Silicor stefnir að kolefnishlutlausri starfsemi - Mengar eins og 24 heimilisbílar

Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Sól­ar­kís­il­ver Sil­icor Mater­i­als á Grund­ar­tanga verður kolefn­is­hlut­laust og mun því ekki auka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. Það verður tryggt með aðgerðum sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum stöðl­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sil­icor, en fyrsta skrefið í þessum aðgerðum hefur verið stigið með samn­ingi við Kol­við, sjóð sem stofn­aður var af Land­vernd og Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands, um að planta 26 þús­und trjám sem binda alla losun koltví­sýr­ings sem verður til við starf­semi sól­ar­kís­il­vers­ins á Grund­ar­tanga. „Sól­ar­kís­il­verið mun fram­leiða sól­ar­kísil fyrir sól­ar­hlöð sem virkjað geta úr geislum sól­ar­innar 38 sinnum meiri raf­orku en fer til fram­leiðsl­unn­ar. Losun koltví­sýr­ings vegna fram­leiðsl­unnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er svipað og losun 24 dæm­is­gerðra heim­il­is­bif­reiða,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Sil­icor.

Silcor Mater­ial er banda­rískt fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar í Kali­forníu í Banda­ríkj­unum en for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins er Ther­esa Jest­er.

Sól­ar­kís­il­verið mun árlega fram­leiða nítján þús­und tonn af sól­ar­kísil og nota 85 mega­vött af raf­orku. Við sól­ar­kís­il­verið munu starfa um 450 manns, þar af um þriðj­ungur í störfum sem krefj­ast háskóla­mennt­un­ar.

Auglýsing

Áætluð fjár­fest­ing Sil­icor á Íslandi vegna sól­ar­kís­il­vers á Grund­ar­tanga er um 900 milj­ónir Banda­ríkja­dala, eða að jafn­virði um 120 millj­arða króna miðað við núver­andi gengi.

Und­ir­bún­ingur að upp­bygg­ingu starf­sem­innar á Grund­ar­tanga hófst árið 2013. Áætlað er að fram­kvæmdir hefj­ist um mitt ár 2016 og sól­ar­kís­il­verið taki til starfa árið 2018.

Næstu tvær vikur verða leið­togar ríkja jarð­ar­inn­ar, ásamt fjölda sér­fræð­inga frá háskólum og fyr­ir­tækj­um, saman komnir í París með það fyrir augum að sam­ein­ast um leiðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sporna þannig gegn hlýnun jarðar af manna­völd­um. 

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þau álita­mál, sem verða til umfjöll­unar á fund­in­um, í frétt­um, frétta­skýr­ingum og hlað­varps­þátt­um, en Birgir Þór Harð­ar­son, fram­leiðslu­stjóri Kjarn­ans, mun fara á fund­inn fyrir hönd Kjarn­ans og greina frá fram­vindu mála af vett­vangi.

Sil­icor seg­ist í til­kynn­ingu kapp­kosta að upp­fylla háleit mark­mið um umhverf­is­væna starf­semi, og gott bet­ur.

Umdeild upp­bygg­ing - Krafa um umhverf­is­mat

Upp­bygg­ing Sil­icor á Grund­ar­tanga er umdeild. Búið er að stefna íslenska rík­inu og Sil­icor Mater­ial vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ing­ar. Að kærunni standa umhverf­is­sam­tök, bændur á áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna, íbúar og Kjósa­hrepp­ur. Þess er kraf­ist að ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar, um að kís­il­verk­smiðjan þurfi ekki að fara í umhverf­is­mat, verði ógild, en Kjarn­inn birti stefn­una í heild sinni 27. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Fjögur meg­in­at­riði

Í til­kynn­ingu Sil­icor seg­ir, að ef ekki verði stigin stór skref gegn auk­inni mengun af manna­völd­um, þá muni það hafa „al­var­legar afleið­ingar fyrir lífs­skil­yrði á jörð­inn­i.“

„Sil­icor vill verða hluti af lausn­inni sem kemur í veg fyrir þær. Fram­lag Sil­icor er eft­ir­far­andi:

-          Að fram­leiða sól­ar­kísil með ódýr­ari og umhverf­is­vænni hætti en aðrir og þannig stuðla að auk­inni notkun orku­gjafa í heim­inum sem ekki valda losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

-          Að grípa til aðgerða sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum stöðlum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til jafns við þann útblástur koltví­sýr­ings sem kemur frá sól­ar­kís­il­veri fyr­ir­tæk­is­ins.

-          Að afla upp­runa­vott­orða með þeirri raf­orku sem sól­ar­kís­il­verið notar við fram­leiðslu til að tryggja að fram­leiðsla raf­orkunnar auki ekki losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

-          Að binda allan koltví­sýr­ing sem starf­semi sól­ar­kís­il­vers­ins losar, bæði fram­leiðslan og önnur starf­semi á athafna­svæði þess, með skóg­rækt í samt­arfi við Kol­við,“ segir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Leggja áherslu á að verk­efnið sé umhverf­is­vænt

Sól­ar­kís­il­ver Sil­icor mun losa um 48 tonn af koltví­sýr­ingi (CO2) ári, og segja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins að mik­ill árangur hafi náðst við að draga ur los­un, með rann­sóknum og þróun innan fyr­ir­tæk­is­ins. „Til sam­an­burðar losar dæmi­gerður heim­il­is­bíll á Íslandi á bil­inu 1 til 2 tonn á ári og álver 400 til 500 þús­und tonn. Þessi litla losun sól­ar­kís­il­vers­ins er árangur af starfi vís­inda­manna Sil­icor sem tek­ist hefur að draga veru­lega úr losun frá því sem upp­haf­lega var áætl­að. Þá hefur Sil­icor áætlað að útblástur frá annarri starf­semi, flutn­ingum og öðru sem krefst notk­unar vinnu­véla, á athafna­svæði Sil­icor á Grund­ar­tanga verði á bil­inu 2.600 til 2.800 tonn á ári,“ í segir í frétta­til­kynn­ing­unni.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None