Bjarni segir sjálfsagt að skoða aðra gjaldmiðlakosti, en eftir nokkur ár

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir sjálf­sagt að skoða aðra kosti í gjald­miðla­mál­um, en að nokkrum árum liðnum eftir að Ísland hafi sótt fram að styrk­leika og komið sér í öf­unds­verða stöðu. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Heiðu Krist­ín­ar Helga­dóttur, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar, á Alþingi í gær. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sam­þykkti ályktun á lands­fundi sínum í lok októ­ber þess efnis að kanna skuli til þrautar upp­töku myntar sem sé gjald­geng í al­þjóða­við­skiptum í stað íslenskrar krón­u. 

Heiða Kristín spurði Bjarna hvort hann væri að vinna í sam­ræmi við þá ályktun um gjald­miðla­mál sem sam­þykkt var á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og ef svo væri, hvað fælist þá í þeirri vinn­u. ­Bjarni svar­aði spurn­ing­unni ekki beint en sagði að hægt væri að sam­sinna því að ­ís­lenska krónan í höftum væri ekki fram­tíð­ar­lausn á okkar gjald­miðla­mál­um. Þess ­vegna væri verið að vinna að því að aflétta höftum með trú­verð­ug­legri áætl­un þar um.

Auglýsing

Bjarni vakti athygli Heiðu Krist­ínar á skrifum hag­fræð­ings­ins Paul Krug­man um að val á gjald­miðli snérist meðal ann­ars um það hvernig menn vilja fara í gegnum krís­ur. „Hann leiðir að því rök að með því að Ísland hafi haft sjálf­stæðan gjald­miðil en Írar hafi haft sam­eig­in­legan gjald­miðil með­ ­evru­svæð­inu þá hafi aðlög­unin eftir hrunið verið okkur miklu mun auð­veld­ari. Þetta er hluti umræð­unnar um gjald­mið­il. Ég er þeirrar skoð­unar að það þurfi eitt­hvað ­sér­stak­lega mikið til að koma til að menn gefi frá sér þá hag­stjórn­ar­mögu­leika ­sem fel­ast í sjálf­stæðum gjald­miðli. Með sjálf­stæðum gjald­miðli verja menn alltaf störf­in.“

Bjarni sagð­ist líka vera þeirrar skoð­unar að skoða ætt­i val­mögu­leika í gjald­miðla­málum út frá styrk­leika. „Þess vegna finnst mér, eins og sakir standa, þá hljóti það að vera meg­in­við­fangs­efni okkar að taka til í eigin ranni, að greiða niður skuld­ir, að tryggja afgang á rík­is­fjár­málum og op­in­berum fjár­málum almennt, að stuðla að afgangi á við­skiptum við útlönd og þannig sækja fram til sterk­ari stöðu, sem á end­anum leiðir til þess að ef menn vilja í fram­tíð­inni gera breyt­ingar þá tökum við þær breyt­ingar út frá­ ­styrk­leika. En eins og sakir standa tel ég okkur ekki hafa annan mögu­leika en krón­una og við gertum vel náð árangri með því eins og við höfum sýnt.“

Heiða Kristín sagð­ist skilja svar ráð­herra þannig að það væri ekki verið að vinna í sam­ræmi við sam­þykkta lands­fund­ar­á­lykt­un ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins að öðru leyti en með áætlun um losun hafta. Hún bent­i einnig á að þótt áætl­unin gangi full­kom­lega eftir þá muni krónan samt sem áður­ vera áfram í ein­hvers­konar höft­um. Þótt krónan hafi reynst ágæt­lega við úrlausn þess vanda sem Ísland rataði í þá hafi hún einnig skilað okkur í þann vanda sem vinna þurfti úr.

Bjarni sagði að það hefði ekki verið gjald­mið­ill­inn sem kom Ís­landi í vanda fyrir hrun­ið, heldur óábyrg hegð­un. Það mætti til að mynda ­segja með sömu rökum að ástæða þess að Grikkir hefðu ratað í vanda væru lágir vextir á evru­skulda­bréfum sem þeir gátu gefið út, en ástæðan fyrir vanda þeirra væri hins vegar sú að þeir eyddu um efni fram. „Við getum sótt fram af ­styrk­leika á næstu árum, komið okkur í mjög öfunds­verða stöðu og upp frá því finnst mér sjálf­sagt að skoða alla kosti ,eins og kveðið var á um í þess­ari lands­fund­ar­á­lykt­un.“

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None