Silicor stefnir að kolefnishlutlausri starfsemi - Mengar eins og 24 heimilisbílar

Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Sól­ar­kís­il­ver Sil­icor Mater­i­als á Grund­ar­tanga verður kolefn­is­hlut­laust og mun því ekki auka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. Það verður tryggt með aðgerðum sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum stöðl­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sil­icor, en fyrsta skrefið í þessum aðgerðum hefur verið stigið með samn­ingi við Kol­við, sjóð sem stofn­aður var af Land­vernd og Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands, um að planta 26 þús­und trjám sem binda alla losun koltví­sýr­ings sem verður til við starf­semi sól­ar­kís­il­vers­ins á Grund­ar­tanga. „Sól­ar­kís­il­verið mun fram­leiða sól­ar­kísil fyrir sól­ar­hlöð sem virkjað geta úr geislum sól­ar­innar 38 sinnum meiri raf­orku en fer til fram­leiðsl­unn­ar. Losun koltví­sýr­ings vegna fram­leiðsl­unnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er svipað og losun 24 dæm­is­gerðra heim­il­is­bif­reiða,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Sil­icor.

Silcor Mater­ial er banda­rískt fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar í Kali­forníu í Banda­ríkj­unum en for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins er Ther­esa Jest­er.

Sól­ar­kís­il­verið mun árlega fram­leiða nítján þús­und tonn af sól­ar­kísil og nota 85 mega­vött af raf­orku. Við sól­ar­kís­il­verið munu starfa um 450 manns, þar af um þriðj­ungur í störfum sem krefj­ast háskóla­mennt­un­ar.

Auglýsing

Áætluð fjár­fest­ing Sil­icor á Íslandi vegna sól­ar­kís­il­vers á Grund­ar­tanga er um 900 milj­ónir Banda­ríkja­dala, eða að jafn­virði um 120 millj­arða króna miðað við núver­andi gengi.

Und­ir­bún­ingur að upp­bygg­ingu starf­sem­innar á Grund­ar­tanga hófst árið 2013. Áætlað er að fram­kvæmdir hefj­ist um mitt ár 2016 og sól­ar­kís­il­verið taki til starfa árið 2018.

Næstu tvær vikur verða leið­togar ríkja jarð­ar­inn­ar, ásamt fjölda sér­fræð­inga frá háskólum og fyr­ir­tækj­um, saman komnir í París með það fyrir augum að sam­ein­ast um leiðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sporna þannig gegn hlýnun jarðar af manna­völd­um. 

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þau álita­mál, sem verða til umfjöll­unar á fund­in­um, í frétt­um, frétta­skýr­ingum og hlað­varps­þátt­um, en Birgir Þór Harð­ar­son, fram­leiðslu­stjóri Kjarn­ans, mun fara á fund­inn fyrir hönd Kjarn­ans og greina frá fram­vindu mála af vett­vangi.

Sil­icor seg­ist í til­kynn­ingu kapp­kosta að upp­fylla háleit mark­mið um umhverf­is­væna starf­semi, og gott bet­ur.

Umdeild upp­bygg­ing - Krafa um umhverf­is­mat

Upp­bygg­ing Sil­icor á Grund­ar­tanga er umdeild. Búið er að stefna íslenska rík­inu og Sil­icor Mater­ial vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ing­ar. Að kærunni standa umhverf­is­sam­tök, bændur á áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna, íbúar og Kjósa­hrepp­ur. Þess er kraf­ist að ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar, um að kís­il­verk­smiðjan þurfi ekki að fara í umhverf­is­mat, verði ógild, en Kjarn­inn birti stefn­una í heild sinni 27. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Fjögur meg­in­at­riði

Í til­kynn­ingu Sil­icor seg­ir, að ef ekki verði stigin stór skref gegn auk­inni mengun af manna­völd­um, þá muni það hafa „al­var­legar afleið­ingar fyrir lífs­skil­yrði á jörð­inn­i.“

„Sil­icor vill verða hluti af lausn­inni sem kemur í veg fyrir þær. Fram­lag Sil­icor er eft­ir­far­andi:

-          Að fram­leiða sól­ar­kísil með ódýr­ari og umhverf­is­vænni hætti en aðrir og þannig stuðla að auk­inni notkun orku­gjafa í heim­inum sem ekki valda losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

-          Að grípa til aðgerða sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum stöðlum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til jafns við þann útblástur koltví­sýr­ings sem kemur frá sól­ar­kís­il­veri fyr­ir­tæk­is­ins.

-          Að afla upp­runa­vott­orða með þeirri raf­orku sem sól­ar­kís­il­verið notar við fram­leiðslu til að tryggja að fram­leiðsla raf­orkunnar auki ekki losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

-          Að binda allan koltví­sýr­ing sem starf­semi sól­ar­kís­il­vers­ins losar, bæði fram­leiðslan og önnur starf­semi á athafna­svæði þess, með skóg­rækt í samt­arfi við Kol­við,“ segir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Leggja áherslu á að verk­efnið sé umhverf­is­vænt

Sól­ar­kís­il­ver Sil­icor mun losa um 48 tonn af koltví­sýr­ingi (CO2) ári, og segja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins að mik­ill árangur hafi náðst við að draga ur los­un, með rann­sóknum og þróun innan fyr­ir­tæk­is­ins. „Til sam­an­burðar losar dæmi­gerður heim­il­is­bíll á Íslandi á bil­inu 1 til 2 tonn á ári og álver 400 til 500 þús­und tonn. Þessi litla losun sól­ar­kís­il­vers­ins er árangur af starfi vís­inda­manna Sil­icor sem tek­ist hefur að draga veru­lega úr losun frá því sem upp­haf­lega var áætl­að. Þá hefur Sil­icor áætlað að útblástur frá annarri starf­semi, flutn­ingum og öðru sem krefst notk­unar vinnu­véla, á athafna­svæði Sil­icor á Grund­ar­tanga verði á bil­inu 2.600 til 2.800 tonn á ári,“ í segir í frétta­til­kynn­ing­unni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None