Silicor stefnir að kolefnishlutlausri starfsemi - Mengar eins og 24 heimilisbílar

Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Sól­ar­kís­il­ver Sil­icor Mater­i­als á Grund­ar­tanga verður kolefn­is­hlut­laust og mun því ekki auka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. Það verður tryggt með aðgerðum sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum stöðl­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sil­icor, en fyrsta skrefið í þessum aðgerðum hefur verið stigið með samn­ingi við Kol­við, sjóð sem stofn­aður var af Land­vernd og Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands, um að planta 26 þús­und trjám sem binda alla losun koltví­sýr­ings sem verður til við starf­semi sól­ar­kís­il­vers­ins á Grund­ar­tanga. „Sól­ar­kís­il­verið mun fram­leiða sól­ar­kísil fyrir sól­ar­hlöð sem virkjað geta úr geislum sól­ar­innar 38 sinnum meiri raf­orku en fer til fram­leiðsl­unn­ar. Losun koltví­sýr­ings vegna fram­leiðsl­unnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er svipað og losun 24 dæm­is­gerðra heim­il­is­bif­reiða,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Sil­icor.

Silcor Mater­ial er banda­rískt fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar í Kali­forníu í Banda­ríkj­unum en for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins er Ther­esa Jest­er.

Sól­ar­kís­il­verið mun árlega fram­leiða nítján þús­und tonn af sól­ar­kísil og nota 85 mega­vött af raf­orku. Við sól­ar­kís­il­verið munu starfa um 450 manns, þar af um þriðj­ungur í störfum sem krefj­ast háskóla­mennt­un­ar.

Auglýsing

Áætluð fjár­fest­ing Sil­icor á Íslandi vegna sól­ar­kís­il­vers á Grund­ar­tanga er um 900 milj­ónir Banda­ríkja­dala, eða að jafn­virði um 120 millj­arða króna miðað við núver­andi gengi.

Und­ir­bún­ingur að upp­bygg­ingu starf­sem­innar á Grund­ar­tanga hófst árið 2013. Áætlað er að fram­kvæmdir hefj­ist um mitt ár 2016 og sól­ar­kís­il­verið taki til starfa árið 2018.

Næstu tvær vikur verða leið­togar ríkja jarð­ar­inn­ar, ásamt fjölda sér­fræð­inga frá háskólum og fyr­ir­tækj­um, saman komnir í París með það fyrir augum að sam­ein­ast um leiðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sporna þannig gegn hlýnun jarðar af manna­völd­um. 

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þau álita­mál, sem verða til umfjöll­unar á fund­in­um, í frétt­um, frétta­skýr­ingum og hlað­varps­þátt­um, en Birgir Þór Harð­ar­son, fram­leiðslu­stjóri Kjarn­ans, mun fara á fund­inn fyrir hönd Kjarn­ans og greina frá fram­vindu mála af vett­vangi.

Sil­icor seg­ist í til­kynn­ingu kapp­kosta að upp­fylla háleit mark­mið um umhverf­is­væna starf­semi, og gott bet­ur.

Umdeild upp­bygg­ing - Krafa um umhverf­is­mat

Upp­bygg­ing Sil­icor á Grund­ar­tanga er umdeild. Búið er að stefna íslenska rík­inu og Sil­icor Mater­ial vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ing­ar. Að kærunni standa umhverf­is­sam­tök, bændur á áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna, íbúar og Kjósa­hrepp­ur. Þess er kraf­ist að ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar, um að kís­il­verk­smiðjan þurfi ekki að fara í umhverf­is­mat, verði ógild, en Kjarn­inn birti stefn­una í heild sinni 27. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Fjögur meg­in­at­riði

Í til­kynn­ingu Sil­icor seg­ir, að ef ekki verði stigin stór skref gegn auk­inni mengun af manna­völd­um, þá muni það hafa „al­var­legar afleið­ingar fyrir lífs­skil­yrði á jörð­inn­i.“

„Sil­icor vill verða hluti af lausn­inni sem kemur í veg fyrir þær. Fram­lag Sil­icor er eft­ir­far­andi:

-          Að fram­leiða sól­ar­kísil með ódýr­ari og umhverf­is­vænni hætti en aðrir og þannig stuðla að auk­inni notkun orku­gjafa í heim­inum sem ekki valda losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

-          Að grípa til aðgerða sam­kvæmt alþjóð­lega við­ur­kenndum stöðlum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda til jafns við þann útblástur koltví­sýr­ings sem kemur frá sól­ar­kís­il­veri fyr­ir­tæk­is­ins.

-          Að afla upp­runa­vott­orða með þeirri raf­orku sem sól­ar­kís­il­verið notar við fram­leiðslu til að tryggja að fram­leiðsla raf­orkunnar auki ekki losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

-          Að binda allan koltví­sýr­ing sem starf­semi sól­ar­kís­il­vers­ins losar, bæði fram­leiðslan og önnur starf­semi á athafna­svæði þess, með skóg­rækt í samt­arfi við Kol­við,“ segir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Leggja áherslu á að verk­efnið sé umhverf­is­vænt

Sól­ar­kís­il­ver Sil­icor mun losa um 48 tonn af koltví­sýr­ingi (CO2) ári, og segja for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins að mik­ill árangur hafi náðst við að draga ur los­un, með rann­sóknum og þróun innan fyr­ir­tæk­is­ins. „Til sam­an­burðar losar dæmi­gerður heim­il­is­bíll á Íslandi á bil­inu 1 til 2 tonn á ári og álver 400 til 500 þús­und tonn. Þessi litla losun sól­ar­kís­il­vers­ins er árangur af starfi vís­inda­manna Sil­icor sem tek­ist hefur að draga veru­lega úr losun frá því sem upp­haf­lega var áætl­að. Þá hefur Sil­icor áætlað að útblástur frá annarri starf­semi, flutn­ingum og öðru sem krefst notk­unar vinnu­véla, á athafna­svæði Sil­icor á Grund­ar­tanga verði á bil­inu 2.600 til 2.800 tonn á ári,“ í segir í frétta­til­kynn­ing­unni.„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None