Íslendingar verði 437 þúsund eftir 50 ár - íbúar nú svipað margir og í Harlem

mannlif.jpg
Auglýsing

Í byrjun árs 1995 voru Íslend­ingar 266.978, árið 2005 293.577 og í byrjun þess árs var fjöld­inn kom­inn upp í 329.100. Fjölg­unin á ára­tug var 35.523 íbú­ar, eða sem nemur rúm­lega öllum íbúum Kópa­vogs. Í alþjóð­legum sam­an­burði er Ísland með allra fámenn­ustu ríkja­sam­fé­lögum heims­ins, en heildar­í­búa­fjöldi er svip­aður og í Coventry á Englandi og í Harlem hverf­inu í New York, þar sem búa 335 þús­und manns.

Stöðug fjölgun

Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í morg­un, mun stöðug fjölgun Íslend­inga halda áfram á næstu árum, en gert er ráð fyrir að eftir 50 ár, það er árið 2065, þá verði Íslend­ingar orðnir 437 þús­und tals­ins, sam­kvæmt svo­nefndri mið­spá. Sam­kvæmt lág­spánni, þá miðað við aðrar for­send­ur, verða Íslend­ingar 372 þús­und á þeim tíma­punkti, og sam­kvæmt háspánni 513 þús­und. Sam­kvæmt mið­spánni verða Íslend­ingar 342 þús­und árið 2019, eða sem nemur tæp­lega sjö þús­und íbúum fleiri en nú.

Breyti­legar for­sendur að baki spá

Spáaf­brigðin byggja á mis­mun­andi for­sendum um hag­vöxt, frjó­sem­is­hlut­fall og búferla­flutn­inga. Fæddir verða fleiri en dánir á hverju ári spá­tíma­bils­ins í mið- og háspá, að því er segir í umfjöllun Hag­stof­unn­ar. Sam­kvæmt lág­spánni verða dánir hins vegar fleiri en fæddir á hverju ári frá og með árinu 2045. Með­al­ævi karla og kvenna við fæð­ingu mun halda áfram að lengj­ast. Nýfæddar stúlkur árið 2015 geta vænst þess að verða 83,5 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,5 ára. Stúlkur sem fæð­ast árið 2065 geta vænst þess að verða 88,5 ára en drengir 84,3 ára.

Auglýsing

Aldurspíramidi þjóðarinnar.

Borg­ar­sam­fé­lög stækka

Sé mið tekið af mið­spá Hag­stof­unnar er gert ráð fyrir að Íslend­ingum fjölgi um 56 pró­sent á næstum 50 árum. Gera má ráð fyrir að helsti þung­inn í fjölg­un­inni verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og verið hefur til þessa, en ríf­lega 70 pró­sent íbúa þjóð­ar­innar búa nú á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Flestar alþjóð­legar spár gera ráð fyrir að borg­ar­sam­fé­lög muni stækka hlut­falls­lega mun meira en sem nemur hlut­falls­legri íbúa­fjölg­un, sem þýðir að borgir og stærri bæj­ar­fé­lög stækka, en að sama skapi fækkar í minni byggð­ar­lög­um. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None