Sólfar Studios hefur náð sér í 280 milljón króna alþjóðlega fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika, og var stofnað í fyrra, fær fjármögnun frá norrænum og asískum fjárfestum.

Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Auglýsing

Sól­far Studi­os, íslenskt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir efni fyr­ir­ ­sýnd­ar­veru­leika, hefur náð sér í tveggja millj­óna evra, um 280 millj­óna króna, fjár­mögnun frá nor­rænum og asískum fjár­fest­um. Þetta er önn­ur fjár­fest­ingin sem fyr­ir­tækið nær í síðan að það var stofnað fyrir ári síð­an. Á meðal þeirra sem fjár­festu í þess­ari lotu eru Shanda Group, Tianqi­a­o Chen´s pri­vate invest­ment group, hinn íslenski Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins og finnsku ­sjóð­irnir VCs Inventure og Reaktor Ventures. Frá þessu var greint í dag á Slush ráð­stefn­unni sem nú stendur yfir í Finn­landi. Slush er alþjóð­leg ráð­stefna í leikja­iðn­aði og sýnd­ar­veru­leika.

Fyr­ir­tækið hafði þegar náð í 500 þús­und dali, um 65 millj­ónir króna, í engla­fjár­fest­ingu frá ýmsum aðil­um. Um helm­ingur þeirr­ar ­upp­hæðar kom frá inn­lendu fjár­fest­unum Investa og Vil­hjálmi Þor­steins­syni og hinn helm­ing­ur­inn frá erlendum aðil­um, aðal­lega frá­ F­inn­landi. Hluti engla­fjár­fest­anna tóku einnig þátt í þeirri fjár­mögn­un­ar­lotu sem nú er lok­ið.

Aftur í bíl­skúr­inn til að skapa sýnd­ar­veru­leika

For­svars­menn Sól­fars, þeir Reynir Harð­ar­son og Kjartan Pierre Emils­son, voru í við­tali við Kjarn­ann í apríl síð­ast­liðnum þar sem þeir sögðu frá Sól­far­s-verk­efn­inu. Þar kom fram að þeir Reyn­ir, sem var einn stofn­enda og list­rænn stjórn­andi CCP, Kjart­an, áður yfir­leikja­hönn­uður Eve Online og fram­kvæmda­stjóri CCP í Sjang­hæ árum sam­an, og Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, sem var yfir við­skipta­þróun hjá CCP, hafi ákveðið að hætta hjá íslenska ­tölvu­leikj­aris­anum og „fara aftur í bíl­skúr­inn“ sum­arið 2014.

Auglýsing

Í októ­ber 2014 ­stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Sól­far Studios sem fram­leiðir efni fyrir sýnd­ar­veru­leika. Flestir tengja sýnd­ar­veru­leika­bylt­ing­una við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíða­gler­augu sem færa not­endur inn í sýnd­ar­veru­leika­ver­öld. Það er erfitt að lýsa því með orðum fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu mik­il breyt­ing sýnd­ar­veru­leika­tól sem eru í þróun eru frá þeirri upp­lifun sem ­tölvu­leikja­not­endur fá við að spila leiki í dag. Auð­veld­ast er kannski að segja að spil­ar­anum líður eins og hann sé inni í leikn­um, í stað þess að vera að ­spila hann af skjá.

Það er að miklu að keppa. Grein­ing­ar­fyr­ir­tæki spá því að innan fárra ára verð­i ­sýnd­ar­veru­leika­leikja­mark­að­ur­inn 30-40 millj­arða dala mark­að­ur. Það ger­a 4.000-5.550 millj­arða króna. Fyr­ir­tæki þarf ekki stóran hluta af þeirri köku til að verða mjög arð­bært.

Í við­tal­inu greind­u þeir frá því að á teikni­borð­inu væri að ná í meira til að tryggja rekst­ur­inn næstu árin. Þeirri lotu er nú lok­ið.

Í gær greindi Sól­far Studios frá því að fyr­ir­tækið ætli, í sam­starfi við íslensku tækni­brellu­fyr­ir­tækið RVX, að bjóða upp á sýnd­ar­veru­leik­a­reynslu af því að vera á Ever­est-fjalli á helst­u ­sýnd­ar­veru­leika­vett­vanga á næsta ári. RVX vann meðal ann­ars tækni­brellur fyr­ir­ stór­mynd Baltasars Kor­máks, Ever­est, sem var frum­sýnd fyrr á þessu ári.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None