Meniga hefur samið við Santander Group bankann, einn stærsta banka evrusvæðisins, um viðskiptavinir bankans geti notað fjármálahugbúnað fyrirtækisins til að hafa betri stjórn á fjármálunum.
Um er að ræða stærsta samning í sögu Meniga. Santander er einn stærsti banki evrusvæðisins að markaðsvirði og er með starfsemi í tíu löndum í Evrópu og Suður- og Norður-Ameríku.
Meniga var stofnað árið 2009 og hefur vaxið hratt á starfstíma sínum og sótt nálægt 800 milljónum króna til fjárfesta, bæði innlendra og erlendra. Um 100 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, sem er með höfuðstöðvar sínar í Turninum í Kópavogi.
Yfir 25 milljónir einstaklinga í sextán löndum hafa nú aðgang að hugbúnaði bankans, en markmiðið með notkun búnaðarins er að hjálpa notendum að hafa stjórn á fjármálunum.
Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga, segir í viðtali við CNBC að fjármálaþjónusta á vefnum sé að ganga í gegnum miklar breytingar þessi misserin, og í þeim felist mikil tækifæri fyrir Meniga og þær lausnir sem fyrirtækið hefur fram að færa.
Hann sagði ítarlega frá stofnun Meninga á fundi í Háskóli Íslands, árið 2013, og talaði þar um að fyrirtækið væri eiginlegt afkvæmi efnahagshrunsins.