Bjarni segir sjálfsagt að skoða aðra gjaldmiðlakosti, en eftir nokkur ár

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir sjálf­sagt að skoða aðra kosti í gjald­miðla­mál­um, en að nokkrum árum liðnum eftir að Ísland hafi sótt fram að styrk­leika og komið sér í öf­unds­verða stöðu. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Heiðu Krist­ín­ar Helga­dóttur, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, á Alþingi í gær. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sam­þykkti ályktun á lands­fundi sínum í lok októ­ber þess efnis að kanna skuli til þrautar upp­töku myntar sem sé gjald­geng í al­þjóða­við­skiptum í stað íslenskrar krón­u. 

Heiða Kristín spurði Bjarna hvort hann væri að vinna í sam­ræmi við þá ályktun um gjald­miðla­mál sem sam­þykkt var á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og ef svo væri, hvað fælist þá í þeirri vinn­u. ­Bjarni svar­aði spurn­ing­unni ekki beint en sagði að hægt væri að sam­sinna því að ­ís­lenska krónan í höftum væri ekki fram­tíð­ar­lausn á okkar gjald­miðla­mál­um. Þess ­vegna væri verið að vinna að því að aflétta höftum með trú­verð­ug­legri áætl­un þar um.

Auglýsing

Bjarni vakti athygli Heiðu Krist­ínar á skrifum hag­fræð­ings­ins Paul Krug­man um að val á gjald­miðli snérist meðal ann­ars um það hvernig menn vilja fara í gegnum krís­ur. „Hann leiðir að því rök að með því að Ísland hafi haft sjálf­stæðan gjald­miðil en Írar hafi haft sam­eig­in­legan gjald­miðil með­ ­evru­svæð­inu þá hafi aðlög­unin eftir hrunið verið okkur miklu mun auð­veld­ari. Þetta er hluti umræð­unnar um gjald­mið­il. Ég er þeirrar skoð­unar að það þurfi eitt­hvað ­sér­stak­lega mikið til að koma til að menn gefi frá sér þá hag­stjórn­ar­mögu­leika ­sem fel­ast í sjálf­stæðum gjald­miðli. Með sjálf­stæðum gjald­miðli verja menn alltaf störf­in.“

Bjarni sagð­ist líka vera þeirrar skoð­unar að skoða ætt­i val­mögu­leika í gjald­miðla­málum út frá styrk­leika. „Þess vegna finnst mér, eins og sakir standa, þá hljóti það að vera meg­in­við­fangs­efni okkar að taka til í eigin ranni, að greiða niður skuld­ir, að tryggja afgang á rík­is­fjár­málum og op­in­berum fjár­málum almennt, að stuðla að afgangi á við­skiptum við útlönd og þannig sækja fram til sterk­ari stöðu, sem á end­anum leiðir til þess að ef menn vilja í fram­tíð­inni gera breyt­ingar þá tökum við þær breyt­ingar út frá­ ­styrk­leika. En eins og sakir standa tel ég okkur ekki hafa annan mögu­leika en krón­una og við gertum vel náð árangri með því eins og við höfum sýnt.“

Heiða Kristín sagð­ist skilja svar ráð­herra þannig að það væri ekki verið að vinna í sam­ræmi við sam­þykkta lands­fund­ar­á­lykt­un ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins að öðru leyti en með áætlun um losun hafta. Hún bent­i einnig á að þótt áætl­unin gangi full­kom­lega eftir þá muni krónan samt sem áður­ vera áfram í ein­hvers­konar höft­um. Þótt krónan hafi reynst ágæt­lega við úrlausn þess vanda sem Ísland rataði í þá hafi hún einnig skilað okkur í þann vanda sem vinna þurfti úr.

Bjarni sagði að það hefði ekki verið gjald­mið­ill­inn sem kom Ís­landi í vanda fyrir hrun­ið, heldur óábyrg hegð­un. Það mætti til að mynda ­segja með sömu rökum að ástæða þess að Grikkir hefðu ratað í vanda væru lágir vextir á evru­skulda­bréfum sem þeir gátu gefið út, en ástæðan fyrir vanda þeirra væri hins vegar sú að þeir eyddu um efni fram. „Við getum sótt fram af ­styrk­leika á næstu árum, komið okkur í mjög öfunds­verða stöðu og upp frá því finnst mér sjálf­sagt að skoða alla kosti ,eins og kveðið var á um í þess­ari lands­fund­ar­á­lykt­un.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None