Bjarni Benediktsson: Stór skref stigin við losun hafta í janúar

bjarni_benediktsson.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ­segir að losað geti verið um fjár­magns­höft í jan­ú­ar, þegar fyr­ir­hug­uð­u gjald­eyr­is­út­boði fyrir aflandskrónu­eig­endur er lok­ið. Strax að loknu útboð­in­u sé rétt að skýra frá næstu skrefum í losun hafta. „Við ætlum okkur að taka frek­ari stór skref og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru í for­gangi meðal þeirra sem þurfa að fá aflétt­ingu. Við opn­uðum fyrir 10 millj­arða króna fjár­fest­ingu hjá þeim í ár en ég myndi telja að það þurfi að minnsta kosti að tvö­falda þá fjár­hæð og kannski rúm­lega það sem allra fyrst og von­andi á næsta ári.

Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslu­jafn­að­ar­vand­ann vegna slita­bú­anna, og að því gefnu að útboðið tak­ist vel, þá er ekk­ert í ytra umhverf­inu sem kallar á höft fyrir íslenska hag­kerf­ið. Þvert á móti. Það er mik­il­vægt að stjórn­völd sýni sjálfs­traust og trú á hag­kerfið þegar verið er að stíga skref af þessum toga. Ef maður opnar litla rifu er verið að segja að maður ótt­ist að margir muni reyna að þrýsta sér út. Ef maður opnar dyrnar upp á gátt er verið að segja: Ég hef trú á stöð­u efna­hags­mála og ég hef vænt­ingar um að aðrir sjái mynd­ina sömu augum og ég“. Þetta kemur fram í við­tali við Bjarna í Við­skipta­mogg­anum í dag.

 

Auglýsing

Þjóð­ar­hags­var­úð­ar­tæki til stað­ar, ekki frjálst flot

Upp­haf­lega stóð til að halda upp­boð á gjald­eyr­i aflandskrónu­eig­end­anna í októ­ber. Bjarni segir að það hafi lík­lega verið of ­metn­að­ar­fullt mark­mið með hlið­sjóð af nauð­syn­legum und­ir­bún­in­ingi og því að greiðslu­jafn­að­ar­mat Seðla­bank­ans lá ekki fyr­ir. „En nú er okkur ekk­ert að van­bún­aði að taka næstu skref í upp­boðs­mál­inu sem unnið er að sam­kvæmt ráð­gjöf ­pró­fess­ors Pauls Klemper­er, sem þykir vera sá fremsti í heim­inum við gerð ­upp­boðs­skil­mála. Strax að því afstöðnu finnst mér rétt að við skýrum frá því hvernig við tökum næstu skref.“

Varð­andi flot krón­unar segir Bjarni að það verði til staðar þjóð­ar­hags­var­úð­ar­tæki sem muni muni draga úr áhætt­u ­fyrir þjóð­ar­búið sam­fara spá­kaup­mennsku með gjald­mið­il­inn. „Þar er ég einkum að horfa til stórra afleiðu­við­skipta eða skamm­tíma­fjár­fest­inga vegna vaxta­mun­ar. Ég tel að fjár­málaum­hverfið muni sýna því fullan skiln­ing að eðli­legt sé að koma í veg fyrir að hægt sé að spila grimmt á vaxta­mun­inn eða ólíka þró­un ein­stakra gjald­miðla, með þeim hætti að það geti skaðað efna­hag­legan stöðugleika í land­inu. Það væri óábyrgt að grípa ekki til ráð­staf­ana til þess að sporna við slíku.

Mér finn­st þetta vera aðskildir hlut­ir: Almenn gjald­eyr­is­höft eins og við vorum með í gamla daga, síðan fjár­magns­höft eins og við höfum verið með núna án þess að hafa truflað veru­lega dag­legt líf alls almenn­ings í land­inu, og svo í þriðja lagi afnám slíkra fjár­magns­hafta en með ein­hvers konar þjóð­hags­var­úð­ar­tækj­u­m ­sem almenn­ingur og öll almenn við­skipta­starf­semi ætti að vera ósnert af.“ 

Sam­eig­in­leg­ur gjald­mið­ill gert stöð­una verri

Á lands­fund­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í októ­ber var sam­þykkt ályktun um að kanna ætti aðra ­mögu­leika en krónu sem fram­tíð­ar­gjald­mið­il. Í við­tal­inu í Við­skipta­Mogg­anum er ­Bjarni spurður hvort hann sé sam­mála því? „Þetta var ekki mik­il breyt­ing frá gild­andi ályktun og ég er ekki á móti því að kanna til full­s ­kost­ina í stöð­unni líkt og ályktað var um. En það verður að vera hlut­i um­ræð­unnar um gjald­mið­il­inn hver ávinn­ing­ur­inn hefur verið á und­an­förnum árum að hafa sjálf­stæðan gjald­miðil og sjálfs­á­kvörð­un­ar­vald um svo marga hlut­i. Hvernig hefði staða okkar verið á árinu 2008 ef við hefðum hvort tveggja ver­ið ­með evru og inni í nýja banka­reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins sem vildi hafa það þannig að evr­ópska fjár­mála­eft­ir­litið ætti síð­asta orð­ið? Við hefðum hvorki ­fengið nauð­syn­legan lánastuðn­ing án þess að sæta sam­evr­ópskum skil­yrð­um, né hefði það verið leyft að end­ur­reisa inn­lenda banka­kerfið ein­göngu. Það er alger­lega skýrt að evr­ópska fjár­mála­eft­ir­litið hefði aldrei sam­þykkt neyð­ar­lög­in, né það að við skild­um eftir inn­stæður í erlendum úti­búum við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins.

Með sam­eig­in­legan gjald­miðil að auki hefði þetta reynst okkur ban­vænn kok­teill á sínum tíma og við hefðum lent í verri stöðu en þeir sem áttu í mestum erf­ið­leikum í hrun­inu 2008-2009. Með því að vera með fullt vald yfir­ end­ur­reisn banka­kerf­is­ins og okkar eigin gjald­mið­il, þá gátum við tek­ið á­kvörðun um það að rík­i­s­væða ekki skuldir einka­að­ila, láta gjald­mið­il­inn tapa verð­gildi, setja á fjár­magns­höft og end­ur­reisa banka­kerfið með þeim hætti sem við gerð­um, þ.e.a.s. að skera frá erlendu starf­sem­ina.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None