Hollande segir Íslamska ríkið ábyrgt fyrir árásunum

Francois Hollande
Auglýsing

Francois Hollande, forseti Frakklands, segir Íslamska ríkið (ISIS) bera ábyrgð á árásunum í París í gær, þar sem að minnsta kosti 128 manns létu lífið og um 100 manns særðust alvarlega. Hann segir árásirnar, sem eru mannskæðustu hryðjuverkaárásir í Evrópu síðan í Madríd 2004, sem huglausum og sem stríðsaðgerð (e. act of war). Hollande segir að Frakkland muni verja sig í þessum aðstæðum. Frá þessu er greint á vef The Guardian. 

Ráðist var á París, höfuðborg Frakklands, í gærkvöldi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið átta og eru þeir allir látnir, sjö þeirra með því að sprenga sjálfa sig í loft upp. Vitorðsmenn ganga þó enn lausir. Árásamennirnir drápu að minnsta kosti 128 manns og særðu um 200 í viðbót, þar af um 100 alvarlega. Ráðist var á fólkið með hríðskotabyssum og sprengjum við þjóðarleikvang Frakka, á börum, veitingastöðum og í tónleikasal í París. Allir staðirnir áttu það sameiginlegt að vera staðir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fótbolta, drekka, borða, hlusta á tónlist. Og samkvæmt fregnum flestra miðla heims var árásunum ekki beint gegn neinum sérstökum einstaklingum. Árásarmennirnir voru að reyna að myrða sem flesta.

Árásirnar, sem virðast þaulskipulagðar, áttu sér stað á sex mismunandi stöðum víðsvegar um París, samkvæmt The Guardian.Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar á Stade de France,  þjóðarleikvang Frakka í norðurhluta borgarinnar, á meðan að landslið Frakka lék æfingaleik við Þýskaland. Fleiri sprengjur sprungu við leikvanginn.

Auglýsing

Flestir saklausir borgarar féllu hins vegar á tónleikastaðnum Bataclan, þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal var með tónleika. Þar létust 87 manns, samkvæmt The Guardian. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None