Samanlagður hagnaður bankanna 436,5 milljarðar á sjö árum

Eiginfjárhlutfall hinna endurreistu banka er hátt í alþjóðlegum samanburði. Landsbankinn er stærsti bankinn með eigið fé upp á 252,2 milljarða króna.

bankar_island.jpg
Auglýsing

Sam­an­lagður hagn­aður bank­anna, á þeim sjö árum sem þeir hafa starfað, nemur 436,5 millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur tæp­lega fjórð­ungi úr árlegri lands­fram­leiðslu Íslands, sem nam tæp­lega tvö þús­und millj­örðum króna í fyrra.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu banka­kerf­is­ins, eins og hún var um síð­ustu ára­mót, en þá var sam­an­lagður hagn­aður bank­anna 370 millj­arðar króna.

Mestur hagn­aður á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hjá Arion banka en hagn­aður hans nam 25,4 millj­örðum króna. Íslands­banki hagn­að­ist um 16,7 millj­arða króna á sama tíma og Lands­bank­inn um 24,4 millj­arða króna. Stór hluti hagn­aðar Arion banka skýrist af sölu hluta­bréfa í fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri, en hagn­aður grunn­rekstrar nam 13,4 millj­örðum króna. 

Auglýsing

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna nemur nú 619 millj­örðum króna. Eigið fé Lands­banka Íslands, þar sem íslenska ríkið er lang­sam­lega stærsti eig­and­inn með 98 pró­sent hlut, nemur 252,2 millj­örðum króna, og hjá Arion banka er eigið fé 174,8 millj­arðar króna. Íslands­banki er síðan með eigið fé upp á 192 millj­arða króna, miðað við stöðu mála eins og hún var í lok sept­em­ber mán­að­ar. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna er hátt í alþjóð­legum sam­an­burði. Hjá Lands­bank­anum er það tæp­lega 30 pró­sent, hjá Arion banka 23,5 pró­sent og Íslands­banka 29,2 pró­sent.

Mikið eigið fé hefur safn­ast upp hjá bönk­un­um, frá stofn­un, enda hafa þeir ekki greitt út mik­inn arð til hlut­hafa og eigna­söfn verið upp­færð til hækk­unar frá því sem var við stofn­un. 

Lands­bank­inn hefur þó greitt umtals­verðan arð til rík­is­ins, en arð­greiðslur bank­ans, vegna síð­asta árs, nema 24 millj­örðum króna. Arion banki, sem er 87 pró­sent í eigu kröfu­hafa Kaup­þings og 13 pró­sent í eigu rík­is­ins, hefur ekki greitt út mik­inn arð til eig­enda frá stofn­un, og ekki Íslands­banki held­ur, í sam­hengi við heildar eigið fé, en sam­þykkt var þó að greiða níu millj­arða í arð til hlut­hafa vegna árs­ins í fyrra. 

Kröfu­hafar Glitnis eiga 95 pró­sent hlut í bank­an­um, og ríkið fimm pró­sent. Það mun breyt­ast á fyrri hluta næsta árs, að öllum lík­ind­um, þar sem ríkið mun eign­ast bank­ann að öllu leyti en þau umskipti á eign­ar­haldi eru hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­hafa vegna upp­gjörs slita­búa hinna föllnu banka, í sam­hengi við áætlun um losun fjár­magns­hafta. Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None