Hver færi í flugvél ef það væru 34% líkur á að hún færi niður?

Loftslagssamningur er nú útfærður í París. Markmiðið er að samningurinn verði lagalega bindandi.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Auglýsing

Það verður að vera hægt að vinna með samn­ing­inn sem nú er verið að und­ir­búa, segir Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands í sam­tali við Kjarn­ann í Par­ís. Þessa dag­ana er unnið að loka­drögum laga­lega bind­andi samn­ings allra ríkja heims um lofts­lags­mál á lofts­lags­ráð­stefn­unni COP21 í Par­ís.

„Ég held að það sé góð von um samn­ing,“ segir Árni en bendir á að nú sé bara spurn­ing um hversu góðan samn­ing verður hægt að gera. „Spurn­ingin er bara hvað hann verður sterk­ur, skýr og hversu auð­velt verður að vinna með hann eftir Par­ís. Þá byrjar vinnan við að koma þessum samn­ingi í fram­vkæmd. Sú vinna skiptir alveg gríð­ar­legu máli.“

Kjarn­inn er í París að fylgj­ast með ráð­stefn­unni. Hægt er að lesa frétta­straum­inn hér.

Auglýsing

Boðað hefur verið til fundar í aðal­nefnd­inni hér í Par­ís; Comité de Paris, þar sem gert er ráð fyrir að nýjum drögum að samn­ingi verið útdeilt til sendi­nefnda þjóð­anna 195 sem hér eru komin til að ræða lofts­lags­breyt­ing­arnar og aðgerðir við þeim. Árni er viss um að sama málið muni hægja á við­ræð­unum hér í París og stöðv­aði við­ræð­urnar í Kaup­manna­höfn fyrir sex árum. 

„Stærsta málið hefur verið alla tíð hvernig iðn­ríkin ætla að aðstoða þró­un­ar­ríki til að taka sig á í lofts­lags­mál­um, svo að þró­un­ar­ríki geti byggt upp end­ur­nýj­an­legt orku­kerfi og ekki fara sömu­leið og iðn­ríkin fóru með kola­hag­kerfi. Það held ég að sé erf­ið­asta mál­ið,“ segir Árni.

Meðal ráð­stefnu­gesta í París hefur and­rúms­loftið verið litað jákvæðni og sann­fær­ingu um að hægt verði að kom­ast að sam­komu­lagi í lok vik­unn­ar. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra, er hér í París sem full­rúi Íslands. Hún lét hafa eftir sér á vef ráðu­neyt­is­ins í gær­kvöldi að hún væri von­góð. „Til­finn­ingin er sú að nú þok­ist hratt í sam­komu­lags­átt en björn­inn er þó ekki unn­inn. Þó búið sé að landa mik­il­vægum atriðum er varða ein­staka þætti samn­ings­ins á eftir að tengja þá saman og búa til heild­ar­ramma utan um nýtt sam­komu­lag. Næstu sól­ar­hringar fara í að sníða þennan ramma og ég er von­góð um að það takist,“ er haft eftir ráð­herra.

Árni Finns­son segir það hafa komið svo­lítið á óvart hversu mik­inn stuðn­ing var að finna hér í París um að stefna skyldi að hlýnun innan við 1,5 gráðu, í stað tveggja. „[…] ekki eins og í Kaup­manna­höfn þar sem talað var um að vera innan við tvær. Það virð­ist vera nið­ur­staðan hér að tvær gráður sé bara allt of mikil áhætta. Ég heyrði í vís­inda­manni sem sagði að það þýði í raun og veru 66 pró­sent lík­indi á að okkur tak­ist að halda okkur innan við 2 gráð­ur. Þá eru eftir 34 pró­sent sem gætu farið hina leið­ina. Hver mundi stíga upp í flug­vél ef það væru 34 pró­sent líkur á að hún fari nið­ur?“ spyr Árni.

Hugi Ólafs­son, samn­inga­maður Íslands, sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann búast við því að fram­kvæmd við­ræðna verði með sama sniði og í gær­kvöldi. „Ég á von á því að það verði líkt ferli. Ég held að það komi nýr og eymað­ari texti, búið að fækka álita­mál­unum og svo gefi hann [Laurent Fabi­us, for­seti COP21] ríkjum og ríkja­hópum tæki­færi til að segja sína skoð­un.“

Málin rædd í Norræna básnum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None