Að minnsta kosti 40 eru látnir, samkvæmt fréttum The Guardian, eftir skotárásir og sprengjutilræði í París í kvöld. Skotárásir voru gerðar á að minnsta kosti tveimur stöðum og eins sprungu sprengjur skammt frá þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í úthverfi Parísar, þar sem landsleikur Frakklands og Þýskalands fór fram.
François Hollande Frakklandsforseti, var á leiknum en yfirgaf leikvanginn í lögreglufylgd til þess að taka þátt í neyðarfundi í innanríkisráðuneytinu.
Tala látinn hækkar stöðugt, og lögregluaðgerðir eru í gangi á þeim tíma sem þetta er skrifað. Meðal annars eru yfir 100 gíslar sagðir hafa verið teknir í Bataclan leikhúsinu.
Hollande lýsti yfir neyðarástandi í öllu Frakklandi á ellefta tímanum og hersveitir hafa verið kallaðar út vegna árásanna í París. Landamærum Frakklands hefur verið lokað.