Kostnaðurinn við slit gömlu bankanna 135 milljarðar króna

steinunn_10_0.jpg
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður við rekstur og upp­gjör slita­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings mun nema um 135 millj­örðum króna, sam­kvæmt tölum sem Við­skipta­Mogg­inn hefur tekið sam­an. Gert er ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við slit Glitnis geti numið 41,3 millj­örðum króna, við slit Lands­bank­ans 49,1 millj­arði króna og Kaup­þings 44,6 millj­örðum króna. Dýrasta árið var árið 2009 hjá Lands­bank­an­um, sem kost­aði slita­búið alls 12 millj­arða króna. 

Í sam­an­tekt Við­skipta­Mogg­ans er tekin saman sá kostn­aður sem fallið hefur til vegna slita búanna þriggja, og liggur fyrir til­greindur í upp­gjörum, fram á mitt þetta ár. Auk þess er kostn­aður þeirra frá 1. júlí síð­ast­lið­inn áætl­aður út frá kostn­aði á fyrri helm­ingi þessa árs. Sér­stak­lega er tekið fram að ekki sé loku fyrir það skotið að kostn­aður við loka­upp­gjör búanna verði hærri en áætlað er. 

Langstærsti hluti kostn­að­ar­ins fellur til vegna aðkeyptrar ráð­gjafa­þjón­ustu, jafnt inn­lendrar sem erlendr­ar.

Auglýsing

Verið að klára slitin

Senn líður að því að slitum á bönk­unum þremur ljúki. Búið er að fá sam­þykki kröfu­hafa fyrir nauða­samn­ingi þeirra allra. Það var gert á fundum sem haldnir voru síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar og nán­ast allir kröfu­hafar allra bank­anna þriggja sem greiddu atkvæði sam­þykktu þá.

Næsta skref var að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir hér­aðs­dóm Reykja­víkur til stað­fest­ing­ar. Glitnir lagði sinn samn­ing fram til sam­þykktar 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn og fimm dögum síðar var dóm­stóll­inn búin að sam­þykkja nauða­samn­ings­frum­varp bank­ans. Síð­degis á mánu­dag rann síðan út kæru­frestur vegna hans.

Nauða­samn­ingur Kaup­þings var tek­inn fyrir í hér­aðs­dómi á þriðju­dag í síð­ustu viku en mál­inu var þá frestað. Ástæðan var sú að það vant­aði íslenska þýð­ingu á skjölum sem Kaup­þing lagði fram. Sú við­bót­ar­þýð­ing var lögð fram dag­inn eftir þegar málið var tekið aftur fyr­ir. Frum­varpið var svo sam­þykkt fyrr í þess­ari viku. Lands­bank­inn lagði sitt nauða­samn­ings­frum­varp fram fyrir hér­aðs­dóm til sam­þykktar 15. des­em­ber. Ekki er búist við öðru en að nauða­samn­ings­frum­varp Lands­bank­ans verði sam­þykkt á nokkuð skömmum tíma, líkt og gerð­ist hjá Glitni og Kaup­þingi.

Áður en að hægt verður að klára nauða­samn­ing slita­bú­anna verða þau að upp­lýsa banda­ríska dóm­stóla um að slita­með­ferð sé lokið og að greiðslur til kröfu­hafa séu á næsta leyti. Glitnir gerði það fyrst íslenska slita­bú­anna á þriðju­dag og hin tvö slita­búin munu gera það í kjöl­far­ið.

Stöð­ug­leika­fram­lögin greitt út fyrst

Þá vantar end­an­lega und­an­þágu Seðla­banka Íslands frá gjald­eyr­is­höft­u­m,­sem hann hefur þegar sagt að hann muni veita, til að hægt verði að heim­ila útgreiðslur úr slita­bú­un­um. 

Stöð­ug­leika­fram­lögin verða greidd áður en að kröfu­höfum verður greitt út. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði á kynn­ing­ar­fundi vegna stýri­vaxt­ar­á­kvörð­unar Seðla­banka Íslands í síð­ustu viku að greiðsla á stöð­ug­leika­fram­lögum gæti átt sér stað fyrir ára­mót.

Í kjöl­farið verða slita­stjórn­irnar lagðar niður og stjórnir sem helstu kröfu­hafar hafa valið  taka við stjórn end­ur­skipu­lagðra eign­ar­halds­fé­laga sem munu halda á þeim eignum sem slita­búin eiga enn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None