Samanlagður hagnaður bankanna 436,5 milljarðar á sjö árum

Eiginfjárhlutfall hinna endurreistu banka er hátt í alþjóðlegum samanburði. Landsbankinn er stærsti bankinn með eigið fé upp á 252,2 milljarða króna.

bankar_island.jpg
Auglýsing

Sam­an­lagður hagn­aður bank­anna, á þeim sjö árum sem þeir hafa starfað, nemur 436,5 millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur tæp­lega fjórð­ungi úr árlegri lands­fram­leiðslu Íslands, sem nam tæp­lega tvö þús­und millj­örðum króna í fyrra.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu banka­kerf­is­ins, eins og hún var um síð­ustu ára­mót, en þá var sam­an­lagður hagn­aður bank­anna 370 millj­arðar króna.

Mestur hagn­aður á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hjá Arion banka en hagn­aður hans nam 25,4 millj­örðum króna. Íslands­banki hagn­að­ist um 16,7 millj­arða króna á sama tíma og Lands­bank­inn um 24,4 millj­arða króna. Stór hluti hagn­aðar Arion banka skýrist af sölu hluta­bréfa í fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri, en hagn­aður grunn­rekstrar nam 13,4 millj­örðum króna. 

Auglýsing

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna nemur nú 619 millj­örðum króna. Eigið fé Lands­banka Íslands, þar sem íslenska ríkið er lang­sam­lega stærsti eig­and­inn með 98 pró­sent hlut, nemur 252,2 millj­örðum króna, og hjá Arion banka er eigið fé 174,8 millj­arðar króna. Íslands­banki er síðan með eigið fé upp á 192 millj­arða króna, miðað við stöðu mála eins og hún var í lok sept­em­ber mán­að­ar. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna er hátt í alþjóð­legum sam­an­burði. Hjá Lands­bank­anum er það tæp­lega 30 pró­sent, hjá Arion banka 23,5 pró­sent og Íslands­banka 29,2 pró­sent.

Mikið eigið fé hefur safn­ast upp hjá bönk­un­um, frá stofn­un, enda hafa þeir ekki greitt út mik­inn arð til hlut­hafa og eigna­söfn verið upp­færð til hækk­unar frá því sem var við stofn­un. 

Lands­bank­inn hefur þó greitt umtals­verðan arð til rík­is­ins, en arð­greiðslur bank­ans, vegna síð­asta árs, nema 24 millj­örðum króna. Arion banki, sem er 87 pró­sent í eigu kröfu­hafa Kaup­þings og 13 pró­sent í eigu rík­is­ins, hefur ekki greitt út mik­inn arð til eig­enda frá stofn­un, og ekki Íslands­banki held­ur, í sam­hengi við heildar eigið fé, en sam­þykkt var þó að greiða níu millj­arða í arð til hlut­hafa vegna árs­ins í fyrra. 

Kröfu­hafar Glitnis eiga 95 pró­sent hlut í bank­an­um, og ríkið fimm pró­sent. Það mun breyt­ast á fyrri hluta næsta árs, að öllum lík­ind­um, þar sem ríkið mun eign­ast bank­ann að öllu leyti en þau umskipti á eign­ar­haldi eru hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­hafa vegna upp­gjörs slita­búa hinna föllnu banka, í sam­hengi við áætlun um losun fjár­magns­hafta. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None