Sólfar Studios hefur náð sér í 280 milljón króna alþjóðlega fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika, og var stofnað í fyrra, fær fjármögnun frá norrænum og asískum fjárfestum.

Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Auglýsing

Sól­far Studi­os, íslenskt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir efni fyr­ir­ ­sýnd­ar­veru­leika, hefur náð sér í tveggja millj­óna evra, um 280 millj­óna króna, fjár­mögnun frá nor­rænum og asískum fjár­fest­um. Þetta er önn­ur fjár­fest­ingin sem fyr­ir­tækið nær í síðan að það var stofnað fyrir ári síð­an. Á meðal þeirra sem fjár­festu í þess­ari lotu eru Shanda Group, Tianqi­a­o Chen´s pri­vate invest­ment group, hinn íslenski Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins og finnsku ­sjóð­irnir VCs Inventure og Reaktor Ventures. Frá þessu var greint í dag á Slush ráð­stefn­unni sem nú stendur yfir í Finn­landi. Slush er alþjóð­leg ráð­stefna í leikja­iðn­aði og sýnd­ar­veru­leika.

Fyr­ir­tækið hafði þegar náð í 500 þús­und dali, um 65 millj­ónir króna, í engla­fjár­fest­ingu frá ýmsum aðil­um. Um helm­ingur þeirr­ar ­upp­hæðar kom frá inn­lendu fjár­fest­unum Investa og Vil­hjálmi Þor­steins­syni og hinn helm­ing­ur­inn frá erlendum aðil­um, aðal­lega frá­ F­inn­landi. Hluti engla­fjár­fest­anna tóku einnig þátt í þeirri fjár­mögn­un­ar­lotu sem nú er lok­ið.

Aftur í bíl­skúr­inn til að skapa sýnd­ar­veru­leika

For­svars­menn Sól­fars, þeir Reynir Harð­ar­son og Kjartan Pierre Emils­son, voru í við­tali við Kjarn­ann í apríl síð­ast­liðnum þar sem þeir sögðu frá Sól­far­s-verk­efn­inu. Þar kom fram að þeir Reyn­ir, sem var einn stofn­enda og list­rænn stjórn­andi CCP, Kjart­an, áður yfir­leikja­hönn­uður Eve Online og fram­kvæmda­stjóri CCP í Sjang­hæ árum sam­an, og Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, sem var yfir við­skipta­þróun hjá CCP, hafi ákveðið að hætta hjá íslenska ­tölvu­leikj­aris­anum og „fara aftur í bíl­skúr­inn“ sum­arið 2014.

Auglýsing

Í októ­ber 2014 ­stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Sól­far Studios sem fram­leiðir efni fyrir sýnd­ar­veru­leika. Flestir tengja sýnd­ar­veru­leika­bylt­ing­una við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíða­gler­augu sem færa not­endur inn í sýnd­ar­veru­leika­ver­öld. Það er erfitt að lýsa því með orðum fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu mik­il breyt­ing sýnd­ar­veru­leika­tól sem eru í þróun eru frá þeirri upp­lifun sem ­tölvu­leikja­not­endur fá við að spila leiki í dag. Auð­veld­ast er kannski að segja að spil­ar­anum líður eins og hann sé inni í leikn­um, í stað þess að vera að ­spila hann af skjá.

Það er að miklu að keppa. Grein­ing­ar­fyr­ir­tæki spá því að innan fárra ára verð­i ­sýnd­ar­veru­leika­leikja­mark­að­ur­inn 30-40 millj­arða dala mark­að­ur. Það ger­a 4.000-5.550 millj­arða króna. Fyr­ir­tæki þarf ekki stóran hluta af þeirri köku til að verða mjög arð­bært.

Í við­tal­inu greind­u þeir frá því að á teikni­borð­inu væri að ná í meira til að tryggja rekst­ur­inn næstu árin. Þeirri lotu er nú lok­ið.

Í gær greindi Sól­far Studios frá því að fyr­ir­tækið ætli, í sam­starfi við íslensku tækni­brellu­fyr­ir­tækið RVX, að bjóða upp á sýnd­ar­veru­leik­a­reynslu af því að vera á Ever­est-fjalli á helst­u ­sýnd­ar­veru­leika­vett­vanga á næsta ári. RVX vann meðal ann­ars tækni­brellur fyr­ir­ stór­mynd Baltasars Kor­máks, Ever­est, sem var frum­sýnd fyrr á þessu ári.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None