Bjarni segir sjálfsagt að skoða aðra gjaldmiðlakosti, en eftir nokkur ár

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir sjálf­sagt að skoða aðra kosti í gjald­miðla­mál­um, en að nokkrum árum liðnum eftir að Ísland hafi sótt fram að styrk­leika og komið sér í öf­unds­verða stöðu. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Heiðu Krist­ín­ar Helga­dóttur, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, á Alþingi í gær. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sam­þykkti ályktun á lands­fundi sínum í lok októ­ber þess efnis að kanna skuli til þrautar upp­töku myntar sem sé gjald­geng í al­þjóða­við­skiptum í stað íslenskrar krón­u. 

Heiða Kristín spurði Bjarna hvort hann væri að vinna í sam­ræmi við þá ályktun um gjald­miðla­mál sem sam­þykkt var á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og ef svo væri, hvað fælist þá í þeirri vinn­u. ­Bjarni svar­aði spurn­ing­unni ekki beint en sagði að hægt væri að sam­sinna því að ­ís­lenska krónan í höftum væri ekki fram­tíð­ar­lausn á okkar gjald­miðla­mál­um. Þess ­vegna væri verið að vinna að því að aflétta höftum með trú­verð­ug­legri áætl­un þar um.

Auglýsing

Bjarni vakti athygli Heiðu Krist­ínar á skrifum hag­fræð­ings­ins Paul Krug­man um að val á gjald­miðli snérist meðal ann­ars um það hvernig menn vilja fara í gegnum krís­ur. „Hann leiðir að því rök að með því að Ísland hafi haft sjálf­stæðan gjald­miðil en Írar hafi haft sam­eig­in­legan gjald­miðil með­ ­evru­svæð­inu þá hafi aðlög­unin eftir hrunið verið okkur miklu mun auð­veld­ari. Þetta er hluti umræð­unnar um gjald­mið­il. Ég er þeirrar skoð­unar að það þurfi eitt­hvað ­sér­stak­lega mikið til að koma til að menn gefi frá sér þá hag­stjórn­ar­mögu­leika ­sem fel­ast í sjálf­stæðum gjald­miðli. Með sjálf­stæðum gjald­miðli verja menn alltaf störf­in.“

Bjarni sagð­ist líka vera þeirrar skoð­unar að skoða ætt­i val­mögu­leika í gjald­miðla­málum út frá styrk­leika. „Þess vegna finnst mér, eins og sakir standa, þá hljóti það að vera meg­in­við­fangs­efni okkar að taka til í eigin ranni, að greiða niður skuld­ir, að tryggja afgang á rík­is­fjár­málum og op­in­berum fjár­málum almennt, að stuðla að afgangi á við­skiptum við útlönd og þannig sækja fram til sterk­ari stöðu, sem á end­anum leiðir til þess að ef menn vilja í fram­tíð­inni gera breyt­ingar þá tökum við þær breyt­ingar út frá­ ­styrk­leika. En eins og sakir standa tel ég okkur ekki hafa annan mögu­leika en krón­una og við gertum vel náð árangri með því eins og við höfum sýnt.“

Heiða Kristín sagð­ist skilja svar ráð­herra þannig að það væri ekki verið að vinna í sam­ræmi við sam­þykkta lands­fund­ar­á­lykt­un ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins að öðru leyti en með áætlun um losun hafta. Hún bent­i einnig á að þótt áætl­unin gangi full­kom­lega eftir þá muni krónan samt sem áður­ vera áfram í ein­hvers­konar höft­um. Þótt krónan hafi reynst ágæt­lega við úrlausn þess vanda sem Ísland rataði í þá hafi hún einnig skilað okkur í þann vanda sem vinna þurfti úr.

Bjarni sagði að það hefði ekki verið gjald­mið­ill­inn sem kom Ís­landi í vanda fyrir hrun­ið, heldur óábyrg hegð­un. Það mætti til að mynda ­segja með sömu rökum að ástæða þess að Grikkir hefðu ratað í vanda væru lágir vextir á evru­skulda­bréfum sem þeir gátu gefið út, en ástæðan fyrir vanda þeirra væri hins vegar sú að þeir eyddu um efni fram. „Við getum sótt fram af ­styrk­leika á næstu árum, komið okkur í mjög öfunds­verða stöðu og upp frá því finnst mér sjálf­sagt að skoða alla kosti ,eins og kveðið var á um í þess­ari lands­fund­ar­á­lykt­un.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None