Bjarni segir sjálfsagt að skoða aðra gjaldmiðlakosti, en eftir nokkur ár

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir sjálfsagt að skoða aðra kosti í gjaldmiðlamálum, en að nokkrum árum liðnum eftir að Ísland hafi sótt fram að styrkleika og komið sér í öfundsverða stöðu. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. 

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ályktun á landsfundi sínum í lok október þess efnis að kanna skuli til þrautar upptöku myntar sem sé gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað íslenskrar krónu. 

Heiða Kristín spurði Bjarna hvort hann væri að vinna í samræmi við þá ályktun um gjaldmiðlamál sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, og ef svo væri, hvað fælist þá í þeirri vinnu. Bjarni svaraði spurningunni ekki beint en sagði að hægt væri að samsinna því að íslenska krónan í höftum væri ekki framtíðarlausn á okkar gjaldmiðlamálum. Þess vegna væri verið að vinna að því að aflétta höftum með trúverðuglegri áætlun þar um.

Auglýsing

Bjarni vakti athygli Heiðu Kristínar á skrifum hagfræðingsins Paul Krugman um að val á gjaldmiðli snérist meðal annars um það hvernig menn vilja fara í gegnum krísur. „Hann leiðir að því rök að með því að Ísland hafi haft sjálfstæðan gjaldmiðil en Írar hafi haft sameiginlegan gjaldmiðil með evrusvæðinu þá hafi aðlögunin eftir hrunið verið okkur miklu mun auðveldari. Þetta er hluti umræðunnar um gjaldmiðil. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eitthvað sérstaklega mikið til að koma til að menn gefi frá sér þá hagstjórnarmöguleika sem felast í sjálfstæðum gjaldmiðli. Með sjálfstæðum gjaldmiðli verja menn alltaf störfin.“

Bjarni sagðist líka vera þeirrar skoðunar að skoða ætti valmöguleika í gjaldmiðlamálum út frá styrkleika. „Þess vegna finnst mér, eins og sakir standa, þá hljóti það að vera meginviðfangsefni okkar að taka til í eigin ranni, að greiða niður skuldir, að tryggja afgang á ríkisfjármálum og opinberum fjármálum almennt, að stuðla að afgangi á viðskiptum við útlönd og þannig sækja fram til sterkari stöðu, sem á endanum leiðir til þess að ef menn vilja í framtíðinni gera breytingar þá tökum við þær breytingar út frá styrkleika. En eins og sakir standa tel ég okkur ekki hafa annan möguleika en krónuna og við gertum vel náð árangri með því eins og við höfum sýnt.“

Heiða Kristín sagðist skilja svar ráðherra þannig að það væri ekki verið að vinna í samræmi við samþykkta landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins að öðru leyti en með áætlun um losun hafta. Hún benti einnig á að þótt áætlunin gangi fullkomlega eftir þá muni krónan samt sem áður vera áfram í einhverskonar höftum. Þótt krónan hafi reynst ágætlega við úrlausn þess vanda sem Ísland rataði í þá hafi hún einnig skilað okkur í þann vanda sem vinna þurfti úr.

Bjarni sagði að það hefði ekki verið gjaldmiðillinn sem kom Íslandi í vanda fyrir hrunið, heldur óábyrg hegðun. Það mætti til að mynda segja með sömu rökum að ástæða þess að Grikkir hefðu ratað í vanda væru lágir vextir á evruskuldabréfum sem þeir gátu gefið út, en ástæðan fyrir vanda þeirra væri hins vegar sú að þeir eyddu um efni fram. „Við getum sótt fram af styrkleika á næstu árum, komið okkur í mjög öfundsverða stöðu og upp frá því finnst mér sjálfsagt að skoða alla kosti ,eins og kveðið var á um í þessari landsfundarályktun.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None