Illugi hefur ekki lagt til að lífeyrisskuld verði lyft af RÚV

Mennta- og menningarmálaráðherra segir að hann muni leggja fram frumvarp um óbreytt útvarpsgjald. Morgunblaðið segir Illuga hafa lofað stjórnendum RÚV meiri peningum.

illugi
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, ætl­ar að leggja fram frum­varp á þingi um að útvarps­gjaldið verði óbreytt á næsta ári en hefur ekki lagt til að líf­eyr­is­skuld­bind­ingum verði lyft af Rík­is­út­varp­in­u (RÚ­V).

Hann getur þó ekki gefið vil­yrði um að útvarps­gjaldið verð­i ó­breytt þar sem fjár­veit­ing­ar­valdið sé hjá Alþingi.

Í skýrslu um RÚV, sem kynnt var fyrir viku síð­an, segir m.a. að ­á­ætl­anir RÚV, sem fyr­ir­tæk­ið vinnur eft­ir, geri ráð fyrir því að það fái hærra útvarps­gjald en gert er ráð ­fyrir í fjár­laga­frum­varpi árs­ins og að lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverf­i úr efna­hag RÚV. Gangi þessar for­sendur ekki eftir er rekstur RÚV eins og ­fyr­ir­tækið er rekið í dag ósjálf­bær.

Auglýsing

Hefur ekki lagt til að líf­eyr­is­skuld­bind­ingum verði lyft

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Ill­uga um hvort stjórn eða stjórn­endur RÚV hefðu fengið vil­yrði fyrir því frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu um að útvarps­gjald verði óbreytt og að lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga verði tekið yfir af rík­inu?

Í svari frá Sig­ríði Hall­gríms­dótt­ur, að­stoð­ar­manni Ill­uga, segir að ráð­herr­ann hafi lýst því yfir opin­ber­lega síð­ast­lið­ið vor að hann hygð­ist leggja fram frum­varp á þingi um að útvarps­gjaldið yrð­i ó­breytt á næsta ári. Síðan þá hafi hann ítrekað þá stefnu sína. „Ekk­ert vil­yrð­i er hægt að gefa, þar sem fjár­veit­ing­ar­valdið er hjá Alþingi. Mennta­mála­ráð­herra hefur ekki lagt til að líf­eyr­is­skuld­bind­ingum verði lyft af Rík­is­út­varp­inu, en hann hefur vakið athygli á því hversu þungur baggi sú skuld­bind­ing er á stofn­un­inn­i.“

Útvarps­gjaldið sem rennur að mestu til RÚV var lækkað um síð­ustu ára­mót, úr 19.400 krónum í 17.800 krón­um. Um næstu ára­mót á að lækka það aftur í 16.400 krón­ur, sam­kvæmt fram­lögðum fjár­lög­um. 

Bæði Vig­dís Hauks­dótt­ir, ­for­maður fjár­laga­nefndar og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður fjár­laga­nefndar og sam­flokks­maður Ill­uga, hafa sag­t op­in­ber­lega að þau séu á móti því að fallið verði frá fyr­ir­hug­aðri lækk­un út­varps­gjalds. Þau telja einnig að það sé ekki meiri­hluti á þingi fyrir þeirri að­gerð.

Morg­un­blaðið segir Ill­uga hafa gefið vil­yrði fyrir meira fé

Í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blað­inu í dag segir að við­mæl­endur blaðs­ins telji aug­ljóst að Ill­ugi hafi ­gefið Magn­úsi Geir Þórð­ars­syni útvarps­stjóra vil­yrði fyrir meira fjár­magn­i þegar hann tók við starfi útvarps­stjóra í jan­úar 2014. Þar segir að áætlað sé að tap á rekstri RÚV á næsta rekstr­ar­ári verði 54 millj­ónir króna. 

Stjórn RÚV sendir frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær þar sem því var hafnað að til standi að reka fyr­ir­tækið með halla á næsta ári. Þar seg­ir: "Fréttir Morg­un­blaðs­ins og mbl.is þess efn­is, sem birst hafa í dag eru ekki rétt­ar. Skýrt kemur fram í til­kynn­ingu RÚV til Kaup­hallar þann 30.októ­ber sl. að áætl­anir RÚV geri ráð fyrir rekstr­ar­af­gangi á yfir­stand­andi rekstr­ar­ári, rétt eins og á nýliðnu rekstr­ar­ári. [...]Ekki er gert ráð fyrir tapi í áætl­unum stjórnar og stjórn­enda RÚV. Vænt­ingar stjórnar byggjast, líkt og margoft hefur komið fram, á því að útvarps­gjald lækki ekki frekar á næsta ári sem er í sam­ræmi við það sem mennta­mála­ráð­herra hefur gefið fyr­ir­heit um. Gangi þau áform ráð­herra ekki eftir þá er ekki um annað að ræða en að skera niður þjón­ustu Rík­is­út­varps­ins til að tryggja halla­lausan rekst­ur. Því er rangt sem segir í fyr­ir­sögn Morg­un­blaðs­ins og mbl.is „Spá miklum halla á RÚV“.

Segja Ingva Hrafn hafa hætt vegna stuðn­ings­leysis

Í Morg­un­blað­inu var einnig haft eftir heim­ild­ar­manni blaðs­ins að Ingvi Hrafn Ósk­ars­son, sem hætti skyndi­lega sem for­maður stjórnar RÚV í upp­hafi viku, hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að „hann nyt­i ekki lengur nægj­an­legs stuðn­ings innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að fara þá leið í rekstri stofn­un­ar­innar sem marka átti með nýjum útvarps­stjóra“. Ingvi Hrafn var einn full­trúa Sjálftæð­is­flokks­ins í stjórn­inni.

Ingvi Hrafn og Guð­laug­ur Þór hafa áður tek­ist á opin­ber­lega um fjár­mál RÚV. Fyrir tæpu ári, þegar miklar ­deilur stóðu einnig yfir um fjár­mál RÚV, skrif­aði Ingvi Hrafn harð­orða grein í Morg­un­blaðið undir fyr­ir­sögn­inni „Rök­þrot þing­manns­ins?“ þar sem hann rést gegn ­full­yrðum Guð­laugs Þórs um fjár­mál RÚV.

Þar skrif­aði Ing­vi Hrafn m.a.: „Vand­inn er hins vegar sá að á und­an­förnum vikum hefur Guð­laug­ur ít­rekað ferið fram með stað­lausa stafi um fjár­mál Rík­is­út­varps­ins og beitt ­fyrir sig útúr­snún­ingum sem hvergi snerta kjarna máls­ins. Hann verður að sætta ­sig við að á það sé bent“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None