Helmingur landsmanna með heildartekjur undir 400 þúsund á mánuði

Háskóli
Auglýsing

Helmingur Íslendinga þénaði minna en 400 þúsund krónur á mánuði í fyrra en eitt prósent landsmanna var með meira en 1,8 milljón króna á mánuði. Heildartekjur landsmanna voru að meðaltali 421 þúsund krónur að jafnaði og hækkuðu um 6,6 prósent frá árinu áður. Þetta kemur fram tölum um tekjur einstaklinga á árinu 2014 sem Hagstofa Íslands birti í morgun.

Þar segir að heildartekjur Íslendinga hafi hækkað um 58 prósent miðað við fast verðlag frá árinu 1990. Þróun ráðstöfunar- og atvinnutekna er mjög svipuð árið 2014 og hún var árið 1990. Ráðstöfunartekjur voru hærri en atvinnutekjur á árunum 2003 til 2010 en þar munaði mest um góðærðisárið 2007.

Í tölum Hagstofunnar kemur fram að mikill munur sé á heildartekjum eftir aldri. Einstaklingar á aldrinum 45 til 50 ára voru með hæstu tekjurnar en landsmenn á aldrinum 16 til 19 ára með þær lægstu.

Auglýsing

Karlar á aldrinum 45 til 50 ára eru með mun hærri laun en konur á sama aldri. Alls þéna karlarnir í þeim aldurshópi að meðaltali 675 þúsund krónur á mánuði en konurnar 483 þúsund krónur. Þar munar því um 40 prósentum. Þá kemur fram að fimm prósent karla hafi atvinnutekjur yfir um 1,1 milljónum króna á mánuði. Að sama skapi höfðu fimm prósent kvenna atvinnutekjur yfir 708 þúsund krónum á mánuði.

Því er enn langt í land að jafnræði ríki milli kynjanna í tekjum.

Ríkasta prósentið þénaði helming allra fjármagnstekna

Kjarninn greindi frá því í nóvember að tekjuhæsta eitt prósent landsmanna, alls 1890 manns, hefði þénað 42,4 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2014. Alls námu fjármagnstekjur sem einstaklingar og samskattaðir greiddu í fyrra 90,5 milljörðum króna og því fékk þessi litli hópur samtals 47 prósent þeirra tekna í sinn hlut. Um tvær af hverjum þremur krónum sem ríkasta prósent landsmanna þénaði í fyrra er vegna fjármagnstekna. Þetta mátti lesa úr staðtölum skatta vegna ársins 2014 sem birtar hafa verið á vef embættis ríkisskattstjóra.

Fjármagnstekjur eru tekjur sem einstaklingar hafa af fjármagnseignum sínum. Þ.e. ekki launum. Þær tekjur geta verið ýmis konar. Til dæmis tekjur af vöxtum af innlánsreikningum eða skuldabréfaeign, tekjur af útleigu húsnæðis, arðgreiðslur, hækkun á virði hlutabréfa eða hagnaður af sölu fasteigna eða verðbréfa.

Ef tekjurnar eru útleystar, þannig að þær standi eiganda þeirra frjálsar til ráðstöfunar, ber að greiða af þeim 20 prósent fjármagnstekjuskatt sem rennur óskiptur til ríkisins. Ljóst er að einungis lítill hluti af fjármagnstekjum var útleystur í fyrra. Alls greiddu íslensk heimili, einstaklingar og samskattaðir, 3,8 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt á árinu 2014. Því til viðbótar greiddu fyrirtæki, sjóðir og ríkissjóður vel á þriðja tug milljarða króna í fjármagnstekjuskatt. Alls skilaði hann 30,6 milljörðum króna á árinu 2014.mynd.png

Tekjuhæstu auka auð sinn hraðast

Kjarninn hefur áður greint frá því að sá fimmtungur landsmanna sem hafði hæsta tekjur á árinu 2014, alls tæplega 40 þúsund manns, hafi auki hreina eign sína um 142,2 milljarða króna á því ári. Tæpur helmingur aukningar á auði íslenskra heimila á síðasta ári féll í skaut þessa hóps. Þetta kom fram í tölum Hagstofu Íslands um eignir og skuldir Íslendinga í árslok 2014 sem birtar voru í lok september 2015.

Tekjuhæsta tíund landsmanna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 milljarða króna á árinu 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helmings þjóðarinnar sem er með lægstu tekjurnar, alls um eitt hundrað þúsund manns, um 72 milljarða króna, eða 16,2 milljarða króna minna en ríkasti hluti þjóðarinnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None