Breska söngkonan Adele seldi 3,4 milljónir eintaka af nýrri plötu sinni, 25, á fyrstu vikunni sem hún var í sölu. Platan kom formlega út 25. nóvember, en platan var til sölu á völdum stöðum nokkrum dögum fyrr. Aldrei hefur plata selst jafn hratt í Bandaríkjunum, frá því formlegar mælingar hófust árið 1991, á fyrstu viku í sölu, samkvæmt frétt frá Billboard.
Það sem skipt hefur miklu máli fyrir sölu plötunnar eru gríðarlegar vinsældir lagsins Hello, sem er fyrsta smáskífulag plötunnar.
Auglýsing