„Það má þó vart bíða með að takast á við vandann“ - Neikvæð staða lífeyriskerfisins

fme.jpg
Auglýsing

Starfs­hópur rétt­inda­nefndar Lands­sam­band líf­eyr­is­sjóða (LL) legg­ur til að við­mið­un­ar­aldur fyrir töku elli­líf­eyr­is­ hækki um þrjú ár á 24 árum og að greiðslur til líf­eyr­is­þega ­lækki hóf­lega. Þetta kemur fram í nýrri útgáfu Fjár­mála, vefriti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME). 

Ítar­lega er fjallað um stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins í rit­inu, en í grein Jóns Ævars Pálma­son­ar, sér­fræð­ings FME, kemur fram að „vart megi bíða“ með að taka á vanda líf­eyr­is­kerf­is­ins, þar sem skuld­bind­ingar vaxi hratt, ekki síst vegna þess að lífaldur leng­ist stöðugt.

Heild­ar­staða allra líf­eyr­is­sjóða var nei­kvæð um 620 ma. kr. sem jafn­gildir 13,1% af heild­ar­skuld­bind­ingum þeirra. Opin­ber­ir ­sjóðir með beina eða óbeina ábyrgð ­launa­greið­anda báru mestan hluta þess halla. Heild­ar­staða líf­eyr­is­sjóða með­ á­byrgð launa­greið­enda var sam­tals ­nei­kvæð um 623 ma. kr. og heild­ar­staða líf­eyr­is­sjóða án ábyrgðar var sam­tals já­kvæð um þrjá millj­arða króna, að því er segir í rit­inu.

Auglýsing

„Það er undir hverj­u­m líf­eyr­is­sjóði komið að ákveða end­an­lega hvernig sam­þykkta­breyt­ingum verð­ur­ hag­að. ­Sjóð­fé­lagar líf­eyr­is­sjóða, þar sem elli­líf­eyr­is­rétt­indi eru til­greind í krónu­tölu, munu upp­lifa það sem skerð­ingu ef ­lækka þarf áunnin líf­eyr­is­rétt­indi. Jafn­vel þótt rétt­indin hafi verið veitt á grund­velli ­for­sendna sem óvíst er að stand­ast til­ ­lengri tíma. Í ljósi und­an­geng­inna ára er skilj­an­legt að sjóð­fé­lögum hrjósi hug­ur við frek­ari skerð­ingum og fáir vilja ver­a ­boð­berar tíð­ind­anna. Það má þó vart bíða með að takast á við vand­ann. Í umræð­unni er mik­il­vægt að hafa hug­fast að rétt­inda­á­vinnsla hefur ver­ið hærri en ef hún væri grund­völluð á spá um aukna ævi­lengd. Fremur en að ­kalla breyt­ing­una skerð­ingu þá má líta svo á að um leið­rétt­ingu sé að ræða,“ segir í grein­inni í Fjár­mál­um.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None