Ríkið sparaði sér 35 milljarða á ári - Óverðtryggð fjármögnun hagstæðari

Miklir almannahagsmunir eru í húfi þegar fjármögnun ríkissjóðs er annars vegar, og miklir fjármunir geta sparist ef réttar ákvarðanir eru teknar svið skuldastýringu.

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

Fjár­mögn­un­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs hefði verið um 4 pró­sent meiri ef hann hann hefði fjár­magnað sig með verð­tryggðum rík­is­bréf­um, en þetta jafn­gildir 35 millj­örðum króna miðað við núver­andi verð­lag, að því er fram kemur í sér­riti með Mark­aðs­upp­lýs­ingum sem Seðla­banki Íslands gaf út í dag.

Þessi nið­ur­staða byggir á rann­sókn Kjart­ans Hans­son­ar, starfs­manns Lána­mála rík­is­ins um hag­kvæmni óverð­tryggðrar rík­is­bréfa­út­gáfu á árunum 2003 til 2014. Í rann­sókn­inni var könnuð útkoman af því að hafa gefið út óverð­tryggð bréf í stað verð­tryggðra á árunum 2003 til 2014.Orð­rétt segir í nið­ur­stöðu­orð­unum í sér­rit­inu, að óverð­tryggð útgáfa hafi verið ódýr­ari fyrir rík­is­sjóðs, en taka þurfi til­lit til þess tíma­bils þar sem áhrifa gætti vegna hruns­ins. 

„Nið­ur­staðan af þess­ari rann­sókn er sú að óverð­tryggðar útgáfur vor­u ó­dýr­ari fjár­mögnun fyrir rík­i­s­jóð en ef þær hefðu verið verð­tryggð­ar­ ­fyrir tíma­bilið 2003 til 2014 um sem nemur 35 ma.kr.á föstu verð­lag­i. Þegar tíma­bilið er brotið upp í tvö tíma­bil þ.e. 2003 til 2008 og 2008 til 2014 kemur í ljós að ábat­inn af fyrra tíma­bil­inu er 28 ma.kr. en 7 ma.kr. fyrir síð­ara tíma­bil­ið. Þessi nið­ur­staða er ekki í takt við ýms­ar ­sam­bæri­legrar erlendar rann­sóknir sem hafa kom­ist að önd­verðri ­nið­ur­stöðu. Hafa ber í huga að rann­sóknin horfir í bak­sýn­is­speg­il­inn á tíma­bil sem hefur verið mjög sér­stakt í sögu þjóðar og ber þá helst að ­nefna banka­hrunið 2008. Verð­bólgan sem kom í kjöl­farið leiddi til þess að útistand­andi óverð­tryggðar útgáfur báru lægri raun­vexti en verð- ­tryggðar útgáf­ur. Það er rétt að hafa í huga að þessi nið­ur­staða þýð­ir ekki endi­lega að óverð­tryggðar útgáfur haldi áfram að vera hag­kvæm­ari fjár­mögn­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð. Tím­inn einn mun leiða það í ljós og því verður áhuga­vert að end­ur­taka þessa rann­sókn eftir nokkur ár,“ segir í sér­rit­inu.

Auglýsing

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None