Sólfar Studios hefur náð sér í 280 milljón króna alþjóðlega fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika, og var stofnað í fyrra, fær fjármögnun frá norrænum og asískum fjárfestum.

Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Auglýsing

Sól­far Studi­os, íslenskt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir efni fyr­ir­ ­sýnd­ar­veru­leika, hefur náð sér í tveggja millj­óna evra, um 280 millj­óna króna, fjár­mögnun frá nor­rænum og asískum fjár­fest­um. Þetta er önn­ur fjár­fest­ingin sem fyr­ir­tækið nær í síðan að það var stofnað fyrir ári síð­an. Á meðal þeirra sem fjár­festu í þess­ari lotu eru Shanda Group, Tianqi­a­o Chen´s pri­vate invest­ment group, hinn íslenski Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins og finnsku ­sjóð­irnir VCs Inventure og Reaktor Ventures. Frá þessu var greint í dag á Slush ráð­stefn­unni sem nú stendur yfir í Finn­landi. Slush er alþjóð­leg ráð­stefna í leikja­iðn­aði og sýnd­ar­veru­leika.

Fyr­ir­tækið hafði þegar náð í 500 þús­und dali, um 65 millj­ónir króna, í engla­fjár­fest­ingu frá ýmsum aðil­um. Um helm­ingur þeirr­ar ­upp­hæðar kom frá inn­lendu fjár­fest­unum Investa og Vil­hjálmi Þor­steins­syni og hinn helm­ing­ur­inn frá erlendum aðil­um, aðal­lega frá­ F­inn­landi. Hluti engla­fjár­fest­anna tóku einnig þátt í þeirri fjár­mögn­un­ar­lotu sem nú er lok­ið.

Aftur í bíl­skúr­inn til að skapa sýnd­ar­veru­leika

For­svars­menn Sól­fars, þeir Reynir Harð­ar­son og Kjartan Pierre Emils­son, voru í við­tali við Kjarn­ann í apríl síð­ast­liðnum þar sem þeir sögðu frá Sól­far­s-verk­efn­inu. Þar kom fram að þeir Reyn­ir, sem var einn stofn­enda og list­rænn stjórn­andi CCP, Kjart­an, áður yfir­leikja­hönn­uður Eve Online og fram­kvæmda­stjóri CCP í Sjang­hæ árum sam­an, og Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, sem var yfir við­skipta­þróun hjá CCP, hafi ákveðið að hætta hjá íslenska ­tölvu­leikj­aris­anum og „fara aftur í bíl­skúr­inn“ sum­arið 2014.

Auglýsing

Í októ­ber 2014 ­stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Sól­far Studios sem fram­leiðir efni fyrir sýnd­ar­veru­leika. Flestir tengja sýnd­ar­veru­leika­bylt­ing­una við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíða­gler­augu sem færa not­endur inn í sýnd­ar­veru­leika­ver­öld. Það er erfitt að lýsa því með orðum fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu mik­il breyt­ing sýnd­ar­veru­leika­tól sem eru í þróun eru frá þeirri upp­lifun sem ­tölvu­leikja­not­endur fá við að spila leiki í dag. Auð­veld­ast er kannski að segja að spil­ar­anum líður eins og hann sé inni í leikn­um, í stað þess að vera að ­spila hann af skjá.

Það er að miklu að keppa. Grein­ing­ar­fyr­ir­tæki spá því að innan fárra ára verð­i ­sýnd­ar­veru­leika­leikja­mark­að­ur­inn 30-40 millj­arða dala mark­að­ur. Það ger­a 4.000-5.550 millj­arða króna. Fyr­ir­tæki þarf ekki stóran hluta af þeirri köku til að verða mjög arð­bært.

Í við­tal­inu greind­u þeir frá því að á teikni­borð­inu væri að ná í meira til að tryggja rekst­ur­inn næstu árin. Þeirri lotu er nú lok­ið.

Í gær greindi Sól­far Studios frá því að fyr­ir­tækið ætli, í sam­starfi við íslensku tækni­brellu­fyr­ir­tækið RVX, að bjóða upp á sýnd­ar­veru­leik­a­reynslu af því að vera á Ever­est-fjalli á helst­u ­sýnd­ar­veru­leika­vett­vanga á næsta ári. RVX vann meðal ann­ars tækni­brellur fyr­ir­ stór­mynd Baltasars Kor­máks, Ever­est, sem var frum­sýnd fyrr á þessu ári.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None