Aldrei fleiri starfandi á Íslandi en árið 2015 - Met ársins 2008 slegið

Fólk
Auglýsing

Hag­stofa Íslands gerir ráð fyrir að hag­vöxtur verði 4,3 ­pró­sent á þessu ári, 3,5 pró­sent á árinu 2016 og á bil­inu 2,5 til 2,8 pró­sent á ár­unum 2017 til 2019. Einka­neyslu mun aukast umtals­vert öll umrædd ár. Hag­stofan telur að hún muni aukast um 4,4 pró­sent í ár, um 4,7 pró­sent á næsta ári, 4,2 pró­sent árið 2017 og þrjú pró­sent árin 2018 og 2019. Þá mun fjöldi starf­andi manna á Íslandi í ár verða sá mesti í sög­unni og slá „­met árs­ins 2008".

Þetta kemur fram í nýrri þjóð­ar­hags­spá að vetri.

Hag­stofan spáir því að útflutn­ingur muni aukast allan ­spá­tím­ann og að vel muni ganga í rekstri helstu útflutn­ings­at­vinnu­vega Íslands­. Þeir eru sjáv­ar­út­veg­ur, álf­ram­leiðsla og ferða­þjón­usta. Inn­flutn­ingur mun hins ­vegar aukast enn meira vegna „kröft­ugrar neyslu og fjár­fest­ing­ar“. Hag­stof­an telur þó að við­skipta­jöfn­uður verði ekki nei­kvæður á spá­tíma­bil­inu.

Auglýsing

Verð­bólgan eykst hratt á næsta ári

Þá spáir Hag­stofan að verð­bólga far yfir verð­bólgu­mark­mið­u­m ­Seðla­banka Íslands, sem eru 2,5 pró­sent, strax á næsta ári, en hún hefur ver­ið undir þeim í tæp tvö ár. Í spánni segir að „lágt heims­mark­aðs­verð á elds­neyt­i og inn­fluttri hrá­vöru, geng­is­styrk­ing krón­unn­ar, nið­ur­fell­ing vöru­gjalda og ­lítil alþjóð­leg verð­bólga“ stuðli að lágri verð­bólgu á Íslandi þrátt fyr­ir­ ­auk­inn kostn­að­ar­þrýst­ing vegna kjara­samn­inga. Þetta þýðir á ein­fald­ara máli að inn­lend verð­bólga er há, grein­ing­ar­að­ilar hafa metið hana á 4-5 pró­sent, en inn­flutt verð­bólga er svo lítið að hún heldur þeirri inn­lendu í skefj­um.

Spáin gerir ráð fyrir að verð­bólga verði 1,7 pró­sent í ár en ­auk­ist hratt á næsta ári og verði 3,2 pró­sent. Árið 2017 á hún að fara í 3,7 pró­sent en að fara lækk­andi eftir það og á að nálg­ast verð­bólgu­mark­miðin á síð­ari árum ­spátimans.

Mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing næstu tvö ár

Kaup­máttur launa mun aukast mjög mikið á árunum 2015 og 2016 ­vegna launa­hækk­anna, lít­illar verð­bólgu og lægri skatta og gjalda. Þá segir í spánni að aukin umsvif í atvinnu­líf­inu muni kalla á aukið vinnu­afl. „Fjölg­un ­starfa og árs­verka stefnir í að verða milli 3-4 pró­sent árið 2015 sem er svip­að og var árið 2013. Fjöldi starf­andi árið 2015 slær met árs­ins 2008“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None