Evrópusambandið telur að þrjár milljónir flóttamanna muni freista þess að hefja nýtt líf í Evrópu árið 2017, og muni einkum koma frá stríðshrjáðum svæði í Sýrlandi, Írak, Afganistan og nágrannaríkjum. Talið er að hagvöxtur muni aukast um 0,2 til 0,3 prósent vegna þessa en fjöldin nemur því að íbúum í Evrópusambandsríkjum, sem eru ríflega 500 milljónir, muni fjölga um 0,6 prósent.
Þetta jafngildir því að um 8.220 flóttamenn muni leita til Evrópulanda á hverjum degi ársins 2017 með von um betra líf.
Breska ríkisútvarpið BBC segir í umfjöllun sinni um málið, að engar vísbendingar hafa komið fram um að straumur flóttamanna til Evrópu, ekki síst í gegnum löndin sem liggja að Miðjarðarhafinu og einnig ríki Austur-Evrópu, sé að minnka. Þvert á móti sé hann að aukast og miklar áhyggjur séu uppi víða í álfunni, vegna stöðunnar sem getur komið upp í vetur, þegar kalt verður úti.
Búist er við því að um fimm þúsund flóttamanna muni á hverjum degi koma til Grikklands frá Tyrklandi, á næstu mánuðum, einkum fólk sem er á flótta vegna stríðsins í Sýrlandi. Meira en ellefu milljónir manna, af um 22 milljóna heildaríbúafjölda, sé miðað við stöðu mála í lok árs 2014, eru nú á flótta. Ýmist utan eða innan Sýrlands.