Niðursetningur einu sinni

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bókina Hrólfs sögu eftir Iðunni Steinsdóttur, sem gefin er út undir merkjum Sölku.

Auglýsing

Fyrsta spurn­ingin sem vakn­aði hjá mér við lestur Hrólfs sög­u Ið­unnar Steins­dóttur var „hverjum er þessi bók ætl­uð?“ Að sumu leyti frá­leit ­spurn­ing, enda bækur skrif­aðar af þörf þess sem skrifar og í þeim skiln­ing­i einkum ætl­aðar þeim sjálf­um.

Það gæti sem best átt sér­lega vel við þessa bók, þar sem Iðunn ­sækir efni og inn­blástur í lífs­hlaup langafa síns, Hrólfs Hrólfs­son­ar, (1861–1893), dap­ur­leg örlög hans og þátt hinnar harð­ýðg­is­legu með­ferðar á fá­tæku fólki í þeim. Með­ferð sem tíðk­að­ist hér öldum saman og kyn­slóð Hrólfs var einna síð­ust til að upp­lifa í sinni tær­ustu grimmd­ar­mynd. Að skilja og þekkja for­feður sína og lífs­skil­yrði þeirra er okkur öllum skilj­an­leg þörf.

Hrólfs saga.En samt. Þessi spurn­ing vakn­aði. Kannski af þeirri gal­gopa­leg­u ­stað­hæf­ingu á bók­ar­kápu að „Mörgum muni koma á óvart að lesa um nöt­ur­leg kjör al­menn­ings fyrir rúmri öld“. Nú er eng­inn hörgull á les­efni, ævi­sögu­legs, ­skáld­skap­ar­kyns og fræð­legs, um nið­ur­setn­inga­kerfið og fólsku­lega beit­ing­u þess. Það getur ekki verið að útgef­endur Hrólfs sögu haldi í alvör­unni að hér­ sé velt við óhögg­uðum steini. Þess vegna m.a. fékk ég þá sömu til­finn­ingu og ég ­fékk um árið þegar Ingi­björg Reyn­is­dóttir sló öll sölu­met með bók sinni um Gísla á Upp­söl­um: nefni­lega að þessi stutta og auð­lesna ævi­saga væri ekki síst ætluð ungum les­end­um. Nokk­urs­konar „Young Adult“ þjóð­legur fróð­leik­ur.

Auglýsing

Sem er í sjálfu sér göf­ugt við­fangs­efni, þó gott hefði verið að vita ef það var erind­ið. Og svo öllu rétt­lætis sé gætt: Hrólfs saga er um­tals­vert betri bók en Gísli á Upp­söl­um.

Iðunn kafar ekki djúpt, hvorki í sál­ar­líf né sam­fé­lag. En það sem hún ger­ir, gerir hún vel. Hún lýsir dag­legu lífi, án þess að mála erf­iði eða ó­þæg­indi sér­lega sterkum lit­um. Meira að segja hungrið, þetta leið­ar­stef í líf­i Hrólfs sam­kvæmt bók­inni, verður aldrei áþreif­an­legt þó mikið sé um það tal­að. ­Sjálfur er Hrólfur skýr per­sóna þó ef til vill geri vilji höf­undar til að hafa hann sem geð­þekkastan hann full-lit­laus­an. Gaman samt hvað þeir félag­arnir hann og Tómas eru útsjón­ar­samir með að fara bak við hin illu og matsáru Bringu­hjón.

Hrólfur verður samt aldrei alveg nógu þrí­víður í mynd höf­und­ar­ins. Kannski hefði ein­fald­lega þurft meira pláss, fleiri orð. Bókin er stutt og ­sam­töl óvenju stór hluti text­ans. Til að setja okkur inn í aðstæður Hrólfs og hið fram­andi sam­fé­lag sem hann lifir í hefði þurft meiri lýs­ingar og leið­sögn. ­Mögu­lega er Iðunn líka of upp­tekin af að deila með okkur allskyns tíð­indum af því sem er frétt­næmt á sögu­tím­an­um, leggja þau í munn föru­fólks og hins ó­nytj­ung­lega stjúp­föður Hrólfs. Veit ekki alveg hvaða gagn þessir molar ger­a, alla­vega ekki í þeim mæli sem þeir eru hér, á kostnað lýs­ingar á sögu­hetj­unn­i, ­þroska hans og mót­læti.

Sam­tölin gera samt sitt gagn enda Iðunn þjálfað leik­skáld. Minn­is­stæð­astur er fundur Hrólfs og eldri systur hennar eftir nokk­urra ára að­skiln­að, þar sem Iðunni tekst í örfáum „replikk­um“ að gefa stúlkunn­i ­per­sónu­ein­kenni – dóm­hörku og ein­sýni sprottið af illum lífs­kjör­um. Með mat­inn ­sem helsta umræðu­efni að sjálf­sögðu.

Eins og allar bækur um lífs­kjör hinna lægst settu á Íslandi fyrri tiðar þá skil­ur Hrólfs saga les­and­ann eftir með sorg í hjarta og gremju yfir vondu kerfi og lít­il­sigld­u ­fólki sem nýtir sér það til að vega sig upp á kostnað þeirra sem minna mega sín. Les­and­inn skilur vel þörf höf­undar fyrir að reisa hinum vand­aða og hæfi­leik­a­ríka for­föður sínum fal­legan minn­is­varða. Það gerir Iðunn, en lík­lega á kostnað þess að skrifa fyllri per­sónu­lýs­ingu og sleppa að fullu fram af sér­ ­skáld­skap­ar­beisl­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None