Stýrivextir óbreyttir - Verða áfram 5,75 prósent

Már seðlabankinn
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bank­ans óbreytt­um. Vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, svo­kall­aðir stýri­vext­ir, verða því áfram 5,75 pró­sent. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar­innar segir að sterk­ari króna og hag­stæð­ari alþjóð­leg verð­lags­þróun hafa veitt svig­rúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð­syn­legt.

Hag­stofa Íslands birti í gær bráða­birgða­tölur sínar um hag­vöxt á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2015. Sam­kvæmt þeim er hann 4,5 pró­sent og er að mestu drif­inn áfram af auk­inni einka­neyslu, en hún jókst um 4,4 pró­sent á tíma­bil­inu. Útflutn­ingur jókst um 7,4 pró­sent en inn­flutn­ingur nokkuð meira, eða um 10,9 pró­sent. Hag­vöxtur á þriðja árs­fjórð­ungi var 2,6 pró­sent, sem er nokkuð undir vænt­ingum þeirra sem spá til um slík­an. 

Verð­bólgu­horfur hafa einnig batn­að, en verð­bólga mæld­ist tvö pró­sent í nóv­em­ber. Hún hefur auk­ist minna en spár gerðu ráð fyrir vegnaþess að lækkun alþjóð­legs hrá­vöru- og olíu­verðs og hækkun á gengi krón­unnar hafa vegið á móti inn­lendum verð­hækk­un­um. 

Auglýsing

Bindi­skylda lækkuð

Pen­inga­stefnu­nefndin ákvað einnig að lækka bindi­skyldu sína um 1,5 pró­sentu­stig, úr fjórum pró­sentum í 2,5 pró­sent. Stutt er síðan að bindi­skyldan var hækkuð úr tveimur pró­sentum í fjögur pró­sent. Það gerð­ist í sept­em­ber síð­ast­liðnum í því skyni að auð­velda Seðla­bank­anum stýr­ingu á lausu fé banka­kerf­is­ins í tengslum við gjald­eyr­is­kaup hans og losun fjár­magns­hafta. Bindi­skyldan mun lækka á ný frá og með næsta bindi­skyldu­tíma­bili, sem hefst 21. des­em­ber. 

Í rök­stuðn­ingi sínum fyrir ákvörð­un­inni segir pen­inga­stefnu­nefndin að þetta sé gert til að milda lausa­fjár­á­hrif afhend­ingar slita­búa gömlu bank­anna á stöð­ug­leika­fram­lög­um. Þegar fyr­ir­hugað útboð svo­kall­aðra aflandskróna, sem er nokk­urs konar loka­hnykkur í áætlun stjórn­valda um losun hafta, fer fram snemma á næsta ári er áformað að bindi­skylda verði lækkuð á ný niður í tvö pró­sent. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None