Segir orðróm um að Rio Tinto vilji selja orkuna úr Straumsvík í gegnum sæstreng

alver-1.jpg
Auglýsing

Gylfi Ingvason, talsmaður starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík, segir að fjöldi fólks hafi verið í sambandi við hann upp á síðkastið vegna orðróms um að Rio Tinto hafi aðrar fyrirtætlanir með raforku sem fyrirtækið kaupir af Landsvirkjun en að nýta hana í álframleiðslu. „Þeir lokuðu álveri í Englandi og fengu hærra verð fyrir að selja raforkuna annað. Það er verið að líta til þess að umræðan um raforkustrenginn sé komin lengra og að Rio Tinto Alcan horfi til þess að nota raforkuna í eitthvað annað en í álverið. Þeir fái meira fyrir orkuna þegar sæstrengurinn verður kominn, á einhverjum tímapunkti,“ segir Gylfi við Morgunblaðið í dag.

Kjaraviðræður starfsmanna álversins eru í algjörum hnút, en verkfall starfsmanna á að hefjast miðvikudaginn 2. desember. Verði af því mun álverinu loka og forsvarsmenn þess hafa sagt opinberlega að svo kostnaðarsamt sé að endurreisa álverið að mögulega verði það ekki opnað á ný fari sem horfir.

Viðræðuaðilum deilir einungis á um eitt atriði: Rio Tinto Alcan vill fá að nýta sér nýjar heimildir til að gera hluta starfsmanna sinna að verktökum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um 32 störf starfsmanna sé að ræða en verkalýðshreyfingin segir það vera vanmat, störfin séu nær 100.  

Auglýsing

Í Morgunblaðinu segir Gylfi að séu störfin um 30 þá sæti það furðu furðu að fyrirtækið standi og falli með því að því verði gert kleift að ráða verktaka í stað starfsmanna. Hann spyr af hverju Rio Tinto Alcan hafi þá ekki gert slíkar kröfur til stjórnenda, en búið er að ganga frá samningum við stjórnendur og millistjórnendur Rio Tinto Alcan.

Gylfi segir að starfsmenn ætli ekki að láta undan kröfum fyrirtækisins þótt sú afstaða kunni að kosta störf allar starfsmanna þess. „Þá er fyrirtækið búið að taka ákvörðun og notar kjaradeiluna til að loka fyrirtækinu. Það getur ekki verið að kjaradeilan valdi þessari stöðu í málinu, það er alveg útilokað.“ 

Með raforkusamning til 2036

Stjórnendur Rio Tinto Alcan hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði um að mögulega gæti álverið lokað varanlega ef til verkfalls kemur með tilheyrandi framleiðslustoppi í álverinu. 

Það gæti reynst afar kostnaðarsamt fyrir fyrirtækið, þar sem móðurfélagsábyrgð er á umsömdum raforkukaupum fyrirtækisins, samkvæmt nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins, en samningur við Landsvirkjun gildir út árið 2036.

Rio Tinto hefur gengið í gegnum mikið hagræðingarferli á heimsvísu í álframleiðslu sinni, vegna erfiðra ytri aðstæðna. Frá árinu 2009 hefur fyrirtækið lokað fjórum álverum og selt eignarhluti í fjórum til viðbótar. 

Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Rio Tinto Alcan harðlega, og meðal annars sagt að fyrirtækið sé alræmt á heimsvísu sem „alþjóðlegur auðhringur“ sem svífist einskis í hagsmunabaráttu sinni. „Um hvað snýst deilan í ÍSAL í raun? Hún snýst um alþjóðavæðingu auðhringa sem beita öllum ráðum til að sjúga eins og þeir geta út úr þeim hagkerfum sem þeir starfa í, með því að greiða lág laun, helst enga skatta né aðrar skyldur,“ skrifaði Guðmundur í pistli á vef VM fyrir helgi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None