Tölvuárásir vegna hvalveiða, svindl Rússa, rotnir Danir og stjórþjóðir mögulega á hliðina

hvalur.jpg
Auglýsing

Að venju bauð Kjarn­inn upp á hlað­borð frétta­skýr­inga og áhuga­verðs efnis um liðna helgi. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur fjall­aði til að ­mynda um ótrú­lega stöðu sem komin er upp í frjáls­í­þrótta­heim­inum eft­ir lyfja­hneyksli í Rúss­landi.

Kjarn­inn greindi frá því fyrstur allra miðla á föstu­dags­kvöldið að Anonymous sam­tökin hefðu ráð­ist á íslenskar ráðu­neyt­is­síður með þeim afleið­ingum að þær lágu niðri í um hálfan sól­ar­hring. Ástæð­an: hval­veiðar Íslend­inga.

Anonymous lokaði fjölmörgum ráðuneytissíðum á föstudag.

Auglýsing

Magnús Hall­dórs­son skrif­aði frétta­skýr­ingu um sífellt ­lækk­andi veiði­gjöld, sem gera það að verkum að mik­ill hagn­að­ur­ ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja verður enn meiri.

Í Kjarn­anum hefur verið lögð mikið áhersla á umfjöllun um ­loft­lags­mál und­an­farin miss­eri og Birgir Þór Harð­ar­son blaða­maður mun von bráðar fara fyrir okkar hönd á COP21 fund­inn í Par­ís, sem kall­aður hefur ver­ið ­mik­il­væg­asti fundur mann­kyns. Á laug­ar­dag birt­ist frétta­skýr­ing þar sem far­ið var ítar­lega yfir hvar Ísland stendur í loft­lags­málum og hvort við höf­um ­for­skot á aðra með hreinu ork­una okk­ar.

Sig­ríður Túl­inius skrif­aði úttekt á Jer­emy Cor­byn, nýj­u­m ­leið­toga Verka­manna­flokks­ins, og þeim áskor­unum sem hann stendur frammi fyr­ir og Borg­þór Arn­gríms­son sagði frá því að sitt­hvað sé rotið í ríki Dana. Fréttir af alls kyns klúðri þeirra hafa nán­ast verið dag­legt brauð í dönskum fjöl­miðlum um nokk­urra ára skeið og virð­ast engan enda ætla að taka. 

Jeremy Corbyn er afar umdeildur. Tony Blair varaði til að mynda mjög við því að Corbyn yrði kjörinn formaður Verkamannaflokksins.

Þá stendur Seðla­banki ­Banda­ríkj­anna frammi fyrir flóknum aðstæðum á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­fund­i árs­ins. Verða stýri­vextir hækk­aðir eða ekki? Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um mál­ið kemur fram að vaxta­hækkun gæti sett stór­þjóðir á hlið­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None