Unga fólkið í dag þarf að takast á við loftslagsbreytingar framtíðar

Natan Obed, Josefina Skerk og Fredrik Hanertz fluttu erindi á málþinginu og voru í pallborði.
Natan Obed, Josefina Skerk og Fredrik Hanertz fluttu erindi á málþinginu og voru í pallborði.
Auglýsing

Ungt fólk í dag er fyrsta kyn­slóðin sem þarf að upp­lifa lofts­lags­breyt­ingar og leysa úr vand­an­um, segir hinn 24 ára gamli Felix Ant­man Debels, einn sendi­full­trúa frá Sví­þjóð sem tekur þátt í lofts­lags­ráð­stefn­unni í Par­ís. Ung­liðar á Norð­ur­löndum héldu mál­þing um ung­menni á norð­ur­slóðum og mál­efni upp­runa­legra íbúa á norð­ur­slóðum í bás Norð­ur­landa­ráðs í kvöld. Í sendi­nefndum Nor­egs, Sví­þjóðar og Finn­lands eru ung­lið­ar. Eng­inn ung­menni eru þátt­tak­endur hér á vegum stjórn­valda á Íslandi eða Dan­mörku. 

Debels telur mik­il­vægi þess að ung­menni taki þátt í umræðum um lofts­lags­mál tví­skipt. „Fyrir það fyrsta þá þá erum við fyrsta kyn­slóðin sem mun finna fyrir loftlsag­breyt­ingum af fyrir alvöru og fyrir okkur mun þetta hafa mikil áhrif á líf okk­ar. Ung­menni víða um heim búa á svæðum sem eru mjög við­kvæm fyrir lofts­lag­breyt­ingum og þetta fólk mun finna veru­lega fyrir breyt­ing­un­um,“ sagði hann í sam­tali við Kjarn­ann.

„Við erum einnig síð­asta kyn­slóðin sem getur leyst þennan vanda,“ segir Debels. Sam­kvæmt áætl­unum vís­inda­manna er talið að með­al­hiti jarðar muni hækka um 2,7 gráð­ur árið 2100 miðað við með­al­hit­ann fyrir iðn­bylt­ingu. Slík hækkun mun hafa gríð­ar­lega alvar­leg áhrif fyrir ótrú­legan fjölda fólks um allan heim. Debels seg­ist aðal­lega hugsa til ungs fólks á smá­eyj­um, upp­runa­lega íbúa á norð­ur­slóðum og fátæka í Ind­landi og Afr­íku. Þar munu lofts­lags­breyt­ing­arnar hafa alvar­leg­ustu áhrif­in.

Auglýsing

Gestir mál­þings­ins sem Kjarn­inn ræddi við voru sam­mála því að mik­il­vægt sé fyrir ung­menni að láta í sér heyra. Þýskur hópur ung­menna sem hér eru staddir sem full­trúar umhverf­is­sinna sagði eftir mál­þingið að jafn­vel þó ákvarð­anir væru teknar af eldra fólki þá breyti það engu um hverjir það séu sem eigi raun­veru­lega eftir að finna fyrir lofts­lags­breyt­ing­um. „Það er fólk sem er ungt í dag.“

„Ég held að við höfum mun ítar­legri skiln­ing á lofts­lags­breyt­ingum og við erum mun upp­tekn­ari af þessum mál­um. Þessi áhugi þarf að vera sjá­an­legur og það þarf að heyr­ast í okkur í þessum við­ræðum hér í Par­ís,“ sagði Debels að lok­um.

Þrjú ung­menni frá Kanada og Sví­þjóð fluttu erindi á mál­þing­inu. Fred­rik Hanertz, póli­tískur ráð­gjafi sænska umhverf­is­ráð­herr­ans, Jos­ef­ina, Skerk, vara­for­seti samíska þings­ins í Sví­þjóð og Natan Obed, for­seti Inuit Tapiriit Kanatami.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None