæm­is­ ekki keyra bíla með númer sem enda á 8 á háanna­tíma á mánu­dögum og fimmtu­dög­um. Þetta er ekki full­komið kerfi. Ríkir borg­ar­búar hafa kom­ist fram hjá því með­ því að eiga tvo bíla, svo þeir geti alltaf keyrt a.m.k. annan þeirra. En það dró veru­lega úr umferð fyrst eftir að það var kynnt.

2015: Peña­losa verð­ur­ ­borg­ar­stjóri á ný

Um nýliðna helgi voru sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Kól­umbíu og þar bar til tíð­inda að Peña­losa náð­i á ný kjöri sem borg­ar­stjóri í Bogotá. Síð­ustu tólf árin hef­ur vinstri­flokk­ur­inn Polo verið við völd og hvert spill­ing­ar­málið rakið ann­að. ­Síð­ustu fjögur árin hafa sex borg­ar­stjórar komið og far­ið, eftir að Samu­el Rojas var sviptur emb­ætti fyrir frænd­hygli og aðra spill­ingu.



Fyrir tveimur árum var Bogotá kosin versta borg ­Suð­ur­-Am­er­íku til að búa í, (þó það mat hafi síðar verið dregið í efa). Umferðin er verri en hún var og ­glæpa­menn eiga til að brjót­ast inn í bíla sem sitja fastir í umferð. Þó ­glæpa­tíðnin hafi lækkað veru­lega síðan í lok síð­ustu ald­ar, þá er hún­ enn há. Transmi­lenio strætó­arnir eru svo fullir að fólk sér vasa­þjófa stela eigum sínum en getur ekki að því gert því hend­urnar eru klemmdar með síð­um. Þá man fólk eftir Peña­losa og vonar að hann bjargi mál­um. Miðað við alla styrk­ina ­sem runnu í kosn­inga­sjóð hans frá bygg­inga­fyr­ir­tækj­um, þá búast lík­lega margir við stór­ræðum þegar hann kemur til valda aft­ur.

Mögu­lega friður í aug­sýn

Stóru góðu frétt­irnar í Kól­umbíu eru aug­ljós­lega frið­ar­við­ræður stjórn­valda við FARC skæru­lið­ana. Þær hafa gengið upp og ofan, eins og oft vill verða en for­set­inn er von­góður um að end­an­leg­t frið­ar­sam­komu­lag náist næsta vor. Það að kosn­ing­arnar hafi farið fram á frið­sælan hátt er mik­il­vægt út af fyrir sig. Það að öfga­hægri- og vinstri­menn hafi fengið lakt gengi eru líka góðar frétt­ir. Mögu­lega, og von­andi, stendur Peña­losa nú á ný með gullið tæki­færi í hönd­unum til að skapa góða, frið­sæla og örugga ­borg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None