Bensínið gæti hækkað um áramót - hlutur ríkisins í seldum lítra 56 prósent

bens--n.jpg
Auglýsing

Hækkun á gjöldum íslenska rík­is­ins á bens­ín- og kolefna­gjaldi um kom­andi ára­mót gæti hækkað lítra­verð á bens­íni um 2,22 krónur að með­töldum virð­is­auka­skatti. Hækkun á olíu- og kolefn­is­gjaldi mun hækka lítr­ann af dísel um 1,93 krónur með virð­is­auka­skatti. Eftir þessa hækkun verður hlutur hins opin­bera í bens­ín­verði kom­inn í 56 pró­sent og 53 pró­sent af hverri greiddri krónu í dísilolíu mun renna til hins opin­bera. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Útsölu­verð á elds­neyti hefur lækkað tölu­vert það sem af er ári sökum þess að verð á heims­mark­aði á olíu hefur hrun­ið. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún kostar nú 36,03 dali og hefur því lækkað um 69 pró­sent á tíma­bil­inu. Í júlí 2014 var algengs­asta sjálfs­af­greiðslu­verð á Íslandi 249,9 krónur á lítra. Það er í dag 192,5 krónur á lítra og lægsta verður er 185,5 krónur á lítra á þremur bens­ín­stöðvum Orkunn­ar. Verð á bens­íni hefur því lækkað um 23 pró­sent hér­lendis á umræddu tíma­bili.  

Nokkrar ástæður eru fyrir því að lækkun á heims­mark­aðs­verði skilar sér ekki beint í vasa íslenskra neyt­enda. Íslenskir elds­neyt­is­salar þurfa til dæmis að gera ráð fyrir inn­kaupa­verði, skött­um, álagn­ingu og flutn­ings­kostn­aði í útsölu­verði sín­u. Og gengi íslensku krón­unnar skiptir líka máli, enda greitt fyrir elds­neyti með gjald­eyri. Íslenska krónan hefur lækkað tölu­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal frá því í júní á síð­asta ári. 

Auglýsing

Þá fer stór hluti af ágóða hvers selds lítra í rík­is­sjóðs, líkt og rakið er að ofan.Van­inn er sá að hækkun á opin­berum álögum á elds­neyti fari beint út í verð­lag­ið. Þvi geta neyt­endur búist við því að finna fyrir hækk­un­inni snemma á næsta ári. 

Íslend­ingar greiða fjóra millj­arða of mikið í elds­neyti

Elds­neyt­is­mark­að­ur­inn á Íslandi hefur verið tölu­vert í sviðs­ljós­inu á árinu 2015. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið gaf út skýrslu um mark­aðs­rann­sókn sína á mark­aðnum í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins þar sem sagði að sam­keppni á íslenskum elds­neyt­is­mark­aði sé „veru­lega skert“ og álagn­ing olíu­fé­lag­anna á bensín mik­il. Eft­ir­litið sagði þetta mikið áhyggju­efni.

Bens­ín­verð á Íslandi er hærra en gengur og ger­ist í flestum öðrum vest­rænum ríkjum og mun­ur­inn er svo mik­ill að það er ekki hægt að skýra hann með smæð mark­að­ar­ins eða auknum kostn­aði vegna sölu elds­neytis hér á landi, sagði Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið. Álagn­ingin og óhag­kvæmur rekstur olíu­fé­lag­anna á þessu sviði bendir líka til þess að tak­mörkuð sam­keppni sé fyrir hendi. Olíu­fé­lögin stunda hátt­semi sem getur hindrað sam­keppni og miklar aðgangs­hindr­anir eru fyrir nýja aðila að koma inn á þennan mark­að. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið full­yrðir ekki hvort um sam­ráð er að ræða, en sagði sterkar vís­bend­ingar um að olíu­fé­lögin sam­hæfi hegðun sína með „þegj­andi sam­hæf­ing­u.“ Eftir­litið taldi að þörf sé á aðgerðum til að bæta hag almenn­ings í bens­ín­mál­um, enda sé elds­neyt­is­mark­að­ur­inn þjóð­hags­lega mjög mik­il­væg­ur. Sam­kvæmt skýrsl­unni greiddu neyt­endur 4.000 til 4.500 millj­ónum króna of mikið í bensín á síð­asta ári. 

Grípa þyrfti til aðgerða til að auka sam­keppni, sem myndi verða til hag­kvæm­ari rekst­urs olíu­fé­lag­anna og það myndi stuðla að lægra verði til neyt­enda. Það þurfi því að breyta aðgangs­hindr­unum að mark­aðn­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None