Silicor stefnir að kolefnishlutlausri starfsemi - Mengar eins og 24 heimilisbílar

Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga verður kolefnishlutlaust og mun því ekki auka útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Það verður tryggt með aðgerðum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Silicor, en fyrsta skrefið í þessum aðgerðum hefur verið stigið með samningi við Kolvið, sjóð sem stofnaður var af Landvernd og Skógræktarfélagi Íslands, um að planta 26 þúsund trjám sem binda alla losun koltvísýrings sem verður til við starfsemi sólarkísilversins á Grundartanga. „Sólarkísilverið mun framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð sem virkjað geta úr geislum sólarinnar 38 sinnum meiri raforku en fer til framleiðslunnar. Losun koltvísýrings vegna framleiðslunnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er svipað og losun 24 dæmisgerðra heimilisbifreiða,“ segir í fréttatilkynningu frá Silicor.

Silcor Material er bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Kaliforníu í Bandaríkjunum en forstjóri fyrirtækisins er Theresa Jester.

Sólarkísilverið mun árlega framleiða nítján þúsund tonn af sólarkísil og nota 85 megavött af raforku. Við sólarkísilverið munu starfa um 450 manns, þar af um þriðjungur í störfum sem krefjast háskólamenntunar.

Auglýsing

Áætluð fjárfesting Silicor á Íslandi vegna sólarkísilvers á Grundartanga er um 900 miljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna miðað við núverandi gengi.

Undirbúningur að uppbyggingu starfseminnar á Grundartanga hófst árið 2013. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2016 og sólarkísilverið taki til starfa árið 2018.

Næstu tvær vikur verða leiðtogar ríkja jarðarinnar, ásamt fjölda sérfræðinga frá háskólum og fyrirtækjum, saman komnir í París með það fyrir augum að sameinast um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna þannig gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. 

Kjarninn hefur fjallað ítarlega um þau álitamál, sem verða til umfjöllunar á fundinum, í fréttum, fréttaskýringum og hlaðvarpsþáttum, en Birgir Þór Harðarson, framleiðslustjóri Kjarnans, mun fara á fundinn fyrir hönd Kjarnans og greina frá framvindu mála af vettvangi.

Silicor segist í tilkynningu kappkosta að uppfylla háleit markmið um umhverfisvæna starfsemi, og gott betur.

Umdeild uppbygging - Krafa um umhverfismat

Uppbygging Silicor á Grundartanga er umdeild. Búið er að stefna íslenska ríkinu og Silicor Material vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Að kærunni standa umhverfissamtök, bændur á áhrifasvæði framkvæmdanna, íbúar og Kjósahreppur. Þess er krafist að ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að kísilverksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat, verði ógild, en Kjarninn birti stefnuna í heild sinni 27. október síðastliðinn.

Fjögur meginatriði

Í tilkynningu Silicor segir, að ef ekki verði stigin stór skref gegn aukinni mengun af mannavöldum, þá muni það hafa „alvarlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði á jörðinni.“

„Silicor vill verða hluti af lausninni sem kemur í veg fyrir þær. Framlag Silicor er eftirfarandi:

-          Að framleiða sólarkísil með ódýrari og umhverfisvænni hætti en aðrir og þannig stuðla að aukinni notkun orkugjafa í heiminum sem ekki valda losun gróðurhúsalofttegunda.

-          Að grípa til aðgerða samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til jafns við þann útblástur koltvísýrings sem kemur frá sólarkísilveri fyrirtækisins.

-          Að afla upprunavottorða með þeirri raforku sem sólarkísilverið notar við framleiðslu til að tryggja að framleiðsla raforkunnar auki ekki losun gróðurhúsalofttegunda.

-          Að binda allan koltvísýring sem starfsemi sólarkísilversins losar, bæði framleiðslan og önnur starfsemi á athafnasvæði þess, með skógrækt í samtarfi við Kolvið,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Leggja áherslu á að verkefnið sé umhverfisvænt

Sólarkísilver Silicor mun losa um 48 tonn af koltvísýringi (CO2) ári, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að mikill árangur hafi náðst við að draga ur losun, með rannsóknum og þróun innan fyrirtækisins. „Til samanburðar losar dæmigerður heimilisbíll á Íslandi á bilinu 1 til 2 tonn á ári og álver 400 til 500 þúsund tonn. Þessi litla losun sólarkísilversins er árangur af starfi vísindamanna Silicor sem tekist hefur að draga verulega úr losun frá því sem upphaflega var áætlað. Þá hefur Silicor áætlað að útblástur frá annarri starfsemi, flutningum og öðru sem krefst notkunar vinnuvéla, á athafnasvæði Silicor á Grundartanga verði á bilinu 2.600 til 2.800 tonn á ári,“ í segir í fréttatilkynningunni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None