Tölvuárásir vegna hvalveiða, svindl Rússa, rotnir Danir og stjórþjóðir mögulega á hliðina

hvalur.jpg
Auglýsing

Að venju bauð Kjarn­inn upp á hlað­borð frétta­skýr­inga og áhuga­verðs efnis um liðna helgi. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur fjall­aði til að ­mynda um ótrú­lega stöðu sem komin er upp í frjáls­í­þrótta­heim­inum eft­ir lyfja­hneyksli í Rúss­landi.

Kjarn­inn greindi frá því fyrstur allra miðla á föstu­dags­kvöldið að Anonymous sam­tökin hefðu ráð­ist á íslenskar ráðu­neyt­is­síður með þeim afleið­ingum að þær lágu niðri í um hálfan sól­ar­hring. Ástæð­an: hval­veiðar Íslend­inga.

Anonymous lokaði fjölmörgum ráðuneytissíðum á föstudag.

Auglýsing

Magnús Hall­dórs­son skrif­aði frétta­skýr­ingu um sífellt ­lækk­andi veiði­gjöld, sem gera það að verkum að mik­ill hagn­að­ur­ ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja verður enn meiri.

Í Kjarn­anum hefur verið lögð mikið áhersla á umfjöllun um ­loft­lags­mál und­an­farin miss­eri og Birgir Þór Harð­ar­son blaða­maður mun von bráðar fara fyrir okkar hönd á COP21 fund­inn í Par­ís, sem kall­aður hefur ver­ið ­mik­il­væg­asti fundur mann­kyns. Á laug­ar­dag birt­ist frétta­skýr­ing þar sem far­ið var ítar­lega yfir hvar Ísland stendur í loft­lags­málum og hvort við höf­um ­for­skot á aðra með hreinu ork­una okk­ar.

Sig­ríður Túl­inius skrif­aði úttekt á Jer­emy Cor­byn, nýj­u­m ­leið­toga Verka­manna­flokks­ins, og þeim áskor­unum sem hann stendur frammi fyr­ir og Borg­þór Arn­gríms­son sagði frá því að sitt­hvað sé rotið í ríki Dana. Fréttir af alls kyns klúðri þeirra hafa nán­ast verið dag­legt brauð í dönskum fjöl­miðlum um nokk­urra ára skeið og virð­ast engan enda ætla að taka. 

Jeremy Corbyn er afar umdeildur. Tony Blair varaði til að mynda mjög við því að Corbyn yrði kjörinn formaður Verkamannaflokksins.

Þá stendur Seðla­banki ­Banda­ríkj­anna frammi fyrir flóknum aðstæðum á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­fund­i árs­ins. Verða stýri­vextir hækk­aðir eða ekki? Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um mál­ið kemur fram að vaxta­hækkun gæti sett stór­þjóðir á hlið­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None