Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 822 milljónir króna á dag á árinu 2015, samkvæmt áætlum sem Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Gangi sú áætlun eftir verða heildareignir sjóðanna um 3.200 milljarðar króna í byrjun næsta árs, eða um 300 milljörðum krónum hærri en þær voru á sama tíma í fyrra. Hækkun á innlendum hlutabréfum vegur þar mest, en þau hafa hækkað um 38 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Lífeyrissjóðir landsins er samanlagt langstærstu eigendur íslenskra hlutabréfa. Þau eru nú nálægt 20 prósent af eignum sjóðsins en voru um 15 prósent í árslok 2014.
Eignir lífeyrissjóðakerfisins hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum eftir mikið högg í kjölfar bankahrunsins. Þá lækkuðu eignir sjóðanna um 400 milljarða króna eftir að innlend hlutabréfaeign þeirra nær þurrkaðist út og fjölmörg skuldabréf sem þeir höfðu keypt af íslenskum fyrirtækjum urðu verðlítil eða verðlaus.