Síminn, sem skráður var á markað í október kemur nýr inn í OMXI8-vísitölu Nasdaq, betur þekkt sem Úrvalsvísitala Kaupahallar Íslands, frá og með opnun markað 4. janúar næstkomandi þegar endurskoðuð samsetning hennar tekur gildi. Smásölurisinn Hagar, sem var fyrsta félagið sem var nýskráð á markað eftir hrunið, fer út úr vísitölunni. Kauphöllin tilkynnti þessa breytingu í dag, ne samsetning vísitölunar er endurskoðuð tvisvar á ári.
Vísitalan er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland-hlutabréfamarkaðnum, sem er Aðalmarkaður Kauphallar Íslands. Vægi félaga í henni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum á hlutabréfamarkaðnum sé hluti af vísitölunni. Frá byrjun janúar verða eftirfarandi átta félög hluti af vísitölunni: „Eimskipafélag Íslands hf., HB Grandi hf., Icelandair Group hf., Marel hf., N1 hf., Reitir fasteignafélag hf., Síminn hf. og Vátryggingafélag Íslands hf.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað mjög skarpt undafarið og stóð í 1.853 stigum í lok síðustu viku. Um miðjan júlí var hún 1.112 stig og hefur því hækkað um 67 prósent á fimm mánuðum