Bjarni segir sjálfsagt að skoða aðra gjaldmiðlakosti, en eftir nokkur ár

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir sjálf­sagt að skoða aðra kosti í gjald­miðla­mál­um, en að nokkrum árum liðnum eftir að Ísland hafi sótt fram að styrk­leika og komið sér í öf­unds­verða stöðu. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Heiðu Krist­ín­ar Helga­dóttur, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, á Alþingi í gær. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sam­þykkti ályktun á lands­fundi sínum í lok októ­ber þess efnis að kanna skuli til þrautar upp­töku myntar sem sé gjald­geng í al­þjóða­við­skiptum í stað íslenskrar krón­u. 

Heiða Kristín spurði Bjarna hvort hann væri að vinna í sam­ræmi við þá ályktun um gjald­miðla­mál sem sam­þykkt var á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og ef svo væri, hvað fælist þá í þeirri vinn­u. ­Bjarni svar­aði spurn­ing­unni ekki beint en sagði að hægt væri að sam­sinna því að ­ís­lenska krónan í höftum væri ekki fram­tíð­ar­lausn á okkar gjald­miðla­mál­um. Þess ­vegna væri verið að vinna að því að aflétta höftum með trú­verð­ug­legri áætl­un þar um.

Auglýsing

Bjarni vakti athygli Heiðu Krist­ínar á skrifum hag­fræð­ings­ins Paul Krug­man um að val á gjald­miðli snérist meðal ann­ars um það hvernig menn vilja fara í gegnum krís­ur. „Hann leiðir að því rök að með því að Ísland hafi haft sjálf­stæðan gjald­miðil en Írar hafi haft sam­eig­in­legan gjald­miðil með­ ­evru­svæð­inu þá hafi aðlög­unin eftir hrunið verið okkur miklu mun auð­veld­ari. Þetta er hluti umræð­unnar um gjald­mið­il. Ég er þeirrar skoð­unar að það þurfi eitt­hvað ­sér­stak­lega mikið til að koma til að menn gefi frá sér þá hag­stjórn­ar­mögu­leika ­sem fel­ast í sjálf­stæðum gjald­miðli. Með sjálf­stæðum gjald­miðli verja menn alltaf störf­in.“

Bjarni sagð­ist líka vera þeirrar skoð­unar að skoða ætt­i val­mögu­leika í gjald­miðla­málum út frá styrk­leika. „Þess vegna finnst mér, eins og sakir standa, þá hljóti það að vera meg­in­við­fangs­efni okkar að taka til í eigin ranni, að greiða niður skuld­ir, að tryggja afgang á rík­is­fjár­málum og op­in­berum fjár­málum almennt, að stuðla að afgangi á við­skiptum við útlönd og þannig sækja fram til sterk­ari stöðu, sem á end­anum leiðir til þess að ef menn vilja í fram­tíð­inni gera breyt­ingar þá tökum við þær breyt­ingar út frá­ ­styrk­leika. En eins og sakir standa tel ég okkur ekki hafa annan mögu­leika en krón­una og við gertum vel náð árangri með því eins og við höfum sýnt.“

Heiða Kristín sagð­ist skilja svar ráð­herra þannig að það væri ekki verið að vinna í sam­ræmi við sam­þykkta lands­fund­ar­á­lykt­un ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins að öðru leyti en með áætlun um losun hafta. Hún bent­i einnig á að þótt áætl­unin gangi full­kom­lega eftir þá muni krónan samt sem áður­ vera áfram í ein­hvers­konar höft­um. Þótt krónan hafi reynst ágæt­lega við úrlausn þess vanda sem Ísland rataði í þá hafi hún einnig skilað okkur í þann vanda sem vinna þurfti úr.

Bjarni sagði að það hefði ekki verið gjald­mið­ill­inn sem kom Ís­landi í vanda fyrir hrun­ið, heldur óábyrg hegð­un. Það mætti til að mynda ­segja með sömu rökum að ástæða þess að Grikkir hefðu ratað í vanda væru lágir vextir á evru­skulda­bréfum sem þeir gátu gefið út, en ástæðan fyrir vanda þeirra væri hins vegar sú að þeir eyddu um efni fram. „Við getum sótt fram af ­styrk­leika á næstu árum, komið okkur í mjög öfunds­verða stöðu og upp frá því finnst mér sjálf­sagt að skoða alla kosti ,eins og kveðið var á um í þess­ari lands­fund­ar­á­lykt­un.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None