Veruleg áhætta vegna ábyrgða ríkissjóðs á sæstrengslánum

sæstrengur
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun telur að áhætta rík­is­sjóðs vegna ábyrgða á lánum Farice ehf., sem á og rekur sæstrengi milli Íslands og meg­in­lands Evr­ópu, sé „veru­leg“ þrátt fyrir að fjár­hags­staða félags­ins hafi batnað á und­an­förnum árum. Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Þar segir að árið 2012 hafi Rík­is­end­ur­skoðun birt skýrslu um að­komu rík­is­ins að mál­efnum Farice þar sem m.a. hafi komið fram að „fjár­hags­staða félags­ins væri erfið og að rík­ið hefði þurft að leggja því til fé, bæði í formi hluta­fjár og skamm­tíma­lána, og ­gang­ast í ábyrgðir vegna lán­töku þess. Í árs­lok 2012 hefðu ríkið og Lands­virkjun átt um 60% í félag­in­u“.

Í nýrri eft­ir­fylgn­is­skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að á tíma­bil­inu 2012 til 2014 hafi fjár­hags­staða Farice batnað umtals­vert. „Engu að síður telur stofn­unin að á­hætta rík­is­sjóðs vegna ábyrgða á lánum félags­ins sé veru­leg. Í árs­lok 2014 ­námu skuldir félags­ins um 8,3 millj­örðum króna og var rík­is­á­byrgð á um 85% af þeirri fjár­hæð“.

Auglýsing

Staða Farice var mjög slök eftir banka­hrun­ið. Íslenska ríkið og Lands­virkj­un, sem eru stærstu hlut­haf­ar Farice, lögðu félag­inu til um 1,6 millj­arða króna síðla árs 2010 auk þess sem ­stærstu óverðr­tyggðu kröfu­hafar Farice sam­þykktu að breyta kröfum sínum upp á 7,4 millj­arða króna í B-hluta­fé. Sam­hliða end­ur­fjár­mögn­uðu veð­tryggð­ir ­kröfu­hafar um átta millj­arða króna lán félags­ins. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None