Kostnaðurinn við slit gömlu bankanna 135 milljarðar króna

steinunn_10_0.jpg
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður við rekstur og upp­gjör slita­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings mun nema um 135 millj­örðum króna, sam­kvæmt tölum sem Við­skipta­Mogg­inn hefur tekið sam­an. Gert er ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við slit Glitnis geti numið 41,3 millj­örðum króna, við slit Lands­bank­ans 49,1 millj­arði króna og Kaup­þings 44,6 millj­örðum króna. Dýrasta árið var árið 2009 hjá Lands­bank­an­um, sem kost­aði slita­búið alls 12 millj­arða króna. 

Í sam­an­tekt Við­skipta­Mogg­ans er tekin saman sá kostn­aður sem fallið hefur til vegna slita búanna þriggja, og liggur fyrir til­greindur í upp­gjörum, fram á mitt þetta ár. Auk þess er kostn­aður þeirra frá 1. júlí síð­ast­lið­inn áætl­aður út frá kostn­aði á fyrri helm­ingi þessa árs. Sér­stak­lega er tekið fram að ekki sé loku fyrir það skotið að kostn­aður við loka­upp­gjör búanna verði hærri en áætlað er. 

Langstærsti hluti kostn­að­ar­ins fellur til vegna aðkeyptrar ráð­gjafa­þjón­ustu, jafnt inn­lendrar sem erlendr­ar.

Auglýsing

Verið að klára slitin

Senn líður að því að slitum á bönk­unum þremur ljúki. Búið er að fá sam­þykki kröfu­hafa fyrir nauða­samn­ingi þeirra allra. Það var gert á fundum sem haldnir voru síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar og nán­ast allir kröfu­hafar allra bank­anna þriggja sem greiddu atkvæði sam­þykktu þá.

Næsta skref var að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir hér­aðs­dóm Reykja­víkur til stað­fest­ing­ar. Glitnir lagði sinn samn­ing fram til sam­þykktar 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn og fimm dögum síðar var dóm­stóll­inn búin að sam­þykkja nauða­samn­ings­frum­varp bank­ans. Síð­degis á mánu­dag rann síðan út kæru­frestur vegna hans.

Nauða­samn­ingur Kaup­þings var tek­inn fyrir í hér­aðs­dómi á þriðju­dag í síð­ustu viku en mál­inu var þá frestað. Ástæðan var sú að það vant­aði íslenska þýð­ingu á skjölum sem Kaup­þing lagði fram. Sú við­bót­ar­þýð­ing var lögð fram dag­inn eftir þegar málið var tekið aftur fyr­ir. Frum­varpið var svo sam­þykkt fyrr í þess­ari viku. Lands­bank­inn lagði sitt nauða­samn­ings­frum­varp fram fyrir hér­aðs­dóm til sam­þykktar 15. des­em­ber. Ekki er búist við öðru en að nauða­samn­ings­frum­varp Lands­bank­ans verði sam­þykkt á nokkuð skömmum tíma, líkt og gerð­ist hjá Glitni og Kaup­þingi.

Áður en að hægt verður að klára nauða­samn­ing slita­bú­anna verða þau að upp­lýsa banda­ríska dóm­stóla um að slita­með­ferð sé lokið og að greiðslur til kröfu­hafa séu á næsta leyti. Glitnir gerði það fyrst íslenska slita­bú­anna á þriðju­dag og hin tvö slita­búin munu gera það í kjöl­far­ið.

Stöð­ug­leika­fram­lögin greitt út fyrst

Þá vantar end­an­lega und­an­þágu Seðla­banka Íslands frá gjald­eyr­is­höft­u­m,­sem hann hefur þegar sagt að hann muni veita, til að hægt verði að heim­ila útgreiðslur úr slita­bú­un­um. 

Stöð­ug­leika­fram­lögin verða greidd áður en að kröfu­höfum verður greitt út. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði á kynn­ing­ar­fundi vegna stýri­vaxt­ar­á­kvörð­unar Seðla­banka Íslands í síð­ustu viku að greiðsla á stöð­ug­leika­fram­lögum gæti átt sér stað fyrir ára­mót.

Í kjöl­farið verða slita­stjórn­irnar lagðar niður og stjórnir sem helstu kröfu­hafar hafa valið  taka við stjórn end­ur­skipu­lagðra eign­ar­halds­fé­laga sem munu halda á þeim eignum sem slita­búin eiga enn.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None