Íslendingar verði 437 þúsund eftir 50 ár - íbúar nú svipað margir og í Harlem

mannlif.jpg
Auglýsing

Í byrjun árs 1995 voru Íslend­ingar 266.978, árið 2005 293.577 og í byrjun þess árs var fjöld­inn kom­inn upp í 329.100. Fjölg­unin á ára­tug var 35.523 íbú­ar, eða sem nemur rúm­lega öllum íbúum Kópa­vogs. Í alþjóð­legum sam­an­burði er Ísland með allra fámenn­ustu ríkja­sam­fé­lögum heims­ins, en heildar­í­búa­fjöldi er svip­aður og í Coventry á Englandi og í Harlem hverf­inu í New York, þar sem búa 335 þús­und manns.

Stöðug fjölgun

Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í morg­un, mun stöðug fjölgun Íslend­inga halda áfram á næstu árum, en gert er ráð fyrir að eftir 50 ár, það er árið 2065, þá verði Íslend­ingar orðnir 437 þús­und tals­ins, sam­kvæmt svo­nefndri mið­spá. Sam­kvæmt lág­spánni, þá miðað við aðrar for­send­ur, verða Íslend­ingar 372 þús­und á þeim tíma­punkti, og sam­kvæmt háspánni 513 þús­und. Sam­kvæmt mið­spánni verða Íslend­ingar 342 þús­und árið 2019, eða sem nemur tæp­lega sjö þús­und íbúum fleiri en nú.

Breyti­legar for­sendur að baki spá

Spáaf­brigðin byggja á mis­mun­andi for­sendum um hag­vöxt, frjó­sem­is­hlut­fall og búferla­flutn­inga. Fæddir verða fleiri en dánir á hverju ári spá­tíma­bils­ins í mið- og háspá, að því er segir í umfjöllun Hag­stof­unn­ar. Sam­kvæmt lág­spánni verða dánir hins vegar fleiri en fæddir á hverju ári frá og með árinu 2045. Með­al­ævi karla og kvenna við fæð­ingu mun halda áfram að lengj­ast. Nýfæddar stúlkur árið 2015 geta vænst þess að verða 83,5 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,5 ára. Stúlkur sem fæð­ast árið 2065 geta vænst þess að verða 88,5 ára en drengir 84,3 ára.

Auglýsing

Aldurspíramidi þjóðarinnar.

Borg­ar­sam­fé­lög stækka

Sé mið tekið af mið­spá Hag­stof­unnar er gert ráð fyrir að Íslend­ingum fjölgi um 56 pró­sent á næstum 50 árum. Gera má ráð fyrir að helsti þung­inn í fjölg­un­inni verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og verið hefur til þessa, en ríf­lega 70 pró­sent íbúa þjóð­ar­innar búa nú á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Flestar alþjóð­legar spár gera ráð fyrir að borg­ar­sam­fé­lög muni stækka hlut­falls­lega mun meira en sem nemur hlut­falls­legri íbúa­fjölg­un, sem þýðir að borgir og stærri bæj­ar­fé­lög stækka, en að sama skapi fækkar í minni byggð­ar­lög­um. 

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None