Eignir lífeyrissjóða jukust um 822 milljónir á dag

Auknar eignir lífeyriskerfisins eru að mestu tilkomnar vegna hækkunar á hlutabréfum, sem hafa hækkað um 38 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins.
Auknar eignir lífeyriskerfisins eru að mestu tilkomnar vegna hækkunar á hlutabréfum, sem hafa hækkað um 38 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins.
Auglýsing

Eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða juk­ust um 822 millj­ónir króna á dag á árinu 2015, sam­kvæmt áætlum sem Gunnar Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins, hefur tekið saman fyrir Morg­un­blaðið. Gangi sú áætlun eftir verða heild­ar­eignir sjóð­anna um 3.200 millj­arðar króna í byrjun næsta árs, eða um 300 millj­örðum krónum hærri en þær voru á sama tíma í fyrra. Hækkun á inn­lendum hluta­bréfum vegur þar mest, en þau hafa hækkað um 38 pró­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins er sam­an­lagt langstærstu eig­endur íslenskra hluta­bréfa. Þau eru nú nálægt 20 pró­sent af eignum sjóðs­ins en voru um 15 pró­sent í árs­lok 2014.

Eignir líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins hafa auk­ist jafnt og þétt á und­an­förnum árum eftir mikið högg í kjöl­far banka­hruns­ins. Þá lækk­uðu eignir sjóð­anna um 400 millj­arða króna eftir að inn­lend hluta­bréfa­eign þeirra nær þurrk­að­ist út og fjöl­mörg skulda­bréf sem þeir höfðu keypt af íslenskum fyr­ir­tækjum urðu verð­lítil eða verð­laus. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None