Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna

sigurdur_og_olafur.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, hefur verið sviptur rétti til þess að bera fálka­orð­una, sem Ólafur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sæmdi hann 1. jan­úar 2007. Þetta gerði Ólaf­ur Ragn­ar, sem er stór­meist­ari íslensku fálka­orð­unn­ar, á grund­velli 13. grein­ar ­for­seta­bréfs um hina íslensku fálka­orðu frá 31. des­em­ber 2005. Þar stend­urað stór­meist­ari ­geti, að ráði orðu­nefnd­ar, „svipt hvern þann, sem hlotið hefur orð­una en síð­ar­ ­gerst sekur um mis­ferli, rétti til að bera hana.“ Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Sig­urður hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm í Al T­han­i-­mál­inu svo­kall­aða í Hæsta­rétti í febr­úar síð­ast­liðn­um. Hann var einnig sak­felldur í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings í hér­aði fyrr á þessu ári og hlaut þar eins árs við­bót­ar­refs­ingu. Nú stendur yfir aðal­með­ferð í svoköll­uðu CLN-­máli fyrir hér­aðs­dómi. Þar er Sig­urður einnig á meðal ákærðra. Hann af­plánar nú dóm á Kvía­bryggju.

 

Auglýsing

Frá veitingu fálkaorðunnar 1. janúar 2007. Sigurður Einarsson er fjórði frá hægri.Guðni Ágústs­son, for­maður orðu­nefnd­ar, segir við Morg­un­blaðið að nefndin hafi lagt svipt­ing­una til við for­set­ann. „Eftir að við höfðum kynnt okkur hvernig með mál sem þetta er farið á Norð­ur­lönd­um, komum­st við í orðu­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu að við vildum svipta Sig­urð rétt­inum til­ þess að bera orð­una og lögðum til við for­seta Íslands að hann svipti hann rétt­in­um til þess að bera hana.“ Þetta hafi gerst fyrir nokkrum vikum síð­an. Hann telj­i þetta jafn­gilda því að svipta Sig­urð orð­unni.

Sig­urður var sæmdur heið­urs­merki fálka­orð­unnar „fyrir for­ystu í útrás íslenskrar fjár­mála­starf­semi“ eins og segir í umsögn á vef Stjórn­ar­tíð­inda. 

Í fyrsta sinn sem nokkur er sviptur rétt­inum

Guðni segir við RÚV að þetta hafi aldrei verið gert áður - að maður hafi verið sviptur rétt­inum til að bera fálka­orð­una. Hann upp­lýsti að Sig­urði hafi verið til­kynnt um þessa ákvörðun nefnd­ar­innar bréfleið­is.

Ein­ing var innan orðu­nefndar um að svipta Sig­urð rétt­inum til að bera fálka­orð­una. Auk Guðna sitja Ell­ert B. Schram, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, Rakel Olsen, fram­kvæmda­stjóri, Ólafur Egils­son, fyrr­ver­andi sendi­herra, Þór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir, leik­stjóri, og Örn­ólfur Thors­son, orðu­rit­ari í nefnd­inn­i. Guðni segir að þetta sé það sem orðu­nefndin geti gert, svipt menn rétt­inum til að bera fálka­orð­una. Engar reglur segi til um að menn þurfi í fram­hald­inu að skila orð­unni strax. 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None