Íslendingar verði 437 þúsund eftir 50 ár - íbúar nú svipað margir og í Harlem

mannlif.jpg
Auglýsing

Í byrjun árs 1995 voru Íslendingar 266.978, árið 2005 293.577 og í byrjun þess árs var fjöldinn kominn upp í 329.100. Fjölgunin á áratug var 35.523 íbúar, eða sem nemur rúmlega öllum íbúum Kópavogs. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland með allra fámennustu ríkjasamfélögum heimsins, en heildaríbúafjöldi er svipaður og í Coventry á Englandi og í Harlem hverfinu í New York, þar sem búa 335 þúsund manns.

Stöðug fjölgun

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands, sem birt var í morgun, mun stöðug fjölgun Íslendinga halda áfram á næstu árum, en gert er ráð fyrir að eftir 50 ár, það er árið 2065, þá verði Íslendingar orðnir 437 þúsund talsins, samkvæmt svonefndri miðspá. Samkvæmt lágspánni, þá miðað við aðrar forsendur, verða Íslendingar 372 þúsund á þeim tímapunkti, og samkvæmt háspánni 513 þúsund. Samkvæmt miðspánni verða Íslendingar 342 þúsund árið 2019, eða sem nemur tæplega sjö þúsund íbúum fleiri en nú.

Breytilegar forsendur að baki spá

Spáafbrigðin byggja á mismunandi forsendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga. Fæddir verða fleiri en dánir á hverju ári spátímabilsins í mið- og háspá, að því er segir í umfjöllun Hagstofunnar. Samkvæmt lágspánni verða dánir hins vegar fleiri en fæddir á hverju ári frá og með árinu 2045. Meðalævi karla og kvenna við fæðingu mun halda áfram að lengjast. Nýfæddar stúlkur árið 2015 geta vænst þess að verða 83,5 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,5 ára. Stúlkur sem fæðast árið 2065 geta vænst þess að verða 88,5 ára en drengir 84,3 ára.

Auglýsing

Aldurspíramidi þjóðarinnar.

Borgarsamfélög stækka

Sé mið tekið af miðspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að Íslendingum fjölgi um 56 prósent á næstum 50 árum. Gera má ráð fyrir að helsti þunginn í fjölguninni verð á höfuðborgarsvæðinu, eins og verið hefur til þessa, en ríflega 70 prósent íbúa þjóðarinnar búa nú á höfuðborgarsvæðinu. Flestar alþjóðlegar spár gera ráð fyrir að borgarsamfélög muni stækka hlutfallslega mun meira en sem nemur hlutfallslegri íbúafjölgun, sem þýðir að borgir og stærri bæjarfélög stækka, en að sama skapi fækkar í minni byggðarlögum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None