Samanlagður hagnaður bankanna 436,5 milljarðar á sjö árum

Eiginfjárhlutfall hinna endurreistu banka er hátt í alþjóðlegum samanburði. Landsbankinn er stærsti bankinn með eigið fé upp á 252,2 milljarða króna.

bankar_island.jpg
Auglýsing

Sam­an­lagður hagn­aður bank­anna, á þeim sjö árum sem þeir hafa starfað, nemur 436,5 millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur tæp­lega fjórð­ungi úr árlegri lands­fram­leiðslu Íslands, sem nam tæp­lega tvö þús­und millj­örðum króna í fyrra.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu banka­kerf­is­ins, eins og hún var um síð­ustu ára­mót, en þá var sam­an­lagður hagn­aður bank­anna 370 millj­arðar króna.

Mestur hagn­aður á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hjá Arion banka en hagn­aður hans nam 25,4 millj­örðum króna. Íslands­banki hagn­að­ist um 16,7 millj­arða króna á sama tíma og Lands­bank­inn um 24,4 millj­arða króna. Stór hluti hagn­aðar Arion banka skýrist af sölu hluta­bréfa í fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri, en hagn­aður grunn­rekstrar nam 13,4 millj­örðum króna. 

Auglýsing

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna nemur nú 619 millj­örðum króna. Eigið fé Lands­banka Íslands, þar sem íslenska ríkið er lang­sam­lega stærsti eig­and­inn með 98 pró­sent hlut, nemur 252,2 millj­örðum króna, og hjá Arion banka er eigið fé 174,8 millj­arðar króna. Íslands­banki er síðan með eigið fé upp á 192 millj­arða króna, miðað við stöðu mála eins og hún var í lok sept­em­ber mán­að­ar. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna er hátt í alþjóð­legum sam­an­burði. Hjá Lands­bank­anum er það tæp­lega 30 pró­sent, hjá Arion banka 23,5 pró­sent og Íslands­banka 29,2 pró­sent.

Mikið eigið fé hefur safn­ast upp hjá bönk­un­um, frá stofn­un, enda hafa þeir ekki greitt út mik­inn arð til hlut­hafa og eigna­söfn verið upp­færð til hækk­unar frá því sem var við stofn­un. 

Lands­bank­inn hefur þó greitt umtals­verðan arð til rík­is­ins, en arð­greiðslur bank­ans, vegna síð­asta árs, nema 24 millj­örðum króna. Arion banki, sem er 87 pró­sent í eigu kröfu­hafa Kaup­þings og 13 pró­sent í eigu rík­is­ins, hefur ekki greitt út mik­inn arð til eig­enda frá stofn­un, og ekki Íslands­banki held­ur, í sam­hengi við heildar eigið fé, en sam­þykkt var þó að greiða níu millj­arða í arð til hlut­hafa vegna árs­ins í fyrra. 

Kröfu­hafar Glitnis eiga 95 pró­sent hlut í bank­an­um, og ríkið fimm pró­sent. Það mun breyt­ast á fyrri hluta næsta árs, að öllum lík­ind­um, þar sem ríkið mun eign­ast bank­ann að öllu leyti en þau umskipti á eign­ar­haldi eru hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­hafa vegna upp­gjörs slita­búa hinna föllnu banka, í sam­hengi við áætlun um losun fjár­magns­hafta. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None