Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls til Neytendastofu

Norðurál
Auglýsing

Lans­dvernd hefur kært Norð­ur­ál, sem á og rekur álverið við Grund­ar­tanga, til Neyt­enda­stofu vegna aug­lýs­inga sem fyr­ir­tækið hefur birt í útvarpi, sjón­varpi og í Morg­un­blað­inu und­an­farnar vikur þar sem því er haldið fram að ál fyr­ir­tæk­is­ins sé „græn­asti málmur í heim­i". Land­vernd segja að ýmsar full­yrð­ingar sem fram séu settar í aug­lýs­ing­unum séu ósannar og að þær inni­haldi ófull­nægj­andi og vill­andi upp­lýs­ingar sem séu í bága við ýmsar greinar laga um eft­ir­lit með við­skipta­háttum og mark­aðs­setn­ingu.

Hér að neðan má sjá þær full­yrð­ingar sem fram eru settar í aug­lýs­ing­unum og Land­vernd telur ósannar eða inni­haldi ófull­nægj­andi eða vill­andi upp­lýs­ingar ásamt rök­stuðn­ingi sem sam­tökin sendur Neyt­enda­stofu: 

Auglýsing

1. “Málmur af norð­ur­slóð”.

Heil­síðu­ag­lýs­ingin í Mbl. fjallar um álvinnslu Norð­ur­áls. Ál (Al) er eitt algeng­asta frum­efni Jarð­ar­inn­ar. Hins vegar finn­st það ekki í vinn­an­legu magni nema í málm­grýt­inu báxíti (baux­ite) sem verður til­ við veðrun bergs í hita­belt­is­lofts­lagi. Báxít er unnið frekar í svo­kallað súrál ­sem er hrá­efni álver­anna (sjá 5. lið). Árið 2011 flutti Norð­urál inn tæp­lega 550.000 tonn af súráli, aðal­lega frá Texas, Jamaíku og Suð­ur­-Am­er­íku.

Full­yrð­ingin “Málmur af norð­ur­slóð” er því röng. Þótt ál Norð­ur­áls sé unnið úr súráli á Grund­ar­tanga er það allt upp­runnið úr ­málm­grýti í hita­belt­inu.

2. “Norð­urál notar umhverf­is­væna orku”

Þessi full­yrð­ing er í besta falli afar umdeil­an­leg.  Íslensk raf­orka er unnin úr fall­vötnum og jarð­varma eins og kunn­ugt er.  Vatns­afls­virkj­anir krefj­ast oft mik­illa umhverf­is­fórna, svo sem ­uppi­stöðu­lóna sem kaf­færa gróð­ur­lendi, stíflu­mann­virkja, raf­lína og ­upp­hækk­að­ara vega sem spilla lands­lagi og víð­ern­um. Um umhverf­is­á­hrif jarð­varma­virkj­ana þarf ekki að fjöl­yrða og ýmsir máls­met­andi vís­inda­menn halda því fram að nýt­ing há­hita eins og hún hefur verið stunduð hér á landi sé í raun ágeng námu­vinnsla.

Ekki er hægt að full­yrða frá hvaða virkj­un­um Lands­virkj­unar Norð­urál fær orku, en vænt­an­lega að stórum hluta frá virkj­unum á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­in­u.  Á því svæð­i eru m.a. ann­ars Kvísla­veitu­lón, fimm tals­ins og sam­tals um 28 km2 að ­stærð.  Kvísla­veitu­lón safna vatni úr ­upp­taka­kvíslum Þjórsár sem ella mundu renna um Þjórs­ár­ver. Lónin og til­heyr­and­i stíflu­mann­virki hafa því spillt verð­mætu vot­lend­is­svæði og eyði­lag­t um­fangs­mikil víð­erni suð­austan Hofs­jök­uls, auk þess að draga úr rennsli fossa í efri­hluta Þjórs­ár.

3. “…málm­inn má end­ur­vinna nánast enda­laust / Það má end­ur­vinna hverja áldós allt að hund­rað sinn­um”

Það er rétt að ál er end­ur­vinn­an­legt. Hins veg­ar ­stundar Norð­urál (eða önnur álver hér á landi) ekki end­ur­vinnslu. Þau stunda frum­vinnslu á áli úr súráli og hafa ekki sér­stakan hag af end­ur­vinnslu. Álbræðsl­ur á borð við Norð­urál hafa þvert á móti beinan hag af því að ál sé tekið út af ­mark­aðn­um, sem sagt að það sé ekki end­ur­unn­ið.  Að því leyti eru þess­ar ­upp­lýs­ingar vill­andi og settar fram, að því er virð­ist, til að varpa huggu­leg­u ­ljósi á fyr­ir­tæk­ið, sem ekki er inni­stæða fyr­ir.

Í BNA er ál urðað árlega sem nemur fjór­föld­um flug­flota lands­ins og árs­fram­leiðslu áls á Ísland­i. ­Með öðrum orð­um, ef allar áldósir sem falla til í BNA væru end­ur­nýttar hund­rað sinn­um, eins segir í aug­lýs­ingu Norð­ur­áls, mætti loka álverum á Íslandi, mið­að við núver­andi fram­boð og eft­ir­spurn áls í heim­in­um.

4. “Álið okk­ar…”

Hér getur les­andi heil­síðu­aug­lýs­ingar auð­veld­lega ­fengið þá hug­mynd, af því sem á undan kemur (vísan í norð­ur­slóðir og Ísland), að með “okk­ar” sé átt við “okkur lands­menn”.  Þetta er vill­andi og til þess gert, að því er virð­ist, að fá sam­úð al­menn­ings. Í fyrsta lagi er ál ekki íslenskur málmur (sjá 1. punkt). Í öðru lagi er Norð­urál ekki (frekar en önnur álver á land­inu) í eigu Íslend­inga. Álver­in nýta sér íslenska orku og íslenskt vinnu­afl en sam­kvæmt nýlegum fréttum reyna a.m.k. sum þeirra að skuld­setja sig sem mest til að skilja hagnað eftir utan­ land­stein­anna. 

Íslend­ingar kaupa heldur ekki ál af Norð­ur­áli, það er allt flutt út. Íslend­ingar eru því ekki neyt­endur Norð­ur­áls nema í þeim skiln­ingi að við sækjum þar vinnu og seljum orku til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um op­in­bert orku­fyr­ir­tæki, Lands­virkj­un. Norð­urál stendur nú í erf­iðum samn­ing­um við þetta sama fyr­ir­tæki og hefur hag af því að fá samúð lands­manna til að bæta ­samn­ings­stöðu sína.  

5. “..sé ein­hver græn­asti málmur í heim­i”. 

Þetta er alröng full­yrð­ing bæði í beinum og óbein­um skiln­ingi og alvar­leg blekk­ing. Ál er ekki grænt heldur grátt eða silf­ur­litt. Það stenst heldur ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skiln­ingi að fram­leiðsla þess sé umhverf­is­væn, hvað þá að ál sé ein­hver umhverf­is­vænast­i ­málmur í heimi.

Þvert á móti er álf­ram­leiðsla/ál­bræðsla gríð­ar­lega orku­frekur iðn­að­ur, einn allra orku­frekasti iðn­aður sem um getur í heim­in­um. Álfram­leiðsla er enn fremur afar vatns­frek og land­frek og frum­vinnsla á báxít­i og súráli, hrá­efni álverk­smiðj­anna, hefur gríð­ar­leg umhverf­is­á­hrif í þeim löndum þar sem það er unn­ið.

Miklar báxít­námur finn­ast í Ástr­al­íu, Bras­il­íu, Kína, Indónesíu, Jamaíka, Rúss­landi og Súr­ina­m.  Margar þess­ara náma eru á landi sem þakið er hita­belt­is­skógi. Eðli máls­ins sam­kvæmt er þessum skógum eytt við vinnsl­una. Úr báxíti er unnið súrál í ferli sem nefn­ist Bayer ferli[6].  Í þessu ferli verður til hættu­legur úrgang­ur, svo­kall­aður rauður leir, sem er við­ur­kenndur umhverf­is­vandi vegna lút­ar­á­hrifa.  Árlega verða til um 77 millj­ónir tonna af rauðum leir við vinnslu súráls (sama heim­ild).  Í fersku minni er umhverf­isslysið í Kolontár í Ung­verja­landi í októ­ber 2010 þegar um það bil ein milljón rúmmetra af rauðum leir flæddi úr þró og varð 10 manns að bana og meng­aði stórt land­svæði.

Síð­asti hlekk­ur­inn í fram­leiðslu­keðju áls, sjálf ál­bræðslan eins og stunduð er í álveri Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga, er líka lang­t frá því að vera umhverf­is­væn. Álver Norð­ur­áls losar um 500.000 tonn af koltví­sýr­ingi árlega og umtals­vert magn brenni­steins­sam­banda og flú­ors sem bændur á þynn­ing­ar­svæði álvers­ins hafa haft miklar áhyggjur af að spilli heilsu ­bú­fjár.

Norð­urál þarf að flytja inn yfir hálfa milljón tonna af súráli á hverju ári (sjá 1. lið). Leiðin sem flutn­inga­skipin sigla, með­ til­heyr­andi olíu­notk­un, er 6.000–9.000 km eftir fram­leiðslu­landi. Mun skárri (um­hverf­is­vænni) kostur væri að stað­setja álbræðsl­urnar í Mið- og Suð­ur­-Am­er­ík­u en á Íslandi; fyrr nefndu land­svæðin eru einnig rík af vatns­orku.  

Í heil­síðu­aug­lýs­ingu Norð­ur­áls er vísað til þess að ál sé léttur málmur og að með notkun þess megi létta far­ar­tæki (og vænt­an­lega ­draga úr orku­notk­un) og bæta umbúð­ir.  ­Full­yrð­ingin er rétt eins langt og hún nær en önnur efni geta geng­t ­sam­bæri­legu hlut­verki eins og t.d. magnesíum, kol­trefjar til að létta far­ar­tæki og gler í umbúð­ir.

Þegar allt ferli álvinnslu er skoðað er því fjarri sanni að unnt sé að full­yrða að ál sé “ein­hver græn­asti málmur í heim­i”.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None