Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna

sigurdur_og_olafur.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, hefur verið sviptur rétti til þess að bera fálka­orð­una, sem Ólafur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sæmdi hann 1. jan­úar 2007. Þetta gerði Ólaf­ur Ragn­ar, sem er stór­meist­ari íslensku fálka­orð­unn­ar, á grund­velli 13. grein­ar ­for­seta­bréfs um hina íslensku fálka­orðu frá 31. des­em­ber 2005. Þar stend­urað stór­meist­ari ­geti, að ráði orðu­nefnd­ar, „svipt hvern þann, sem hlotið hefur orð­una en síð­ar­ ­gerst sekur um mis­ferli, rétti til að bera hana.“ Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Sig­urður hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm í Al T­han­i-­mál­inu svo­kall­aða í Hæsta­rétti í febr­úar síð­ast­liðn­um. Hann var einnig sak­felldur í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings í hér­aði fyrr á þessu ári og hlaut þar eins árs við­bót­ar­refs­ingu. Nú stendur yfir aðal­með­ferð í svoköll­uðu CLN-­máli fyrir hér­aðs­dómi. Þar er Sig­urður einnig á meðal ákærðra. Hann af­plánar nú dóm á Kvía­bryggju.

 

Auglýsing

Frá veitingu fálkaorðunnar 1. janúar 2007. Sigurður Einarsson er fjórði frá hægri.Guðni Ágústs­son, for­maður orðu­nefnd­ar, segir við Morg­un­blaðið að nefndin hafi lagt svipt­ing­una til við for­set­ann. „Eftir að við höfðum kynnt okkur hvernig með mál sem þetta er farið á Norð­ur­lönd­um, komum­st við í orðu­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu að við vildum svipta Sig­urð rétt­inum til­ þess að bera orð­una og lögðum til við for­seta Íslands að hann svipti hann rétt­in­um til þess að bera hana.“ Þetta hafi gerst fyrir nokkrum vikum síð­an. Hann telj­i þetta jafn­gilda því að svipta Sig­urð orð­unni.

Sig­urður var sæmdur heið­urs­merki fálka­orð­unnar „fyrir for­ystu í útrás íslenskrar fjár­mála­starf­semi“ eins og segir í umsögn á vef Stjórn­ar­tíð­inda. 

Í fyrsta sinn sem nokkur er sviptur rétt­inum

Guðni segir við RÚV að þetta hafi aldrei verið gert áður - að maður hafi verið sviptur rétt­inum til að bera fálka­orð­una. Hann upp­lýsti að Sig­urði hafi verið til­kynnt um þessa ákvörðun nefnd­ar­innar bréfleið­is.

Ein­ing var innan orðu­nefndar um að svipta Sig­urð rétt­inum til að bera fálka­orð­una. Auk Guðna sitja Ell­ert B. Schram, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, Rakel Olsen, fram­kvæmda­stjóri, Ólafur Egils­son, fyrr­ver­andi sendi­herra, Þór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir, leik­stjóri, og Örn­ólfur Thors­son, orðu­rit­ari í nefnd­inn­i. Guðni segir að þetta sé það sem orðu­nefndin geti gert, svipt menn rétt­inum til að bera fálka­orð­una. Engar reglur segi til um að menn þurfi í fram­hald­inu að skila orð­unni strax. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None