Sólfar Studios hefur náð sér í 280 milljón króna alþjóðlega fjármögnun

Íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika, og var stofnað í fyrra, fær fjármögnun frá norrænum og asískum fjárfestum.

Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Kjartan Pierre Emilsson og Reynir Harðarson.
Auglýsing

Sólfar Studios, íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika, hefur náð sér í tveggja milljóna evra, um 280 milljóna króna, fjármögnun frá norrænum og asískum fjárfestum. Þetta er önnur fjárfestingin sem fyrirtækið nær í síðan að það var stofnað fyrir ári síðan. Á meðal þeirra sem fjárfestu í þessari lotu eru Shanda Group, Tianqiao Chen´s private investment group, hinn íslenski Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og finnsku sjóðirnir VCs Inventure og Reaktor Ventures. Frá þessu var greint í dag á Slush ráðstefnunni sem nú stendur yfir í Finnlandi. Slush er alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika.

Fyrirtækið hafði þegar náð í 500 þúsund dali, um 65 milljónir króna, í englafjárfestingu frá ýmsum aðilum. Um helmingur þeirrar upphæðar kom frá innlendu fjárfestunum Investa og Vilhjálmi Þorsteinssyni og hinn helmingurinn frá erlendum aðilum, aðallega frá Finnlandi. Hluti englafjárfestanna tóku einnig þátt í þeirri fjármögnunarlotu sem nú er lokið.

Aftur í bílskúrinn til að skapa sýndarveruleika

Forsvarsmenn Sólfars, þeir Reynir Harðarson og Kjartan Pierre Emilsson, voru í viðtali við Kjarnann í apríl síðastliðnum þar sem þeir sögðu frá Sólfars-verkefninu. Þar kom fram að þeir Reynir, sem var einn stofnenda og listrænn stjórnandi CCP, Kjartan, áður yfirleikjahönnuður Eve Online og framkvæmdastjóri CCP í Sjanghæ árum saman, og Þorsteinn Högni Gunnarsson, sem var yfir viðskiptaþróun hjá CCP, hafi ákveðið að hætta hjá íslenska tölvuleikjarisanum og „fara aftur í bílskúrinn“ sumarið 2014.

Auglýsing

Í október 2014 stofnuðu þeir fyrirtækið Sólfar Studios sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika. Flestir tengja sýndarveruleikabyltinguna við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíðagleraugu sem færa notendur inn í sýndarveruleikaveröld. Það er erfitt að lýsa því með orðum fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu mikil breyting sýndarveruleikatól sem eru í þróun eru frá þeirri upplifun sem tölvuleikjanotendur fá við að spila leiki í dag. Auðveldast er kannski að segja að spilaranum líður eins og hann sé inni í leiknum, í stað þess að vera að spila hann af skjá.

Það er að miklu að keppa. Greiningarfyrirtæki spá því að innan fárra ára verði sýndarveruleikaleikjamarkaðurinn 30-40 milljarða dala markaður. Það gera 4.000-5.550 milljarða króna. Fyrirtæki þarf ekki stóran hluta af þeirri köku til að verða mjög arðbært.

Í viðtalinu greindu þeir frá því að á teikniborðinu væri að ná í meira til að tryggja reksturinn næstu árin. Þeirri lotu er nú lokið.

Í gær greindi Sólfar Studios frá því að fyrirtækið ætli, í samstarfi við íslensku tæknibrellufyrirtækið RVX, að bjóða upp á sýndarveruleikareynslu af því að vera á Everest-fjalli á helstu sýndarveruleikavettvanga á næsta ári. RVX vann meðal annars tæknibrellur fyrir stórmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem var frumsýnd fyrr á þessu ári.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None