Sólfar Studios hefur náð sér í 280 milljón króna alþjóðlega fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika, og var stofnað í fyrra, fær fjármögnun frá norrænum og asískum fjárfestum.

Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Auglýsing

Sól­far Studi­os, íslenskt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir efni fyr­ir­ ­sýnd­ar­veru­leika, hefur náð sér í tveggja millj­óna evra, um 280 millj­óna króna, fjár­mögnun frá nor­rænum og asískum fjár­fest­um. Þetta er önn­ur fjár­fest­ingin sem fyr­ir­tækið nær í síðan að það var stofnað fyrir ári síð­an. Á meðal þeirra sem fjár­festu í þess­ari lotu eru Shanda Group, Tianqi­a­o Chen´s pri­vate invest­ment group, hinn íslenski Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins og finnsku ­sjóð­irnir VCs Inventure og Reaktor Ventures. Frá þessu var greint í dag á Slush ráð­stefn­unni sem nú stendur yfir í Finn­landi. Slush er alþjóð­leg ráð­stefna í leikja­iðn­aði og sýnd­ar­veru­leika.

Fyr­ir­tækið hafði þegar náð í 500 þús­und dali, um 65 millj­ónir króna, í engla­fjár­fest­ingu frá ýmsum aðil­um. Um helm­ingur þeirr­ar ­upp­hæðar kom frá inn­lendu fjár­fest­unum Investa og Vil­hjálmi Þor­steins­syni og hinn helm­ing­ur­inn frá erlendum aðil­um, aðal­lega frá­ F­inn­landi. Hluti engla­fjár­fest­anna tóku einnig þátt í þeirri fjár­mögn­un­ar­lotu sem nú er lok­ið.

Aftur í bíl­skúr­inn til að skapa sýnd­ar­veru­leika

For­svars­menn Sól­fars, þeir Reynir Harð­ar­son og Kjartan Pierre Emils­son, voru í við­tali við Kjarn­ann í apríl síð­ast­liðnum þar sem þeir sögðu frá Sól­far­s-verk­efn­inu. Þar kom fram að þeir Reyn­ir, sem var einn stofn­enda og list­rænn stjórn­andi CCP, Kjart­an, áður yfir­leikja­hönn­uður Eve Online og fram­kvæmda­stjóri CCP í Sjang­hæ árum sam­an, og Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, sem var yfir við­skipta­þróun hjá CCP, hafi ákveðið að hætta hjá íslenska ­tölvu­leikj­aris­anum og „fara aftur í bíl­skúr­inn“ sum­arið 2014.

Auglýsing

Í októ­ber 2014 ­stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Sól­far Studios sem fram­leiðir efni fyrir sýnd­ar­veru­leika. Flestir tengja sýnd­ar­veru­leika­bylt­ing­una við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíða­gler­augu sem færa not­endur inn í sýnd­ar­veru­leika­ver­öld. Það er erfitt að lýsa því með orðum fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu mik­il breyt­ing sýnd­ar­veru­leika­tól sem eru í þróun eru frá þeirri upp­lifun sem ­tölvu­leikja­not­endur fá við að spila leiki í dag. Auð­veld­ast er kannski að segja að spil­ar­anum líður eins og hann sé inni í leikn­um, í stað þess að vera að ­spila hann af skjá.

Það er að miklu að keppa. Grein­ing­ar­fyr­ir­tæki spá því að innan fárra ára verð­i ­sýnd­ar­veru­leika­leikja­mark­að­ur­inn 30-40 millj­arða dala mark­að­ur. Það ger­a 4.000-5.550 millj­arða króna. Fyr­ir­tæki þarf ekki stóran hluta af þeirri köku til að verða mjög arð­bært.

Í við­tal­inu greind­u þeir frá því að á teikni­borð­inu væri að ná í meira til að tryggja rekst­ur­inn næstu árin. Þeirri lotu er nú lok­ið.

Í gær greindi Sól­far Studios frá því að fyr­ir­tækið ætli, í sam­starfi við íslensku tækni­brellu­fyr­ir­tækið RVX, að bjóða upp á sýnd­ar­veru­leik­a­reynslu af því að vera á Ever­est-fjalli á helst­u ­sýnd­ar­veru­leika­vett­vanga á næsta ári. RVX vann meðal ann­ars tækni­brellur fyr­ir­ stór­mynd Baltasars Kor­máks, Ever­est, sem var frum­sýnd fyrr á þessu ári.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None