Aldrei fleiri starfandi á Íslandi en árið 2015 - Met ársins 2008 slegið

Fólk
Auglýsing

Hag­stofa Íslands gerir ráð fyrir að hag­vöxtur verði 4,3 ­pró­sent á þessu ári, 3,5 pró­sent á árinu 2016 og á bil­inu 2,5 til 2,8 pró­sent á ár­unum 2017 til 2019. Einka­neyslu mun aukast umtals­vert öll umrædd ár. Hag­stofan telur að hún muni aukast um 4,4 pró­sent í ár, um 4,7 pró­sent á næsta ári, 4,2 pró­sent árið 2017 og þrjú pró­sent árin 2018 og 2019. Þá mun fjöldi starf­andi manna á Íslandi í ár verða sá mesti í sög­unni og slá „­met árs­ins 2008".

Þetta kemur fram í nýrri þjóð­ar­hags­spá að vetri.

Hag­stofan spáir því að útflutn­ingur muni aukast allan ­spá­tím­ann og að vel muni ganga í rekstri helstu útflutn­ings­at­vinnu­vega Íslands­. Þeir eru sjáv­ar­út­veg­ur, álf­ram­leiðsla og ferða­þjón­usta. Inn­flutn­ingur mun hins ­vegar aukast enn meira vegna „kröft­ugrar neyslu og fjár­fest­ing­ar“. Hag­stof­an telur þó að við­skipta­jöfn­uður verði ekki nei­kvæður á spá­tíma­bil­inu.

Auglýsing

Verð­bólgan eykst hratt á næsta ári

Þá spáir Hag­stofan að verð­bólga far yfir verð­bólgu­mark­mið­u­m ­Seðla­banka Íslands, sem eru 2,5 pró­sent, strax á næsta ári, en hún hefur ver­ið undir þeim í tæp tvö ár. Í spánni segir að „lágt heims­mark­aðs­verð á elds­neyt­i og inn­fluttri hrá­vöru, geng­is­styrk­ing krón­unn­ar, nið­ur­fell­ing vöru­gjalda og ­lítil alþjóð­leg verð­bólga“ stuðli að lágri verð­bólgu á Íslandi þrátt fyr­ir­ ­auk­inn kostn­að­ar­þrýst­ing vegna kjara­samn­inga. Þetta þýðir á ein­fald­ara máli að inn­lend verð­bólga er há, grein­ing­ar­að­ilar hafa metið hana á 4-5 pró­sent, en inn­flutt verð­bólga er svo lítið að hún heldur þeirri inn­lendu í skefj­um.

Spáin gerir ráð fyrir að verð­bólga verði 1,7 pró­sent í ár en ­auk­ist hratt á næsta ári og verði 3,2 pró­sent. Árið 2017 á hún að fara í 3,7 pró­sent en að fara lækk­andi eftir það og á að nálg­ast verð­bólgu­mark­miðin á síð­ari árum ­spátimans.

Mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing næstu tvö ár

Kaup­máttur launa mun aukast mjög mikið á árunum 2015 og 2016 ­vegna launa­hækk­anna, lít­illar verð­bólgu og lægri skatta og gjalda. Þá segir í spánni að aukin umsvif í atvinnu­líf­inu muni kalla á aukið vinnu­afl. „Fjölg­un ­starfa og árs­verka stefnir í að verða milli 3-4 pró­sent árið 2015 sem er svip­að og var árið 2013. Fjöldi starf­andi árið 2015 slær met árs­ins 2008“.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None