Sádí-Arabía reynir að ná tökum á orkuiðnaði Asíu

Olíustórveldið Sádí-Arabía hefur að undanförnu stigið stór skref í þá átt, að ná tökum á orkuiðnaði Asíu. Um 70 prósent af olíuútflutningi fer nú til Asíu, sem er mikil breyting frá því sem áður var. Lágt olíuverð gerir Sádí-Arabíu lífið leitt.

Olía
Auglýsing

Sádí-Arabía er olíustórveldi þrátt fyrir að teljast lítil þjóð á mælikvarða íbúðafjöldans, með um 30 milljónir íbúa, miðað við tölur Alþjóðabankans árið 2014. Landið er það fjórtánda stærsta í heiminum þegar kemur að flatarmáli.

Að undanförnu hefur ríkið breytt um stefnu í olíuútflutningi sínum og veðjar á að megineftirspurn eftir olíu í framtíðinni, verði í Asíu, þar sem miklar innri breytingar með vaxandi neyslu millistéttar og aukinni alþjóðavæðingu viðskiptalífs muni ýta undir olíunotkun, á meðan aðrir orkugjafar vaxi jafnt og þétt á Vesturlöndum. 

Skuldbindingar um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu ekki stöðva þessa þróun, heldur freka skerpa á muninum á milli markaða sem eru þróaðir og síðan þeirra sem teljast vanþróaðir.

Auglýsing

Einblína á innviði

Samkvæmt frétt Bloomberg frá því í dag, reyna Sádí-Arabar allt hvað þeir geta til að ná tökum á markaðnum í Asíu, meðal annars með því að kaupa upp eignarhluti í félögum sem geta liðkað fyrir viðskiptum og „læst“ viðskiptavini inni, eins og það er orðað. Þar beinast spjótin meðal annars að olíuhreinsistöðvum og öðrum innviðum í olíuiðnaði. 

Nýlega vakti athygli að olíufélag Sádí-Arabíu, Saudi Arabian Oil Co., keypti 65 prósent hlut í olíuhreinsunarstöð í Suður-Kóreu, Korea’s Onsan Refinery. Þetta þykja vera dæmigerð viðskipti fyrir þá stefnu sem Sádí-Arabía hefur haft í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Saudi Arabian Oil Co. keypti fyrir þrjátíu árum, þegar verð féll hratt og erfiðleikar komu fram í olíuiðnaði, stóra eignarhluti í þremur olíuhreinsistöðvum í Texas og Louisiana. Þetta reyndust árangursríkar fjárfestingar sem hjálpuðu til við að efla olíuviðskipti við Bandaríkin, og stjórna markaðnum.

Bloomberg greinir frá því í dag að Motiva Enterprises LLC, sem Aramco, dótturfélag hins opinbera olíufélags Sádí-Araba, á helmingshlut í, flutti inn 65 milljónir tunna af olíu til Bandaríkjanna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Það er um þrefalt meira magn en ExxonMobil flutti inn frá Sádí-Arabíu á sama tíma. Lykilatriði í þessum viðskiptum er sögð ver sú, að hafa hagsmuni beggja vegna borðsins, og getað þannig fest betur niður viðskiptasambandið og fest það í sessi. 


Langt í land ennþá

Um 68 prósent af öllum olíuútflutningi Sádí-Arabíu fer nú til Asíu, en innviðafjárfestingar Sádí-Arabíu í olíuiðnaði í álfunni, þar sem 60 prósent mannkynsins býr (4,4 milljarðar íbúa), eru samt langt frá því að vera jafn umfangsmiklar hlutfallslega, og þær hafa verið í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Þær fjárfestingar lögðu grunninn að miklum viðskiptahagsmunum gagnvart Bandaríkjunum. Um 20 prósent af olíuútflutningi Sádí-Arabíu eru til Bandaríkjanna og Suður-Ameríku, en það er ekki síður viðskipti sem tengjast innviðafjárfestingum í Bandaríkjunum sem eru mikilvæg og mikil að umfangi. Heildarvirði olíuútflutnings, miðað við árið 2014, var um 285 milljarðar Bandaríkjadala, samkvæmt upplýsingum OPEC.

Pólitísk spenna og stríðsátök

En staðan er viðkvæm um þessar mundir. Það er ekki aðeins að lágt olíuverð - fall úr 110 Bandaríkjadölum niður í um 40 dali á einungis fimmtán mánuðum sé miðað við tunnu af hráolíu - hafi sært hið ógnarsterka ríkisolíufélag Sádí-Arabíu, heldur eru stríðsátök, pólitísk spenna og flóknir viðskiptahagsmunir annarra ríkja einnig að setja strik í reikninginn. Írak, þar sem stríðsátök setja mark sitt á lífið alla daga, á landamæri að Sádí-Arabíu ásamt Kúveit, Oman, Jemen, og Jórdanínu, og Sýrland er ekki langt undan. 

Þetta hefur meðal annars leitt til þess að ríki heimsins hafa þrýst á Sádí-Araba um að leggja sitt af mörkum til að stilla til friðar á þessu svæði, en talið er að allt að tólf milljónir manna séu nú á flótta í nágrannaríkjunum, einkum vegna átaka í Írak og Sýrlandi. Sádí-Arabar hafa ekki tekið á móti flóttamönnum, nema sárafáum miðað við heildarumfangið, og hafa ekki sýnt samstarfsvilja um leggja sitt af mörkum þegar kemur að þessum umfangsmesta mannúðarvanda vegna flóttamanna frá seinna stríði. Samkomulag, þar sem Sádí-Arabar skuldbinda sig til að vinna gegn hryðjuverkum, er nýlega frágengið, og erfitt að segja til um hver áhrifin af því verða. En markmiðið er að auka hlutverk Sádí-Arabíu þegar kemur að því að stilla til friðar.

Þessi staða gerir stöðuna enn snúnari fyrir Sádí-Arabíu, þó stjórnvöld þar hafi sem fyrr mikilvægan stuðning frá viðskiptalöndum sínum, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Olíuviðskipti Sádí-Arabíu. Mynd: Bloomberg.

Láta átök ekki stöðva viðskiptin

En þrátt fyrir átök, og mikla refskák á sviði alþjóðastjórnmála, þá hefur tónninn verið gefin í viðskiptunum. Sádí-Arabía einblínir nú á að koma sér betur fyrir á markaðnum í Asíu. Nýr forstjóri Aramco, Amir Nasser, hefur það markmið að tvöfalda afköstu olíuhreinsistöðva fyrir árið 2025, upp í tíu milljónir tunna á dag. Ef það tekst þá myndi það setja Aramco skör framar en Exxon Mobil á heimsvísu, þegar kemur að rekstri olíuhreinsistöðva. 

Ein helsta áskorun Sádí-Araba er að koma sér betur fyrir í Kína, en þar hefur rekstur olíuhreinsistöðva að mestu verið á hendi kínverskra yfirvalda. Aramco hefur sóst hefur því að reka olíuhreinsistöð sem getur afkastað 260 þúsund tunnum á dag, í grennd við Yunnan, sem er við landamæri Laos og Víetnam. En kínversk stjórnvöld hafa ekki opnað á þann möguleika nema að örlitlu leyti.

Bassam Fattouth, framkvæmdastjóri orkurannsóknarsviðs Oxford háskóla, segir í viðtali við Bloomberg að eitt helsta vandamál Sádí-Arabíu í augnablikinu, snúi að því að kínversk stjórnvöld hafi ekki einkavætt innviði í olíuiðnaði ennþá. Innganga á markaðinn sé erfiðari fyrir vikið. En gera má ráð fyrir að ef það gerist, þá muni ekki líða langur tími þar til Sádí-Arabar verði mættir og tilbúnir að styrkja stöðu sína. Tíminn vinnur ekki með þeim, á meðan olíuverð helst lágt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None