Ríkið sparaði sér 35 milljarða á ári - Óverðtryggð fjármögnun hagstæðari

Miklir almannahagsmunir eru í húfi þegar fjármögnun ríkissjóðs er annars vegar, og miklir fjármunir geta sparist ef réttar ákvarðanir eru teknar svið skuldastýringu.

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

Fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs hefði verið um 4 prósent meiri ef hann hann hefði fjármagnað sig með verðtryggðum ríkisbréfum, en þetta jafngildir 35 milljörðum króna miðað við núverandi verðlag, að því er fram kemur í sérriti með Markaðsupplýsingum sem Seðlabanki Íslands gaf út í dag.

Þessi niðurstaða byggir á rannsókn Kjartans Hanssonar, starfsmanns Lánamála ríkisins um hagkvæmni óverðtryggðrar ríkisbréfaútgáfu á árunum 2003 til 2014. Í rannsókninni var könnuð útkoman af því að hafa gefið út óverðtryggð bréf í stað verðtryggðra á árunum 2003 til 2014.

Orðrétt segir í niðurstöðuorðunum í sérritinu, að óverðtryggð útgáfa hafi verið ódýrari fyrir ríkissjóðs, en taka þurfi tillit til þess tímabils þar sem áhrifa gætti vegna hrunsins. 

„Niðurstaðan af þessari rannsókn er sú að óverðtryggðar útgáfur voru ódýrari fjármögnun fyrir ríkisjóð en ef þær hefðu verið verðtryggðar fyrir tímabilið 2003 til 2014 um sem nemur 35 ma.kr.á föstu verðlagi. Þegar tímabilið er brotið upp í tvö tímabil þ.e. 2003 til 2008 og 2008 til 2014 kemur í ljós að ábatinn af fyrra tímabilinu er 28 ma.kr. en 7 ma.kr. fyrir síðara tímabilið. Þessi niðurstaða er ekki í takt við ýmsar sambærilegrar erlendar rannsóknir sem hafa komist að öndverðri niðurstöðu. Hafa ber í huga að rannsóknin horfir í baksýnisspegilinn á tímabil sem hefur verið mjög sérstakt í sögu þjóðar og ber þá helst að nefna bankahrunið 2008. Verðbólgan sem kom í kjölfarið leiddi til þess að útistandandi óverðtryggðar útgáfur báru lægri raunvexti en verð- tryggðar útgáfur. Það er rétt að hafa í huga að þessi niðurstaða þýðir ekki endilega að óverðtryggðar útgáfur haldi áfram að vera hagkvæmari fjármögnunarleið fyrir ríkissjóð. Tíminn einn mun leiða það í ljós og því verður áhugavert að endurtaka þessa rannsókn eftir nokkur ár,“ segir í sérritinu.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None