Erum ekki sérfræðingar í gulli segir danska lögreglan

danmörk
Auglýsing

Frumvarp dönsku ríkisstjórnarinnar um að heimilt verði að gera upptækar eigur flóttafólks sem kemur til Danmerkur hefur vakið mikla athygli og einskorðast ekki við Danmörku og nágrannalöndin. Bandaríska dagblaðið Washington Post sagði ítarlega frá þessum fyrirætlunum dönsku stjórnarinnar og sagði þær vekja upp óhugnanlegar minningar frá síðari heimsstyrjöld.

Frumvarpið nýtur stuðnings meirihluta þingmanna. Sá hluti þess sem snýst um persónulegar eigur sem fólk hefur með sér við komuna til Danmerkur segir að; venjulegir hlutir, eins og úr og farsímar skuli ekki gerðir upptækir. Sama gildir um hluti sem hafa sérstakt gildi fyrir eigandann, nema því aðeins að verðmæti hlutarins, eða hlutanna, sé svo mikið að ekki telst eðlilegt að undanskilja það. Reiðufé sem nemur um það bil 3 þúsund dönskum krónum (tæplega 60 þúsund íslenskar) fær eigandinn að halda, peninga umfram það skal lagt hald á.

Inger Støjberg ráðherra innflytjendamála hefur í viðtölum sagt að þetta séu sanngjarnar reglur, í Danmörku sé stefnan sú að eignafólk, borgi að ákveðnu marki fyrir þá þjónustu sem það njóti af hálfu samfélagsins (einkum gegnum skattkerfið) en þeir sem minna mega sín fái sömu þjónustu á öllum sviðum. Ráðherrann hefur bent á að eðlilegt sé að sömu reglur gildi um fólk sem kemur frá öðrum löndum.

Auglýsing

Margir þingmenn lýsa efasemdum við eignaupptökuna

Eins og áður sagði nýtur frumvarpið stuðnings mikils meirihluta í þinginu en eftir að umræðan um eignaupptökuna gaus upp hafa margir þingmenn lýst efasemdum sínum um þann hluta frumvarpsins. Segja eitthvað á þá leið að mjög skýrar línur þurfi að marka varðandi hvað megi og hvað megi ekki. Sumir úr þessum hópi segja öldungis fráleitt að hringar verði rifnir af fingrum fólks, slíkt komi einfaldlega ekki til greina. Sé hrein mannvonska og lítilsvirðing við það fólk sem flúið hefur heimaland sitt og á í mörgum tilvikum ekkert annað en fötin sem sem það stendur í og nokkra persónulega hluti, til dæmis hringa.Talsmenn Danska þjóðarflokksins, sem styður frumvarpið, sjá ekki ástæðu til að vera með sérstaka fyrirvara um hvað megi og hvað ekki, þar eigi verðmætamatið að ráða.

Við erum ekki matsmenn segir lögreglan     

Innanríkisráðherrann hefur sagt að það verði verk lögreglu að skoða eigur þeirra sem komi til landsins og meta hvort og hvað skuli lagt hald á. Þessar hugmyndir mælast ekki vel fyrir innan lögreglunnar. Formaður Landssambands lögreglumanna, Claus Oxfeldt, hefur lýst því yfir að þetta sé verkefni sem geti tæpast talist í verkahring lögregluþjóna. Við erum ekki sérfræðingar í því að meta verðmæti og getum ekki metið hvort tiltekinn hringur kosti tíu þúsund krónur eða milljón.” Inger Støjberg ráðherra hefur svarað því til að hún telji að lögreglumenn sjái nú nokk hvort um sé að ræða ódýrt glingur eða glóandi gull. Líka komi til greina að fá sérstaka matsmenn, sérfræðinga, til verksins. Einn sérfræðingur sem danskt blað hafði samband við sagðist ekki ætla að taka að sér slíkt skítverk (beskidt stykke arbejde) yrði til sín leitað.

Saumað að ráðherranum  

Danskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga gengið hart að Inger Støjberg ráðherra og krafist undanbragðalausra svara varðandi skartgripamálið, sem þeir kalla líka demantamálið. Ráðherrann hefur staðið fast á sínu og sagt að stjórnin standi í einu og öllu við frumvarpið.

Í gær var tónninn þó örlítið breyttur. Þá sagði ráðherrann í viðtölum við danska miðla eitthvað á þá leið að hún treysti lögreglunni fullkomlega fyrir að fara með þetta mál og annast mat á skartgripum og öðru slíku. Og sagði svo að lögreglan hefði líka það val að spyrja ekki. Bætti svo við að flest fólk væri heiðarlegt og ef spurt væri við komuna til landsins hvort það hefði í fórum sínum verðmæti myndi það svara heiðarlega. Þessi orð vöktu athygli fréttamanna sem túlkuðu þau á þann veg að með þeim væri ráðherrann að draga í land og slá á gagnrýnisraddirnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None