Sádí-Arabía reynir að ná tökum á orkuiðnaði Asíu

Olíustórveldið Sádí-Arabía hefur að undanförnu stigið stór skref í þá átt, að ná tökum á orkuiðnaði Asíu. Um 70 prósent af olíuútflutningi fer nú til Asíu, sem er mikil breyting frá því sem áður var. Lágt olíuverð gerir Sádí-Arabíu lífið leitt.

Olía
Auglýsing

Sádí-­Ar­abía er olíu­stór­veldi þrátt fyrir að telj­ast lítil þjóð á mæli­kvarða íbúða­fjöld­ans, með um 30 millj­ónir íbúa, miðað við tölur Alþjóða­bank­ans árið 2014. Landið er það fjórt­ánda stærsta í heim­inum þegar kemur að flat­ar­máli.

Að und­an­förnu hefur ríkið breytt um stefnu í olíu­út­flutn­ingi sínum og veðjar á að meg­in­eft­ir­spurn eftir olíu í fram­tíð­inni, verði í Asíu, þar sem miklar innri breyt­ingar með vax­andi neyslu milli­stéttar og auk­inni alþjóða­væð­ingu við­skipta­lífs muni ýta undir olíu­notk­un, á meðan aðrir orku­gjafar vaxi jafnt og þétt á Vest­ur­lönd­um. 

Skuld­bind­ingar um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda munu ekki stöðva þessa þró­un, heldur freka skerpa á mun­inum á milli mark­aða sem eru þró­aðir og síðan þeirra sem telj­ast van­þró­að­ir.

Auglýsing

Ein­blína á inn­viði

Sam­kvæmt frétt Bloomberg frá því í dag, reyna Sádí-­Ara­bar allt hvað þeir geta til að ná tökum á mark­aðnum í Asíu, meðal ann­ars með því að kaupa upp eign­ar­hluti í félögum sem geta liðkað fyrir við­skiptum og „læst“ við­skipta­vini inni, eins og það er orð­að. Þar bein­ast spjótin meðal ann­ars að olíu­hreinsi­stöðvum og öðrum innviðum í olíu­iðn­að­i. 

Nýlega vakti athygli að olíu­fé­lag Sádí-­Ar­ab­íu, Saudi Arabian Oil Co., keypti 65 pró­sent hlut í olíu­hreins­un­ar­stöð í Suð­ur­-Kóreu, Kor­ea’s Onsan Refinery. Þetta þykja vera dæmi­gerð við­skipti fyrir þá stefnu sem Sádí-­Ar­abía hefur haft í Banda­ríkj­unum á und­an­förnum ára­tug­um. Saudi Arabian Oil Co. keypti fyrir þrjá­tíu árum, þegar verð féll hratt og erf­ið­leikar komu fram í olíu­iðn­aði, stóra eign­ar­hluti í þremur olíu­hreinsi­stöðvum í Texas og Lou­isi­ana. Þetta reynd­ust árang­urs­ríkar fjár­fest­ingar sem hjálp­uðu til við að efla olíu­við­skipti við Banda­rík­in, og stjórna mark­aðn­um.

Bloomberg greinir frá því í dag að Motiva Enter­prises LLC, sem Ara­mco, dótt­ur­fé­lag hins opin­bera olíu­fé­lags Sádí-­Ara­ba, á helm­ings­hlut í, flutti inn 65 millj­ónir tunna af olíu til Banda­ríkj­anna á fyrstu átta mán­uðum þessa árs. Það er um þrefalt meira magn en Exxon­Mobil flutti inn frá Sádí-­Ar­abíu á sama tíma. Lyk­il­at­riði í þessum við­skiptum er sögð ver sú, að hafa hags­muni beggja vegna borðs­ins, og getað þannig fest betur niður við­skipta­sam­bandið og fest það í sessi. Langt í land ennþá

Um 68 pró­sent af öllum olíu­út­flutn­ingi Sádí-­Ar­abíu fer nú til Asíu, en inn­viða­fjár­fest­ingar Sádí-­Ar­abíu í olíu­iðn­aði í álf­unni, þar sem 60 pró­sent mann­kyns­ins býr (4,4 millj­arðar íbú­a), eru samt langt frá því að vera jafn umfangs­miklar hlut­falls­lega, og þær hafa verið í Banda­ríkj­unum á und­an­förnum ára­tug­um. Þær fjár­fest­ingar lögðu grunn­inn að miklum við­skipta­hags­munum gagn­vart Banda­ríkj­un­um. Um 20 pró­sent af olíu­út­flutn­ingi Sádí-­Ar­abíu eru til Banda­ríkj­anna og Suð­ur­-Am­er­íku, en það er ekki síður við­skipti sem tengj­ast inn­viða­fjár­fest­ingum í Banda­ríkj­unum sem eru mik­il­væg og mikil að umfangi. Heild­ar­virði olíu­út­flutn­ings, miðað við árið 2014, var um 285 millj­arðar Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt upp­lýs­ingum OPEC.

Póli­tísk spenna og stríðs­á­tök

En staðan er við­kvæm um þessar mund­ir. Það er ekki aðeins að lágt olíu­verð - fall úr 110 Banda­ríkja­dölum niður í um 40 dali á ein­ungis fimmtán mán­uðum sé miðað við tunnu af hrá­olíu - hafi sært hið ógn­ar­sterka rík­is­ol­íu­fé­lag Sádí-­Ar­ab­íu, heldur eru stríðs­á­tök, póli­tísk spenna og flóknir við­skipta­hags­munir ann­arra ríkja einnig að setja strik í reikn­ing­inn. Írak, þar sem stríðs­á­tök setja mark sitt á lífið alla daga, á landa­mæri að Sádí-­Ar­abíu ásamt Kúveit, Oman, Jem­en, og Jórdan­ínu, og Sýr­land er ekki langt und­an. 

Þetta hefur meðal ann­ars leitt til þess að ríki heims­ins hafa þrýst á Sádí-­Araba um að leggja sitt af mörkum til að stilla til friðar á þessu svæði, en talið er að allt að tólf millj­ónir manna séu nú á flótta í nágranna­ríkj­un­um, einkum vegna átaka í Írak og Sýr­landi. Sádí-­Ara­bar hafa ekki tekið á móti flótta­mönn­um, nema sára­fáum miðað við heild­ar­um­fang­ið, og hafa ekki sýnt sam­starfsvilja um leggja sitt af mörkum þegar kemur að þessum umfangs­mesta mann­úð­ar­vanda vegna flótta­manna frá seinna stríði. Sam­komu­lag, þar sem Sádí-­Ara­bar skuld­binda sig til að vinna gegn hryðju­verk­um, er nýlega frá­geng­ið, og erfitt að segja til um hver áhrifin af því verða. En mark­miðið er að auka hlut­verk Sádí-­Ar­abíu þegar kemur að því að stilla til frið­ar.

Þessi staða gerir stöð­una enn snún­ari fyrir Sádí-­Ar­ab­íu, þó stjórn­völd þar hafi sem fyrr mik­il­vægan stuðn­ing frá við­skipta­löndum sín­um, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um.

Olíuviðskipti Sádí-Arabíu. Mynd: Bloomberg.

Láta átök ekki stöðva við­skiptin

En þrátt fyrir átök, og mikla ref­skák á sviði alþjóða­stjórn­mála, þá hefur tónn­inn verið gefin í við­skipt­un­um. Sádí-­Ar­abía ein­blínir nú á að koma sér betur fyrir á mark­aðnum í Asíu. Nýr for­stjóri Ara­mco, Amir Nass­er, hefur það mark­mið að tvö­falda afköstu olíu­hreinsi­stöðva fyrir árið 2025, upp í tíu millj­ónir tunna á dag. Ef það tekst þá myndi það setja Ara­mco skör framar en Exxon Mobil á heims­vísu, þegar kemur að rekstri olíu­hreinsi­stöðv­a. 

Ein helsta áskorun Sádí-­Araba er að koma sér betur fyrir í Kína, en þar hefur rekstur olíu­hreinsi­stöðva að mestu verið á hendi kín­verskra yfir­valda. Ara­mco hefur sóst hefur því að reka olíu­hreinsi­stöð sem getur afka­stað 260 þús­und tunnum á dag, í grennd við Yunn­an, sem er við landa­mæri Laos og Víetnam. En kín­versk stjórn­völd hafa ekki opnað á þann mögu­leika nema að örlitlu leyti.

Bassam Fatt­outh, fram­kvæmda­stjóri orku­rann­sókn­ar­sviðs Oxford háskóla, segir í við­tali við Bloomberg að eitt helsta vanda­mál Sádí-­Ar­abíu í augna­blik­inu, snúi að því að kín­versk stjórn­völd hafi ekki einka­vætt inn­viði í olíu­iðn­aði enn­þá. Inn­ganga á mark­að­inn sé erf­ið­ari fyrir vik­ið. En gera má ráð fyrir að ef það ger­ist, þá muni ekki líða langur tími þar til Sádí-­Ara­bar verði mættir og til­búnir að styrkja stöðu sína. Tím­inn vinnur ekki með þeim, á meðan olíu­verð helst lágt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None