Erum ekki sérfræðingar í gulli segir danska lögreglan

danmörk
Auglýsing

Frum­varp dönsku rík­is­stjórn­ar­innar um að heim­ilt verði að gera upp­tækar eigur flótta­fólks sem kemur til Dan­merkur hefur vakið mikla athygli og ein­skorð­ast ekki við Dan­mörku og nágranna­lönd­in. Banda­ríska dag­blaðið Was­hington Post sagði ítar­lega frá þessum fyr­ir­ætl­unum dönsku stjórn­ar­innar og sagði þær vekja upp óhugn­an­legar minn­ingar frá síð­ari heims­styrj­öld.

Frum­varpið nýtur stuðn­ings meiri­hluta þing­manna. Sá hluti þess sem snýst um per­sónu­legar eigur sem fólk hefur með sér við kom­una til Dan­merkur segir að; venju­legir hlut­ir, eins og úr og far­símar skuli ekki gerðir upp­tæk­ir. Sama gildir um hluti sem hafa sér­stakt gildi fyrir eig­and­ann, nema því aðeins að verð­mæti hlut­ar­ins, eða hlut­anna, sé svo mikið að ekki telst eðli­legt að und­an­skilja það. Reiðufé sem nemur um það bil 3 þús­und dönskum krónum (tæp­lega 60 þús­und íslenskar) fær eig­and­inn að halda, pen­inga umfram það skal lagt hald á.

Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála hefur í við­tölum sagt að þetta séu sann­gjarnar regl­ur, í Dan­mörku sé stefnan sú að eigna­fólk, borgi að ákveðnu marki fyrir þá þjón­ustu sem það njóti af hálfu sam­fé­lags­ins (einkum gegnum skatt­kerf­ið) en þeir sem minna mega sín fái sömu þjón­ustu á öllum svið­um. Ráð­herr­ann hefur bent á að eðli­legt sé að sömu reglur gildi um fólk sem kemur frá öðrum lönd­um.

Auglýsing

Margir þing­menn lýsa efa­semdum við eigna­upp­tök­una

Eins og áður sagði nýtur frum­varpið stuðn­ings mik­ils meiri­hluta í þing­inu en eftir að umræðan um eigna­upp­tök­una gaus upp hafa margir þing­menn lýst efa­semdum sínum um þann hluta frum­varps­ins. Segja eitt­hvað á þá leið að mjög skýrar línur þurfi að marka varð­andi hvað megi og hvað megi ekki. Sumir úr þessum hópi segja öld­ungis frá­leitt að hringar verði rifnir af fingrum fólks, slíkt komi ein­fald­lega ekki til greina. Sé hrein mann­vonska og lít­ils­virð­ing við það fólk sem flúið hefur heima­land sitt og á í mörgum til­vikum ekk­ert annað en fötin sem sem það stendur í og nokkra per­sónu­lega hluti, til dæmis hringa.Tals­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins, sem styður frum­varp­ið, sjá ekki ástæðu til að vera með sér­staka fyr­ir­vara um hvað megi og hvað ekki, þar eigi verð­mæta­matið að ráða.

Við erum ekki mats­menn segir lög­reglan     

Inn­an­rík­is­ráð­herr­ann hefur sagt að það verði verk lög­reglu að skoða eigur þeirra sem komi til lands­ins og meta hvort og hvað skuli lagt hald á. Þessar hug­myndir mæl­ast ekki vel fyrir innan lög­regl­unn­ar. For­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, Claus Oxfeldt, hefur lýst því yfir að þetta sé verk­efni sem geti tæp­ast talist í verka­hring lög­reglu­þjóna. Við erum ekki sér­fræð­ingar í því að meta verð­mæti og getum ekki metið hvort til­tek­inn hringur kosti tíu þús­und krónur eða millj­ón.” Inger Støjberg ráð­herra hefur svarað því til að hún telji að lög­reglu­menn sjái nú nokk hvort um sé að ræða ódýrt glingur eða gló­andi gull. Líka komi til greina að fá sér­staka mats­menn, sér­fræð­inga, til verks­ins. Einn sér­fræð­ingur sem danskt blað hafði sam­band við sagð­ist ekki ætla að taka að sér slíkt skít­verk (beskidt stykke arbejde) yrði til sín leit­að.

Saumað að ráð­herr­anum  

Danskir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga gengið hart að Inger Støjberg ráð­herra og kraf­ist und­an­bragða­lausra svara varð­andi skart­gripa­mál­ið, sem þeir kalla líka dem­anta­mál­ið. Ráð­herr­ann hefur staðið fast á sínu og sagt að stjórnin standi í einu og öllu við frum­varp­ið.

Í gær var tónn­inn þó örlítið breytt­ur. Þá sagði ráð­herr­ann í við­tölum við danska miðla eitt­hvað á þá leið að hún treysti lög­regl­unni full­kom­lega fyrir að fara með þetta mál og ann­ast mat á skart­gripum og öðru slíku. Og sagði svo að lög­reglan hefði líka það val að spyrja ekki. Bætti svo við að flest fólk væri heið­ar­legt og ef spurt væri við kom­una til lands­ins hvort það hefði í fórum sínum verð­mæti myndi það svara heið­ar­lega. Þessi orð vöktu athygli frétta­manna sem túlk­uðu þau á þann veg að með þeim væri ráð­herr­ann að draga í land og slá á gagn­rýn­is­radd­irn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None