Aldrei fleiri starfandi á Íslandi en árið 2015 - Met ársins 2008 slegið

Fólk
Auglýsing

Hag­stofa Íslands gerir ráð fyrir að hag­vöxtur verði 4,3 ­pró­sent á þessu ári, 3,5 pró­sent á árinu 2016 og á bil­inu 2,5 til 2,8 pró­sent á ár­unum 2017 til 2019. Einka­neyslu mun aukast umtals­vert öll umrædd ár. Hag­stofan telur að hún muni aukast um 4,4 pró­sent í ár, um 4,7 pró­sent á næsta ári, 4,2 pró­sent árið 2017 og þrjú pró­sent árin 2018 og 2019. Þá mun fjöldi starf­andi manna á Íslandi í ár verða sá mesti í sög­unni og slá „­met árs­ins 2008".

Þetta kemur fram í nýrri þjóð­ar­hags­spá að vetri.

Hag­stofan spáir því að útflutn­ingur muni aukast allan ­spá­tím­ann og að vel muni ganga í rekstri helstu útflutn­ings­at­vinnu­vega Íslands­. Þeir eru sjáv­ar­út­veg­ur, álf­ram­leiðsla og ferða­þjón­usta. Inn­flutn­ingur mun hins ­vegar aukast enn meira vegna „kröft­ugrar neyslu og fjár­fest­ing­ar“. Hag­stof­an telur þó að við­skipta­jöfn­uður verði ekki nei­kvæður á spá­tíma­bil­inu.

Auglýsing

Verð­bólgan eykst hratt á næsta ári

Þá spáir Hag­stofan að verð­bólga far yfir verð­bólgu­mark­mið­u­m ­Seðla­banka Íslands, sem eru 2,5 pró­sent, strax á næsta ári, en hún hefur ver­ið undir þeim í tæp tvö ár. Í spánni segir að „lágt heims­mark­aðs­verð á elds­neyt­i og inn­fluttri hrá­vöru, geng­is­styrk­ing krón­unn­ar, nið­ur­fell­ing vöru­gjalda og ­lítil alþjóð­leg verð­bólga“ stuðli að lágri verð­bólgu á Íslandi þrátt fyr­ir­ ­auk­inn kostn­að­ar­þrýst­ing vegna kjara­samn­inga. Þetta þýðir á ein­fald­ara máli að inn­lend verð­bólga er há, grein­ing­ar­að­ilar hafa metið hana á 4-5 pró­sent, en inn­flutt verð­bólga er svo lítið að hún heldur þeirri inn­lendu í skefj­um.

Spáin gerir ráð fyrir að verð­bólga verði 1,7 pró­sent í ár en ­auk­ist hratt á næsta ári og verði 3,2 pró­sent. Árið 2017 á hún að fara í 3,7 pró­sent en að fara lækk­andi eftir það og á að nálg­ast verð­bólgu­mark­miðin á síð­ari árum ­spátimans.

Mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing næstu tvö ár

Kaup­máttur launa mun aukast mjög mikið á árunum 2015 og 2016 ­vegna launa­hækk­anna, lít­illar verð­bólgu og lægri skatta og gjalda. Þá segir í spánni að aukin umsvif í atvinnu­líf­inu muni kalla á aukið vinnu­afl. „Fjölg­un ­starfa og árs­verka stefnir í að verða milli 3-4 pró­sent árið 2015 sem er svip­að og var árið 2013. Fjöldi starf­andi árið 2015 slær met árs­ins 2008“.

Meira úr sama flokkiInnlent
None