Helmingur landsmanna með heildartekjur undir 400 þúsund á mánuði

Háskóli
Auglýsing

Helmingur Íslendinga þénaði minna en 400 þúsund krónur á mánuði í fyrra en eitt prósent landsmanna var með meira en 1,8 milljón króna á mánuði. Heildartekjur landsmanna voru að meðaltali 421 þúsund krónur að jafnaði og hækkuðu um 6,6 prósent frá árinu áður. Þetta kemur fram tölum um tekjur einstaklinga á árinu 2014 sem Hagstofa Íslands birti í morgun.

Þar segir að heildartekjur Íslendinga hafi hækkað um 58 prósent miðað við fast verðlag frá árinu 1990. Þróun ráðstöfunar- og atvinnutekna er mjög svipuð árið 2014 og hún var árið 1990. Ráðstöfunartekjur voru hærri en atvinnutekjur á árunum 2003 til 2010 en þar munaði mest um góðærðisárið 2007.

Í tölum Hagstofunnar kemur fram að mikill munur sé á heildartekjum eftir aldri. Einstaklingar á aldrinum 45 til 50 ára voru með hæstu tekjurnar en landsmenn á aldrinum 16 til 19 ára með þær lægstu.

Auglýsing

Karlar á aldrinum 45 til 50 ára eru með mun hærri laun en konur á sama aldri. Alls þéna karlarnir í þeim aldurshópi að meðaltali 675 þúsund krónur á mánuði en konurnar 483 þúsund krónur. Þar munar því um 40 prósentum. Þá kemur fram að fimm prósent karla hafi atvinnutekjur yfir um 1,1 milljónum króna á mánuði. Að sama skapi höfðu fimm prósent kvenna atvinnutekjur yfir 708 þúsund krónum á mánuði.

Því er enn langt í land að jafnræði ríki milli kynjanna í tekjum.

Ríkasta prósentið þénaði helming allra fjármagnstekna

Kjarninn greindi frá því í nóvember að tekjuhæsta eitt prósent landsmanna, alls 1890 manns, hefði þénað 42,4 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2014. Alls námu fjármagnstekjur sem einstaklingar og samskattaðir greiddu í fyrra 90,5 milljörðum króna og því fékk þessi litli hópur samtals 47 prósent þeirra tekna í sinn hlut. Um tvær af hverjum þremur krónum sem ríkasta prósent landsmanna þénaði í fyrra er vegna fjármagnstekna. Þetta mátti lesa úr staðtölum skatta vegna ársins 2014 sem birtar hafa verið á vef embættis ríkisskattstjóra.

Fjármagnstekjur eru tekjur sem einstaklingar hafa af fjármagnseignum sínum. Þ.e. ekki launum. Þær tekjur geta verið ýmis konar. Til dæmis tekjur af vöxtum af innlánsreikningum eða skuldabréfaeign, tekjur af útleigu húsnæðis, arðgreiðslur, hækkun á virði hlutabréfa eða hagnaður af sölu fasteigna eða verðbréfa.

Ef tekjurnar eru útleystar, þannig að þær standi eiganda þeirra frjálsar til ráðstöfunar, ber að greiða af þeim 20 prósent fjármagnstekjuskatt sem rennur óskiptur til ríkisins. Ljóst er að einungis lítill hluti af fjármagnstekjum var útleystur í fyrra. Alls greiddu íslensk heimili, einstaklingar og samskattaðir, 3,8 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt á árinu 2014. Því til viðbótar greiddu fyrirtæki, sjóðir og ríkissjóður vel á þriðja tug milljarða króna í fjármagnstekjuskatt. Alls skilaði hann 30,6 milljörðum króna á árinu 2014.mynd.png

Tekjuhæstu auka auð sinn hraðast

Kjarninn hefur áður greint frá því að sá fimmtungur landsmanna sem hafði hæsta tekjur á árinu 2014, alls tæplega 40 þúsund manns, hafi auki hreina eign sína um 142,2 milljarða króna á því ári. Tæpur helmingur aukningar á auði íslenskra heimila á síðasta ári féll í skaut þessa hóps. Þetta kom fram í tölum Hagstofu Íslands um eignir og skuldir Íslendinga í árslok 2014 sem birtar voru í lok september 2015.

Tekjuhæsta tíund landsmanna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 milljarða króna á árinu 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helmings þjóðarinnar sem er með lægstu tekjurnar, alls um eitt hundrað þúsund manns, um 72 milljarða króna, eða 16,2 milljarða króna minna en ríkasti hluti þjóðarinnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None