Íslendingar verði 437 þúsund eftir 50 ár - íbúar nú svipað margir og í Harlem

mannlif.jpg
Auglýsing

Í byrjun árs 1995 voru Íslend­ingar 266.978, árið 2005 293.577 og í byrjun þess árs var fjöld­inn kom­inn upp í 329.100. Fjölg­unin á ára­tug var 35.523 íbú­ar, eða sem nemur rúm­lega öllum íbúum Kópa­vogs. Í alþjóð­legum sam­an­burði er Ísland með allra fámenn­ustu ríkja­sam­fé­lögum heims­ins, en heildar­í­búa­fjöldi er svip­aður og í Coventry á Englandi og í Harlem hverf­inu í New York, þar sem búa 335 þús­und manns.

Stöðug fjölgun

Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í morg­un, mun stöðug fjölgun Íslend­inga halda áfram á næstu árum, en gert er ráð fyrir að eftir 50 ár, það er árið 2065, þá verði Íslend­ingar orðnir 437 þús­und tals­ins, sam­kvæmt svo­nefndri mið­spá. Sam­kvæmt lág­spánni, þá miðað við aðrar for­send­ur, verða Íslend­ingar 372 þús­und á þeim tíma­punkti, og sam­kvæmt háspánni 513 þús­und. Sam­kvæmt mið­spánni verða Íslend­ingar 342 þús­und árið 2019, eða sem nemur tæp­lega sjö þús­und íbúum fleiri en nú.

Breyti­legar for­sendur að baki spá

Spáaf­brigðin byggja á mis­mun­andi for­sendum um hag­vöxt, frjó­sem­is­hlut­fall og búferla­flutn­inga. Fæddir verða fleiri en dánir á hverju ári spá­tíma­bils­ins í mið- og háspá, að því er segir í umfjöllun Hag­stof­unn­ar. Sam­kvæmt lág­spánni verða dánir hins vegar fleiri en fæddir á hverju ári frá og með árinu 2045. Með­al­ævi karla og kvenna við fæð­ingu mun halda áfram að lengj­ast. Nýfæddar stúlkur árið 2015 geta vænst þess að verða 83,5 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,5 ára. Stúlkur sem fæð­ast árið 2065 geta vænst þess að verða 88,5 ára en drengir 84,3 ára.

Auglýsing

Aldurspíramidi þjóðarinnar.

Borg­ar­sam­fé­lög stækka

Sé mið tekið af mið­spá Hag­stof­unnar er gert ráð fyrir að Íslend­ingum fjölgi um 56 pró­sent á næstum 50 árum. Gera má ráð fyrir að helsti þung­inn í fjölg­un­inni verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og verið hefur til þessa, en ríf­lega 70 pró­sent íbúa þjóð­ar­innar búa nú á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Flestar alþjóð­legar spár gera ráð fyrir að borg­ar­sam­fé­lög muni stækka hlut­falls­lega mun meira en sem nemur hlut­falls­legri íbúa­fjölg­un, sem þýðir að borgir og stærri bæj­ar­fé­lög stækka, en að sama skapi fækkar í minni byggð­ar­lög­um. 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None