Kostnaðurinn við slit gömlu bankanna 135 milljarðar króna

steinunn_10_0.jpg
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður við rekstur og upp­gjör slita­búa Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaup­þings mun nema um 135 millj­örðum króna, sam­kvæmt tölum sem Við­skipta­Mogg­inn hefur tekið sam­an. Gert er ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við slit Glitnis geti numið 41,3 millj­örðum króna, við slit Lands­bank­ans 49,1 millj­arði króna og Kaup­þings 44,6 millj­örðum króna. Dýrasta árið var árið 2009 hjá Lands­bank­an­um, sem kost­aði slita­búið alls 12 millj­arða króna. 

Í sam­an­tekt Við­skipta­Mogg­ans er tekin saman sá kostn­aður sem fallið hefur til vegna slita búanna þriggja, og liggur fyrir til­greindur í upp­gjörum, fram á mitt þetta ár. Auk þess er kostn­aður þeirra frá 1. júlí síð­ast­lið­inn áætl­aður út frá kostn­aði á fyrri helm­ingi þessa árs. Sér­stak­lega er tekið fram að ekki sé loku fyrir það skotið að kostn­aður við loka­upp­gjör búanna verði hærri en áætlað er. 

Langstærsti hluti kostn­að­ar­ins fellur til vegna aðkeyptrar ráð­gjafa­þjón­ustu, jafnt inn­lendrar sem erlendr­ar.

Auglýsing

Verið að klára slitin

Senn líður að því að slitum á bönk­unum þremur ljúki. Búið er að fá sam­þykki kröfu­hafa fyrir nauða­samn­ingi þeirra allra. Það var gert á fundum sem haldnir voru síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar og nán­ast allir kröfu­hafar allra bank­anna þriggja sem greiddu atkvæði sam­þykktu þá.

Næsta skref var að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir hér­aðs­dóm Reykja­víkur til stað­fest­ing­ar. Glitnir lagði sinn samn­ing fram til sam­þykktar 4. des­em­ber síð­ast­lið­inn og fimm dögum síðar var dóm­stóll­inn búin að sam­þykkja nauða­samn­ings­frum­varp bank­ans. Síð­degis á mánu­dag rann síðan út kæru­frestur vegna hans.

Nauða­samn­ingur Kaup­þings var tek­inn fyrir í hér­aðs­dómi á þriðju­dag í síð­ustu viku en mál­inu var þá frestað. Ástæðan var sú að það vant­aði íslenska þýð­ingu á skjölum sem Kaup­þing lagði fram. Sú við­bót­ar­þýð­ing var lögð fram dag­inn eftir þegar málið var tekið aftur fyr­ir. Frum­varpið var svo sam­þykkt fyrr í þess­ari viku. Lands­bank­inn lagði sitt nauða­samn­ings­frum­varp fram fyrir hér­aðs­dóm til sam­þykktar 15. des­em­ber. Ekki er búist við öðru en að nauða­samn­ings­frum­varp Lands­bank­ans verði sam­þykkt á nokkuð skömmum tíma, líkt og gerð­ist hjá Glitni og Kaup­þingi.

Áður en að hægt verður að klára nauða­samn­ing slita­bú­anna verða þau að upp­lýsa banda­ríska dóm­stóla um að slita­með­ferð sé lokið og að greiðslur til kröfu­hafa séu á næsta leyti. Glitnir gerði það fyrst íslenska slita­bú­anna á þriðju­dag og hin tvö slita­búin munu gera það í kjöl­far­ið.

Stöð­ug­leika­fram­lögin greitt út fyrst

Þá vantar end­an­lega und­an­þágu Seðla­banka Íslands frá gjald­eyr­is­höft­u­m,­sem hann hefur þegar sagt að hann muni veita, til að hægt verði að heim­ila útgreiðslur úr slita­bú­un­um. 

Stöð­ug­leika­fram­lögin verða greidd áður en að kröfu­höfum verður greitt út. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði á kynn­ing­ar­fundi vegna stýri­vaxt­ar­á­kvörð­unar Seðla­banka Íslands í síð­ustu viku að greiðsla á stöð­ug­leika­fram­lögum gæti átt sér stað fyrir ára­mót.

Í kjöl­farið verða slita­stjórn­irnar lagðar niður og stjórnir sem helstu kröfu­hafar hafa valið  taka við stjórn end­ur­skipu­lagðra eign­ar­halds­fé­laga sem munu halda á þeim eignum sem slita­búin eiga enn.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None